Trúarbragðafræðsla í skólum

Í Morgunblaðinu í dag er merkileg grein um trúarbragðafræðslu í skólum. Í henni tekur Guðmundur Ingi Markússon trúarbragðafræðingur undir orð séra Þórhalls Heimissonar um slaka stöðu trúarbragðafræðinnar í skólum, allt upp í háskólastig og segir að það þurfi að styrkja stöðu trúarbragðafræðslunnar.

En svo kemur aðalatriðið. Guðmundur Ingi telur að í umræðunni undanfarið hafi lítill greinarmunur verið gerður á trúarbragðafræðum og kristnum fræðum. Og hann neitar því að kristinfræðin í kennsluefni íslenskra skóla falli undir trúarbragðafræði (og þar af leiðandi undir trúarbragðafræðslu, bæti ég við). 

Trúarbragðafræði, segir Guðmundur Ingi, er veraldleg fyrst og síðast. Kristin fræði falli hins vegar   undir trúaruppeldi. Það eigi að vera í höndum kirkjunar. Guðmundur telur að það sé grundvallaratriði að skólarnir séu veraldlegar stofnanir. Þeir eigi að sjálfsögðu að fjalla um kristna trú og kirkju og hlut hennar í menningu og sögu þjóðarinnar en það verði að vera af veraldlegum sjónarhóli trúarbragðafræðinnar. Hann nefnir síðan þær mörgu  veraldlegu fræðigreinar sem þau fræði sækja aðferðafræði sína til.  

Þarna finnst mér Guðmundur Ingi Markússon hitta naglann á höfuðið. Í nýársprédikun sinni sagði biskupinn að brýnt væri "að stórefla kristnifræði í skólunum, jafnframt aukinni fræðslu í almennum trúarbragðafræðum."

Hér sýnist mér að biskup vilji fyrst og fremst auka trúaruppeldi í skólum með því að stórefla þá kristnifræði sem þegar er fyrir í námsskrá og kennsluefni en samrýmist ekki hlutlausu fræðslustarfi en er fremur trúaruppeldi. 

Blasir þetta ekki við hvað þeir vilja: Fyrst mikil kristnifræði - trúaruppeldi - síðan einhver almenn fræðsla um trúarbrögð.

Og þetta held ég að sé einmitt grunntónninn hjá flestum þeim sem tekið hafa til máls undanfarið um Það að nauðsynlegt sé að auka kristinfræði í  skólunum. Meira trúaruppeldi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er kjarni málsins.

Þegar bænagangan alræmda strunsaði á Austurvöll og krafðist þess að kristnifræðikennsla yrði aukin var þetta fólk ekki að tala um hlutlausa trúarbragðafræði.  Það er alveg ljóst.

Matthías Ásgeirsson, 2.1.2008 kl. 10:46

2 identicon

Nákvæmlega.

Það getur enginn sagt mér að kristinfræði sé kennd á sama hátt og t.d. ásatrú í skólum. Þ.e. sem skemmtilegar sögur sem eru hluti af "þjóðararfi" Íslendinga en ekki sem sannleikurinn. Um það snýst þessi barátta en ekki það að allt sem mögulega getur talist kristið sé úthýst úr skólum landsins. En eins og Matthías benti á þá er það ekki það sem trúaðir, og þar á meðal augljóslega biskup Íslands, eru að berjast fyrir. Heldur það að Kristni sé innrætt í börn þessa lands sem hin eina rétta trú sem sé á einhvern hátt æðri öðrum trúarbrögðum eða trúarbragðaleysi.

Pétur Fannberg Víglundsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:09

3 identicon

Harry Potter er hættuminni og skemmtilegri lesning en trúarrit.
Raunveruleikinn segir mér að trúboð í skólum er ekkert nema nauðgun og afskræming á lífinu

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður, mig langar til að fá að troða hér athugsemd sem ég var að skrifa við færsluna um "kristin gildi", vegna þess að þegar ég ætlaði að senda var búið að loka umræðunni. Held að þetta ætti ekki að trufla þessa umræðu hér, þar sem þetta er nú frekar hlutlaus athugasemd og aðallega um fréttina sem þú gafst tengil á þar:

Fréttin á visir.is er merkileg. Það segir ekkert um hvenær verður byrjað að grafa, en það verður spennandi að fylgjast með (vonandi fáum við fréttir af því). Þetta er svona dálítið lík tilfinning eins og þegar menn leituðu "gullskipsins" hér um árið, sem aldrei fannst þó. Þá bjó ég austur á Klaustri, svo maður fékk þetta eiginlega beint í æð.

Þessi frétt fannst mér líka spennandi. 

Ætli ég sleppi svo ekki þátttöku í þessari umræðu, og snúi mér að búverkum, þar sem þetta umræðuefni er mér svo sem ekkert hjartans mál. Ég er meira að velta fyrir mér þessa dagana hvernig tengslum ríkis og kirkju er háttað. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En ég sé að þetta eru merkileg og þörf skrif hjá Guðmundi Inga Markússyni.  Gott innlegg í umræðuna, frá vel menntuðum manni á því sviði sem hún (umræðan) snýst mikið um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...því sviði sem umræðan SNÝST um (ætti að snúast um).

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Umræðan um kristnu gildin stóð í 3 daga og þetta er nú alveg orðið ágætt. Ekki getum við haldið áfram að jagast til eilífðarnóns!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 12:57

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er meðmæltur trúarbragðafræðslu þ.e. sögu trúarbragða og þá skal ekkert dregið undan í þeirri blóðugu sögu.  Almenna siðfræði skyldieinnig kenna, en vitfirringu kirkjulegs dogma og doctrina skal sporna gegn.  Þeir sem boða frekari áherslu á slíkt, seru ekki með réttu ráði. Ég botna ekkert í þessari meinloku í Biskupnum.  Hann heldur að Báknið hans standi og falli með því hvort hann næt til óvitanna með fabúlur sínar.  Nú er sannarlega mál að linni o ánægjulegt að heyra skynsemisraddir á borð við Guðmund Inga.

Annaðhvort kemur kirkjan inn í nútímann og hættir þessum þykistuleik og ritúali, eða hún mun lognast útaf. Það er óumfljanlegt og það veit Biskup mætavel.  Nú er komið tæm á alvarlega naflaskoðun á næsta kirkjuþingi og gott ef menn skilji kreddur sínar eftir heima á því þingi.

Snap out of it. -mundi kaninn segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2008 kl. 13:21

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir þetta með þér, Jón Steinar. Held að trúaðir )það er að segja fólk eins og ég, sem er ekki kristið að mati Jóns V.) verði að leggja traust sitt á að hófsamari prestar séu í meirihluta, og taki til sinna ráða þó friðsamir séu, ef kristnin á ekki að gjalda hið versta afhroð í nútímanum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 13:55

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Þú ert ekki kristin "að mati Jóns V." heldur benti Jón Valur einfaldlega á það í framhaldi af þinni eigin lýsingu á trú þinni. Það er einföld lýsing á því hver telst kristinn og hver ekki. Það kemur því ekkert við hvort þú teljir þig kristna. Það fer eftir því hverju þú trúir Gréta B. , ekki hvernig þú skilgreinir þig eftir eigin hugmyndum um hvað þú telur vera kristni. Ef allir gætu búið til eigin skilgreinigu þá væri voðinn vís. Það er nefnilega til leiðarvísir um hver trú manna er sem segjast vera kristnir - Biblían.

Hvernig færi um t.d. Sjálfstæðisflokkinn ef Ólafur R. Grímsson segðist vera sjálfstæðismaður, án þess að styðja við stefnumál hans ? Nóg væri að hann segðist vera sjálfstæðismaður, rétt eins og sá sem ekki er kristinn segist samt vera það, bara af því að honum finnst það ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 14:38

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Umræðan um kristnu gildin stóð í 3 daga og þetta er nú alveg orðið ágætt. Ekki getum við haldið áfram að jagast til eilífðarnóns!" 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 12:57

Ég kom að lokuðum dyrum þar upp úr kl. 12 í dag, en síðan hefur það gerzt, Sigurður, að þú hefur opnað þar aftur fyrir einum manni, gervi-doktornum "E", sem er með ósvífið guðlastsinnlegg þar kl. 13:01 í dag, og síðan hefurðu skellt aftur í lás! Og þá hlýt ég að spyrja: Ertu með þeim hætti að lýsa sérstakri samstöðu þinni með skoðunum "DoctorsE"? Ef ekki, opnarðu þá aftur á umræðuna?

Jón Valur Jensson, 2.1.2008 kl. 15:21

12 identicon

Ehhh Jón en guð er fjöldamorðingi... ég get ekki dýrkað fjöldamorðingja sem þar að auki hreykir sér af verkum sínum í sjálfsævisögu sinni, meira að segja hætti OJ Simpson við að gefa út bók um sín morð.... dannaðir en guð ha

P.S Ég er alveg örugglega Albert Einstein miðað við þig

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:30

13 Smámynd: Halla Rut

Umræðan um að kristnifræðsla (trúboð) í skólum sé óviðeigandi  og úrelt hefur kveikt eld í trúboðurum og fara þeir um sem aldrei fyrr. Hér er að myndast trúarofsi sem var mest í kyrrþey áður. Líst mér ekki á þessa þróun.

...Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir bloggvináttu á árinu sem er að líða....
 

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 15:37

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég opnaði ekki fyrir neinum Jón Valur af ásettu ráði. Þar kom bara einhver mistök til. Kerfið er stundum stirt og leiðinlegt. Ég hélt ég hefi lokað en það var þá allt galopið tók og ég varð að loka aftur en í millitíðinni slapp þetta komment inn. Sparaðu því dylgurnar Jón  minn, annars verð ég að loka á þig! Ég lýsi ekki yfir stuðningi með einum eða neinum. Mínar skoðanir koma hér fram í mínum orðum og ekki með öðrum hætti. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 15:42

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, gleðilegt ár og takk sömuleiðis Halla Rut!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 15:48

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kerfið er ekki svo stirt, Sigurður, og það opnar sig ekki sjálft, svo mikið er víst. Lokað var það upp úr 12, en þessi náungi komst samt inn eftir það! Þetta eru ekki dylgjur, heldur staðreyndir. Og spurning að gefnu tilefni er heldur ekki dylgjur. Mér þætti vænst um að heyra eða sjá þig segja, að þú sért ekki skoðanabróðir "DoctorsE", sem sennilega er mesti guðlastari Moggabloggsins.

Jón Valur Jensson, 2.1.2008 kl. 15:57

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ættu ekki sumir að snúa sér að því að stjórna eigin bloggsíðum og láta aðra í friði með sínar. Hætta líka að útbía athugasemdakerfi annarra með ofstopa, fanatík, frekju og yfirgangi.

Mér skilst að guðlast sé lögbrot svo JVJ getur hæglega kært E og alla hina sem eru ekki undirgefnir jábræður ef honum blöskrar málflutningur þeirra. Hann hefði þá nóg að gera það sem eftir væri ævinnar.

Svo á maður sem miskunnarlaust lokar á ip tölur þeirra sem eru honum ekki sammála ekkert með að hnýta í fólk sem í sakleysi sínu setur endapunkt á umræðu sem fór út í subbuskap og öfgafullt skítkast. Moggabloggið er oft stirt og ófullkomið og skýring Sigurðar er mjög trúverðug.

Blogg Sigurðar Þórs Guðjónssonar er eitt hið al-athyglisverðasta á Moggablogginu og það er mikil synd að sjá það útbíað af ofstæki, fordómum og hatri.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:11

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ertu að draga orð mín í efa Jón Valur? Ertu að segja að ég sé að segja  lesendum þessarar síðu ósaty?  Kerfið hjá mér í dag hefur verið til mikilla vandræða hvað sem er á þinni tölvu og þetta gerist því miður alloft. Þú hefur þekkt mig í 20 ár og veist alveg að ég er einfær um að tjá mínar skoðanir sjálfur og þarf ekki aðra til þess.  Víst eru það dylgjur að spyrja með þjósti hvort maður sé á einhvern hátt að lýsa yfir samstöðu með skoðunum sem þér er ekki að skapi og annar maður setti fram. Þér verður svo ekki kápan úr því klæðinu að ég svari spurningu þinni við þessar aðstæður en ef þú hefðir spurt með ljúfmennsku hefði ekki staðið á svari alveg eins og ég svaraði honum Guðsteini sem ég hef nú samþykkt að gera að bloggvini mínum.  Já, þú mátt svo túlka þetta svarleysi eftir þínu höfði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 16:11

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Lára mín, á dauða mínum átti ég von fremur en þessum hamförum við bloggfærlsuna um kristnu gildin. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 16:25

20 identicon

Já Sigurður gerðu Jón kátan með því að segjast ekki skoðanabróðir minn, segðu að þú elskir Jesú og guð.. segðu það SEGÐU ÞAР:)
Sorry stóðst ekki mátið, þetta lá svo beint fyrir ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:30

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst svo að þessi ágæta grein Guðmundar Inga verðskuldi burðugri athugasemdir en hér eru að koma fram.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 16:42

22 Smámynd: Óli Jón

Það er ekki hægt annað en að vera sammála Guðmundi Inga í þessum efnum. Trúarbragðafræði á að kenna á hlutlægum og faglegum grunni þar sem hinir ýmsu straumar og margvíslegustu stefnur eru kynntar og ræddar. Kristnifræðin á ekki erindi í skólana enda eiga þeir ekki að vera ábyrgir fyrir trúarlegu uppeldi skjólstæðinga sinna. Það eiga þeir foreldrar að gera sem telja slíkt fyrirhafnarinnar virði og ef svo er, þá standa þeim fjölmörg úrræði til boða.

Í mínum huga er trúleysið hið náttúrulega ástand sem maðurinn fæðast í, en eftir efnum og aðstæðum á hann að geta tekið afstöðu til trúar þegar hann hefur þörf og þroska til. Þá á hann að vera nestaður með almennum upplýsingum um alla þá flóru trúarinnar sem í boði er. Ef ríkistrú Íslendinga er jafn ágæt og forvígismenn hennar segja að hún sé, þá er einsýnt að hún þurfi ekki neina meðgjöf í leikskólum landsins.

Óli Jón, 2.1.2008 kl. 16:54

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mitt í orrahríð um opin-lokuð kerfi:

Prédikari;

Það er aldeilis frábært að þið Jón Valur skulið vita upp á hár hver er kristinn og hver ekki. Væntanlega mun starfsorka ykkar nýtast vel sem aðstoðarmenn Lykla-Péturs við að gaumgæfa aðvífandi sálir er leita eftir inngöngu í himnaríki, þegar þar að kemur.

Líklega verð ég þó ekki í þeim hópi, þar sem ég hef þegar verið dæmd.

Annars var hér lagt upp með umræðuefnið "trúarbragðafræðsla í skólum", svo sennilega er best að halda sér til hlés svo sem hæverskri konu sæmir. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:11

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Það eru ekki bara við Jón Valur sem vitum þetta. Það vita allir sem kunna að lesa og nota þá kunnáttu sína til þess að lesa Heilaga Ritningu án þess að snúa út úr orðunum þar. "Lykla Pétur" , eins og þeir vita sem hafa lesið Biblíuna, hefur ekkert með það að gera hverjir fá inngöngu á efsta degi inn í eilífðarríki Drottins. Af þeirri ástæðu einni saman þá er ekki um neinar stöður aðstoðarmanna hans að ræða. Svo er ekkert öruggt að Jón Valur eða sá sem hér ritar komist þar inn þegar þar að kemur. Menn eru breyskir. En bókstafurinn stendur óhaggaður til leiðbeiningar þeim sem vilja fara eftir honum og tileinka sér boðskap Drottins og reyna sitt besta til að fylgja honum. Þeim sem hrasa  býðst að taka við náð Drottins og fyrirgefningu, eftir iðrun og bæn þar um og hefja göngu sína með Drottni á ný með einlægan ásetning í hjarta sínu að hrasa ekki á nýjan leik. Menn muna eftir því þegar Drottinn Jesú sagði eftir fyrirgefningu viðkomandi, að sá skyldi fara og syndga ekki framar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 17:25

25 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Það er sorglegt þegar fólk getur ekki tekið þátt í umræðu um gagnleg málefni án þess að kasta skít í allar áttir. Það eru athyglisverðar myndir sem Predikarinn og einkanlega DoctorE draga upp af sjálfum sér og sínu innræti. Þeir eru ekki öfundsverðir af þeirri innréttingu.

Guðbjörn Jónsson, 2.1.2008 kl. 17:56

26 identicon

Lykla Pétur, Hans og Gréta, Litla gula hænan.. er þetta ekki allt sama tóbakið, það finnst mér

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:57

27 identicon

Hver er sú sorglega mynd Guðbjörn.. er það að ég trúi ekki gömlum ævintýrum eða er það að ég segi fólki frá öllu því ljóta sem guð á að hafa gert samkvæmt eigin ævisögu... rosalega sorglegt að hugsa ekki í kassa ha

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:58

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er ekki ofsögum sagt að hér á moggabloggi fara "umræður" út um allar koppagrundir...

Það mætti kannski huga að því að kenna rökræðu í leikskólum, frekar en bænir. Þannig mætti öðlast von um frelsun frá þrætubókarlist á blogginu, og landinu almennt.

(Þessa athugasemd mína álit ég vera fullgilt innlegg í skólaumræðuna. )

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 18:05

29 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

""DoctorsE", sem sennilega er mesti guðlastari Moggabloggsins."

Nei andskotinn, ég hef alveg sofið á verðinum, ég verð að taka mig á. Guð er þríhöfða samkynhneigður skápahommi og kynskiptingur (sem btw er hið besta fólk) 

Jæja JVJ, ég býð eftir annaðhvort kæru eða titli.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 2.1.2008 kl. 18:07

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skammastu þín Sigurður að leyfa ekki Jóni Val að ráðskast með það hverjir ganga um athugasemdakerfið þitt.   Það er vísast hinn æðsti draumur að geta þaggað niður í öllum skynsemisröddum eins og költið  hans gerði með góðu og illu hér í den.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2008 kl. 18:18

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðbjörn Jónsson : Það lítur út fyrir að þú hafir ekki lesið um hvað innlegg mitt fjallaði. Gréta Björg sagði sjálf um miðnætti : "en ég trúi alla vega ekki að sá líkami hafi orðið uppnuminn til himna!"

Jón Valur benti þá á hina einföldu staðreynd að sá sem segir svona er ekki kristinn eftir skilgreiningu Biblíunnar.

Hvert er skítkastið og hvert er innrætið sem þú útbýtir í upphrópun þinni án nánari skýringar á því hvað þú átt við. Ertu á leiðinni með að gera þig slagorðasegg eins og ýmsir vantrúaðir hafa tileinkað sér. Upphrópanir um fólk án skýringa eða röksemda sem standast sannleiksskoðun ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 18:29

32 Smámynd: Vendetta

Prédikari: Gréta Björg er mjög góð bloggvinkona mín, bæði skynsöm og vitur. Ef hún telur sig vera kristin, þá er hún það í augum okkar, sama hvað bókstafstrúaraular eins og þú og Jón Valur raula eða tauta.

Reyndu að lesa athugasemdir annarra með öðru en gleraugum heimsku og þröngsýni.

Vendetta, 2.1.2008 kl. 19:40

33 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæri DoctorE

Það er langt frá því að ég hafi hug á að banna þér að birta myndina af þér eins og þér finnst þú þurfa. Manninum var fengið vald yfir huga sínnum og falið að taka sjálfur ákvarðanir um gjörðir sínar, svo það er ekki mitt að taka neitt slíkt frá þér. En fyrst við erum farnir að ræðast við, þá væri fróðlegt að vita hvað hefur sært þig svo djúpu sári að þér finnit þú þurfa að særa aðra til að ráð bót á því?

Hafir þú lesið ævisögu Guðs, ert þú líklega eini maðurinn í allri sköpuninn sem það hefur gert. Þá er bara spurningin um; hverjum  sagði Guð sögu sína og hvenær?

Guðbjörn Jónsson, 2.1.2008 kl. 21:13

34 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Kæri Predikari!

Ég skal viðurkenna að ég las fljótt yfir listann með skrifunum og virðist hafa mislesið eins og þú bendir á , Ég bið þig að fyrirgefa mér frumhlaupið. 

Guðbjörn Jónsson, 2.1.2008 kl. 21:18

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vendetta, ég þakka þér fyrir þín hlýju orð í minn garð.

Mér er satt að segja alveg sama þó einhverjir kalli mig ókristna. Mín trú er mín persónulega trú og ekki til útvörpunar eða boðunar fyrir alþjóð, þó svo ég leyfi mér stundum að láta uppskátt um hana að einhverju leyti.

Eins og ég hef víst margsagt hér í bloggheimum þá er mjög hrifin af mörgu sem Albert Einstein hefur sagt um trú og trúarbrögð. Eins reyni ég að tileinka mér það sem ég tel best í trúarbrögðunum, en sleppa því sem mér líkar miður.

Skoðað út frá þessu er það rétt hjá þeim kumpánum sem hér hafa skrifað að ég geti ekki talist sannkristin, samkvæmt formúlunni, enda kom ég út sem "unitarian universalist" í amerískri könnun á netinu. 

Persónulega er ég höll undir þessa speki:

"This is my simple religion. There is no need for temples; no need for complicated philosophy. Our own brain, our own heart is our temple; the philosophy is kindness." - Dalai Lama 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 21:27

36 identicon

Ef þú vilt fara út í hártoganir um það sem ég meinti þá skulum við bara kalla bókina ferilskrá guðs skrifuð af fjarstýrðum mönnum sem vekur undrun mína því hann skapaði himin og jörð en getur ekki komið sínum áherslum betur áfram og á auðtrúanlegri máta en þetta.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:44

37 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðbjörn Jónsson : Að sjálfsögðu er þér fyrirgefið, enda sýndist mér hvort eð var að þér hafi eitthvað mislesist.

Greta Björg Úlfsdóttir : Maður er annað hvort kristinn eða ekki. Síðan er til fólk sem vinsar það úr kristindómnum sem það telur sig vita betur Drottni um það hvernig það iðkar trú sína. Það er vissulega hverjum og einum frjálst, en það gerir menn ekki kristna fylgi þeir ekki þeim einföldu leiðbeiningum sem okkur eru gefnar í Orði Hans. En eins og kunnugt er þá gaf Hann okkur frjálsan vilja og þröngvar engum til að hlýða, en eins og Drottinn sagði lærisveinunum þá ber okkur að fara og gera allar þjóðir að lærisveinum og kynna fagnaðarerindi Hans. Það gera margir, en fáir eru jafn duglegir að kynna mannskapnum á þessum slóðum Orð Guðs en Jón Valur. Hitt er að eftir að þeirri kynningu er lokið og á framfæri komið er auðvitað hverjum og einum frjálst að gera upp hug sinn gagnvart Drottni. Afleiðingar þess á hvorn veginn menn velja eru kunnar og ætti ekki að koma neinum á óvart.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 22:51

38 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ókei, ókei, ókei, prédikari, ég er ekki kristin, ef það gerir þér rórra.

Hún snýst nú samt, sagði Galilei.

Sveimér, ef mann fer ekki að gruna að þú sért runninn undan rifjum einhvers prakkarans. Af hvermu ættirðu annars að vera með skrípamynd af presti sem höfundarmynd?

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:57

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

hvermu=hverju

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:58

40 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Hitt er að eftir að þeirri kynningu er lokið og á framfæri komið er auðvitað hverjum og einum frjálst að gera upp hug sinn gagnvart Drottni. Afleiðingar þess á hvorn veginn menn velja eru kunnar og ætti ekki að koma neinum á óvart."

Samkvæmt því sem þú segir á fyrir mér að liggja að stikna í vítislogum, eða engjast í hreinsunareldi...úllala......best að fara að æfa sig og bregða undir sig betri fæti til suðlægra slóða, með vorinu...

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:05

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Nei það gerir mér ekki rórra. Mér er annt um að þú komist í eilífðarríkið á efsta degi. Vildi gjarnan í ljósi þess að þú tækir við fagnaðarerindinu ómenguðu í hjarta þitt.

Það er nú frekar ég, Jón Valur o.fl. sem gætu eignað okkur þá tilvitnun þína í Galíleó eins og þú setur hana fram. Kristnin er ómenguð eins og hún er í Orði Guðs, Biblíunni, þrátt fyrir útleggingar þínar og annarra.

Enginn er ég prakkarinn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 23:05

42 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæri DoctorE!

Það er fjarri mér að vera með hártoganir. Ég er hins vegar að velta fyrir mér, í framhaldi af því sem ég sagði áðan um að manninum hefði verið áskapaður frjáls vilji og að verða að stjórna huga sínum sjálfur. Þegar allir íbúar jarðarinnar eru þessum eiginleikum gæddir, er þá ekki ljóst að Guð er ekki að stjórna neinun af því sem mennirnir gera?

Einu gleðst ég Þó innilega yfir.  En það er að Guð  veitir orku sinni ómælt til að halda hjarta þínu gangandi, þó þú hafir enga trú á honum.

Guðbjörn Jónsson, 2.1.2008 kl. 23:06

43 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Vítislogarnir eilífu eru nú meira hræðsluáróður en að þeir hafi Biblíulega stoð. Aðal málið er að þeir sem ekki taka við Drottni munu ekki í eilífðarríkið komast, hinir munu deyja án þess mögulega. Að eilífu dánir, án möguleika til vistar í ríki Drottins. Eilífur eldur í Víti er meintur sem að sú hreinsun sér til þess að viðkomandi er að eilífu búinn að útilokast frámöguleika í eilífðarvistinni með Drottni. Sjá eilífan eld Sódómu & Gómorru. Þar loga ekki eldar enn að eilífu. Heldur eru þær borgir horfnar að eilífu, með eldi sem sá til þess.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 23:13

44 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Prédikari, ertu búinn að gleyma undir hvaða kringumstæðum Galilei á að hafa sagt þetta? Þú getur aldeilis ekki gert þessi orð að orðum ykkar félaganna, sem verjið hugmyndir miðaldakirkjunnar af krafti:

"Galileo was required to recant his heliocentric ideas; the idea that the Sun is stationary was condemned as "formally heretical." However, while there is no doubt that Pope Urban VIII and the vast majority of Church officials did not believe in heliocentrism, heliocentrism was never formally or officially condemned by the Catholic Church, except insofar as it held (for instance, in the formal condemnation of Galileo) that "The proposition that the sun is in the center of the world and immovable from its place is absurd, philosophically false, and formally heretical; because it is expressly contrary to Holy Scriptures", and the converse as to the Sun's not revolving around the Earth.[60]

Wikipedia: Galileo Galilei#Chuch Controversy 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:23

45 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Prédikari,

Nújá, það eru þeir einir sem játa sömu trú og þið Jón Valur, o.fl., sem öðlast eilíft líf/framhaldslíf með Drottni og Jesú, í dýrlegum ljóma?

Hinir steikjast ekki í vítislogum, heldur eru þeir útilokaðir frá dýrðinni einungis með því að fá að rotna í gröf sinni í friði og spekt og vera ekki lengur til öðru vísi en sem ormsmatur og á endanum mold.

Ég hugsa að margur trúleysinginn sé nú bara nokkuð sáttur við það. Þar sem ég hef nú ekki orðið vör við að þeir sæktust sérstaklega eftir framhaldslífi, heldur létu sér þetta líf nægja.

Þarna ber þó nýrra við, að menn þurfi ekki að taka út refsingu hinum megin. Það hefur mér alltaf skilist að væri ykkar kenning.

Ein spurning: Mátt þú skrifa athugasemdir í bloggið hans Jóns Vals, þar sem þú gefur ekki upp rétt nafn? Samanber þetta sem stendur þar: "Nafnlausar athugasemdir ókunnra manna eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar [...]."

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:37

46 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég á nú ekki eitt einasta aukatekið a ... orð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 23:39

47 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eða kannski veit Jón V. hver leynist á bak við hempuna? 

"Enginn er ég prakkarinn"

Nei, séra Gilitrutt heiti ég. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:42

48 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú hlýtur að vera kristinn, Sigurður, sem varast að segja a-orðið upphátt!....

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:45

49 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Ég sagði : "tilvitnun þína í Galíleó eins og þú setur hana fram. Kristnin er ómenguð eins og hún er í Orði Guðs, Biblíunni, þrátt fyrir útleggingar þínar og annarra."

Þarna er átt við tilvitnun þína og annarra um málefnin sem voru til umfjöllunar. Þar er átt við ykkur í hlutverki ákæranda Galíleós. Það er kannski rétt sem þú sagðir um að bæta ætti kennslu í rökræðu við námsefni leikskóla.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.1.2008 kl. 23:51

50 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Preddi,

Hm, ég var nú bara að svara seinustu athugasemdinni á undan minni, sem var beint til mín persónulega,...svo það sé á hreinu að þetta var ekki meint sem innlegg í umræðuna um skóla.

Hér með lýsi ég því yfir að ég er ekki kristin.

(engin tilvitnun)

Ánægður?

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.1.2008 kl. 00:03

51 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég segi það með þér Sigurður.  Ma ma maður nær þessu bara ekki. Þar sem tveir eða þrír koma saman í hans nafni verður allt vitlaust.

Ég hef fengið sæmilega reiðilestra hér og fordæmingar og jafnvel hætti Guðsteinn vinur minn memm, af einhverri óskiljanlegri ástæðu nokkrum kommentum eftir að hann játaði kærleika sína til mín.

VICarIVs fILII DEI, Jón Valur hefur bannfært mig og ég sé ekki að ég eigi nokkra möguleika á mannsæmandi eftirlífi fyrir að vera að opna á mér ginið.  Svona er nú gæfan fallvölt. Og ég sem er að springa úr kærleik til þessa fólks.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2008 kl. 00:05

52 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jón Steinar, ég saknar nú hreinlega Samhyggðarinnar eftir að hafa verið söxuð niður af Prédikaranum! ...

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.1.2008 kl. 00:25

53 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einhverra hluta vegna grunar mig að viðskilnaðurinn við jarðneska tilveru muni koma mörgum trúleysingjanum ánægjulega á óvart, á meðan margir "sannkristnir" muni verða fyrir sárum vonbrigðum.

Þetta hafði sá mæti maður Mohandas Gandhi að segja um kristna:

"I like your Christ, I do not like your Christians. Your Christians are so unlike your Christ. "

Ljóð eftir pabba minn: 

Mennirnir byggja múra
múra sér jafnvel klefa
með veggi úr eldföstum efa
Gluggi er ýmist enginn
ellegar hálflokuð rifa
- Svo dúsa menn þarna dauðir
daga sem eins mætti lifa

~ Úlfur Ragnarsson

Og stolin og stílfærð saga:

Hefurðu heyrt um prestinn sem kom til Himnaríkis, og móðgaðist vegna þess að Jesú var ekki mættur að taka á móti honum, eins og hann bjóst við? Þá sagði Lykla-Pétur við hann: "En góði minn, þú getur ekki hitt Jesú svona til reika, það myndi líða yfir hann, því þú hefur gleymt að fara í bað áður en þú komst!"

Að lokum:

Það getur enginn keypt sér einkasýningu eða betri sæti á Guð, þó einhverjir virðist álíta að það sé hægt, með því að líta nógu mikið niður á náungann!

Læt ég með þessum orðum lokið þátttöku minni í þessari "umræðu", sem því miður var leidd langt frá upphaflega umræðuefninu og lengst út í móa af tveimur sjálfskipuðum siðapostulum, sem ég verð þó að segja að eru þeir mestu kverúlantar sem ég hef kynnst um dagana. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.1.2008 kl. 04:21

54 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Hafi einhver leitt umræðuna út í móa, þá ert þú búin að vera dugleg að koma með yfirlýsingar sem leiddu jafnvel umræðuna "lengst út í móa" þegar þér var svarað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2008 kl. 04:26

55 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Greta Björg Úlfsdóttir : Þú ert greinilega komin út úr spíritistaskápnum þínum ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2008 kl. 04:33

56 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Athugasemdafresturinn er um það bil að renna út. Annars getur víst allt gerst því kerfið er en dyntótt, þetta er t.d. í annað sinn sem ég geri þessi athugasemd, þegar ég gerði hana áðan kom hún ekki ninn en skilaboð um það að þessi síða væri ekki aðgengileg!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 09:48

57 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og hana nú!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband