Tilgangur í lífinu

Systur mínar heimsóttu mig í dag. Nei annars, ekki mig, heldur hann Mala minn. Þær dáðust að honum óskaplega og kjössuðu hann smjaðurslega. En mig forsmáðu þær gjörsamliga. Virtu mig ekki viðlits.

Hann Mali minn er nú ekkert smádýr lengur. Hann er orðinn stór og stæðilegur köttur og malar og malar hærra og snjallara með degi hverjum.

Og ég sem aldrei hef greint nokkurn tilgang með lífinu er nú loksins búinn að öðlast göfugan tilgang í því.

Tilgangurinn í lífi mínu er einfaldlega sá að mala nótt sem nýtan dag með honum Mala.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður væri betur köttur stundum.

H. Magnússon (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 02:43

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður malar ekki bara með köttunum sínum, maður er þjónn þeirra, færir þeim mat og stjanar við þá eins og konungborin eðaldýr 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2007 kl. 03:30

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta minnir mig á að einu sinni átti ég bók sem hét Kettir, sem Doris skrifaði, það voru bráðskemmtilegar smásögur. Og í annarri bók sem ég þýddi einu sinni, minnir mig, var köttur aðalpersónan. Sá hafði ekki mikið álit á mönnunum einkum þeim sem töluðu við hann á fíflalegu barnamáli svo ég hugsa að þessi aðferð sé kórrétt hjá þér.

María Kristjánsdóttir, 9.12.2007 kl. 09:37

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hlynur, ég kann ekki að gera (alvarlegar) athugasemdir á þínu bloggi, þarf leyniorð eða eitthvað?

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2007 kl. 11:52

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þá mátti nú ekki á milli sjá þarna í gær, hvor malaði meira, Mali en þú brósi. Ég hef ekki séð stoltari föður en þig, þegar Mali flaug um alla  íbúðina á töfraplastlokinu sínu.

Svava frá Strandbergi , 9.12.2007 kl. 15:47

6 identicon

Svolítið grautarlegt athugasemdakerfi. Ekki er þörf á aðgangsorði eða neinu slíku. Choose an identity - tékka við Nickname (villandi, getur allt eins verið rétt nafn) og slá inn skrítnu stafina í Word Verification ...

H. Magnússon (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 16:33

7 identicon

Glæsikøttur sem thu ått - eda å hann thig ?  Eg åtti einu sinni køtt og eg var aldrei alveg viss hver var eigandi hvers.......  Thad må annars einu gilda, til hamingju med ad hafa fundid tilgang med lifinu.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 16:51

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Sama sagði ég líka á sínum tíma. En þau eru mjög sæt saman :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 11.12.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband