Hlýjustu og köldustu októbermánuđir

Október 1915 er talinn hlýjasti október í sögu mćlinga bćđi í Reykjavík og á öllu landinu. Ţá var međalhitinn í Reykjavík 7,9 stig en var árin 1961-1990 4,4 stig en árin 1997-2006 er hann 4,8 stig en 4,9 árin 1931-1960. Enn hlýrra var áriđ 1915 í Vestmannaeyjakaupsstađ en í höfuđstađnum, 8,4 stig. Ţar á bć var ţetta úrkomumesti október sem mćldist ţar međan mćlt var frá 1878-1920.

Eindregin sunnanátt var nćstum allan mánuđinn. Ekki voru hámarks- eđa lágmarksmćlingar í Reykjavík ţennan mánuđ en lesiđ á hitamćla fáein skipti á dag. Aldrei var lesiđ frost af mćlinum, lćgsta talan var 2,5 stig yfir frostmarki. Á Vífilsstöđum voru hins vegar lágmarksmćlingar og fór hitinn ekki lćgra en 1,0 stig tfir frostmarkinu síđasta dag mánađarins. Ekki mćldist heldur frost í Stykkishólmi, Grísmsey, Teigarhorni, Arnarbćli í Ölfusi og Vestmannayjabć, en Stórhöfđi var ţá enn ekki orđin veđurstöđ. Í kaupsstađnum var lágmarkiđ 3,9 stig. Á Alureyri mćldist hins vegar dálítiđ frost. Ţar var heldur ekki hámarksmćlir en lesiđ á mćla nokkrum sinnum á dag, mest 19,0 ţ. 4. 

Ţess má geta ađ vitađ er um tvo ađra alveg frostlausa októbermánuđi í Reykjavík, í ţeim góđa mánuđi 1939 og áriđ 1963 sem var ţó ekkert sérstaklega hlýr.  

Hćđasvćđi var oftast yfir Norđurlöndum og stundum yfir Bretlandseyjum en lćgđir fyrir suđvestan eđa sunnan land í október 1915. Eindregin sunnan eđa suđaustanátt var ţví ríkjandi allan mánuđinn og ţungbúiđ syđra. Á Vífilsstöđum var sól mćld í ađeins 17 klukkustundir og  hefur svo lítiđ sólskin aldrei mćlst í Reykjavík  síđan sólskinsmćlingar hófust ţar áriđ 1921. Sólríkasti október í borginni var aftur á móti 1966 sem var kaldur mánuđur međ mikilli norđanátt, 148,1 klukkustund. Međaltaliđ 1961-1990 er 81 klukkustund.    

Hér fyrir neđan fćrsluna má sjá nokkuđ dćmigert ţrýstikort fyrir október 1915. 

Nćst hlýjustu októbermánuđir á landinu  eru 1946 og 1959 og má ekki á milli sjá hvor hlýrri var. Fyrir norđan hefur fyrrnefndi mánuđuinn ţó betur. Suđlćg átt var auđvitađ ríkjandi báđa ţessa mánuđi, suđvestlćgari áriđ 1946 og ţá mćldist úrkoman á Höfn í Bakkafirđi 0,1 mm, ţađ minnsta sem mćlst hefur á veđurstöđ í nokkrum október. 

Úrkoman 1959 var meiri á Eyrarbakka og Stórhöfđa, tveimur stöđvum međ mjög langa mćlingarsögu, en hún hefur orđiđ í nokkrum október. Einnig viđ rafstöđina viđ Elliđaá en ekki á veđurstöđinni í Reykjavík sem ţá var á flugvellinum.  

Kaldasti október í Reykjavík var líklega 1824. Ţá voru hitamćlingar gerđar í bćnum sem ţykja ţó ábótavant. En kuldinn sem mćlingarnar sýna er svo mikill ađ líklega er ţetta kaldasti október síđustu 200 árin, međalhitinn veriđ undir frostmarki.  Áriđ 1782 voru gerđar hitamćlingar á Bessastöđum  á Álftanesi en ţeim var enn meira ábótavant en 1824. Ţćr sýna samt ámóta kulda eđa jafnvel meiri. Manni dettur í hug hvort svona mikiđ kaldir októbermánuđir hafi veriđ tiltölulega algengir á ţessu kalda tímaskeiđi nokkuđ fyrir og nokkuđ eftir aldamótin 1800.

Kaldasti október í Reykjavík síđan sćmilega áreiđanlegar hitamćlingar hófust er 1981 ţegar međalhitinn var 0,5 stig. Og ţetta er annar sóríkasti október í borginni en norđanáttin var linnulaus svo ađ segja. Veđriđ var taliđ mjög óhagstćtt ţennan mánuđ frá Breiđafirđi til austfjarđa en á suđurlandi var talin góđ tíđ ţrátt fyrir allan kuldann. Snjóalög voru óvenju mikil fyrir norđan. Á Vestfjörđum voru skráđ 24 snjóflóđ og um miđbik norđurlands 33. Í Reykjavík lá snjór á jörđu tvo daga seint í mánuđinum. 

Úrkomusamasti október í Reykjavik var 1936, 108,6 mm en sá ţurrasti 1892, 17,9 mm.

Hér neđst á síđunni birtist kort af landinu frá hádegi fyrsta dag mánađarins 1981 og stöđu veđrakerfanna viđ jörđ og hćđina eđa hitann í 500 hPa fletinum. Ţetta var eitthvađ svipađ allan mánuđinn.

Kaldasti október á öllu landinu er talinn 1917 ţó ţađ hafi ekki gilt um Reykjavík. Ţađ einkenndi ţann mánuđ auk kuldanna ađ mörg aftakaveđur gerđi í mánuđinum, flest af norđri eđa norđaustri. Fyrir neđan er ţrýstikort af einu ţeirra.     

Í fylgiskránni má sjá hita eins og hann var lesinn hćst og lćgst á mćli í Reykjavík, en ekki raunverulegar hámarks-og lágmarksmćlingar, frá október 1915 og 1917 og fyrir 1915 eru nokkur dćmi um daglegan hita annars stađar á landinu, tekin úr veđurskeytum. Ţá má sjá fyrir Reykjavík hámarks-og lágmarkshita, međalhita (eđa međaltal hámarks-og lágmarkshita) árin 1959, 1946 og 1981 ásamt sólarhringsúrkomu og daglegan fjölda sólskinsstunda og fyrir árin 1959 og 1946 mesta og minnsta hita hvers dags á landinu en fyrir 1946 eru sýnd nokkur  há hitagildi sem mćldust  á veđurstöđvum en samfelld dagleg gildi fyrir ţađ ár liggur ekki fyrir. Í flipunum eru sem fyrr ýmsar athugasemdir. Já, hvađ skyldi nú standa í flipunum?

Nćsti ćsispennandi veđurpistill veđur um hlýjustu daga og köldustu í október.

Rslp19151018

1981-10-01_12

Rrea00119811001

Rslp19171025


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband