Bleikt og blátt

Er það ekki nafn á bersöglistímariti sem Kolbrún Halldórsdóttir vill láta banna? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þegar ég fyrst las fréttina datt mér ekki annað í hug en að það snerist um tímaritið.

Heidi Strand, 1.12.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mig minnir að hún hafi bara verið að þreifa sig áfram til að reyna að útrýma kynbundnu óréttlæti enda getur bleikt á stelpur og blátt á stráka ýtt undir kynjamyndir, staðalímyndanir og nektarmyndir.

Ég tel líklegt að í næsta fyrirspurnartíma spyrjist hún fyrir um hvort ekki megi nota strákanöfn á stelpur og stelpunöfn á stráka, að strákar fái að heita Sóley og Kolbrún og stelpum verði gefin nöfn eins Steingrímur og Geir. Þá færi engin að setja Steingrím í bleikan blúndukjóll og engin myndi vilja sjá einhvern Geir alsberan á forsíðu klámrits.

Benedikt Halldórsson, 2.12.2007 kl. 05:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Elskurnar mínar - bleikt og blátt eru fallegir litir - sama hvernig þeir eru notaðir - og ekki orð um það meir!

Eða þannig

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.12.2007 kl. 05:13

4 identicon

Það er nú afar stutt síðan þjóðin átti varla spjarirnar utaná sig.......ljósmæðurnar tóku af sér sjalið og vöfðu því utanum hvítvoðunginn. !

Verum minnug þess.

Margrét Sig (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 15:34

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Benedikt Halldórsson

Þú skrifar og ert líklega að grínast: "Ég tel líklegt að í næsta fyrirspurnartíma spyrjist hún fyrir um hvort ekki megi nota strákanöfn á stelpur og stelpunöfn á stráka,..."

En ég get sagt þér frá því að femínastaflokkurinn hér í Svíaríki (FI)ræddi það í fullri alvöru á síðasta landsþingi sínu að gera það að stefnu sinni að "könsneutralisera" skírnarnöfn þannig að stúlkur væru ekki lengur bundnar af því að heita stúlkunöfnum og sama gilti um stráka...

Jón Bragi Sigurðsson, 2.12.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband