Vinsamleg tilmæli

Jæja, þá eru allir búnir að taka niður jólaljósin. Fínt er! En þá er að tendra kærleiksljósin í hjartanu (hélduði að þið slyppuð svona billega) í einum grænum og láta þau skíðloga hvað sem tautar og raular allt þetta herrans ár. 

Ætlar einhver að mótmæla þessu? Ætlar einhver að lifa hortugu og kærleikssnauðu lífi það sem eftir er ársins?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigurður.  Nú er ég í stökustu vandræðum þar sem ég vildi gjarnan fara að þínum tilmælum og taka niður jóla ljósin, en skyldi þá ekki beiðni frá Goslokanefnd hér í Eyjum sem fer fram á, að við skerbúar höldum áfram að tendra ljósin til 23. janúar. Þá eru einmitt35 ár frá byrjun Heimeyjar gosins. Hvað er til ráða?   

Þorkell Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Nú ertu í klípu, Siggi.  Veitirðu undanþágur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það getur varla nokkur lagt í að mótmæla þessu, enda ein af fallegustu hugmyndum í hótunarformi sem ég hef heyrt/lesið

Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 12:37

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég hafði nú hugsað mér skemmtilega blöndu af auðmjúkri ósvífni og hatrammri hjartagæsku jafnvel eitthvað fram á góuna.

Svavar Alfreð Jónsson, 7.1.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Undanþága veitt Keli enda eru Vestmannaeyingar guðs sérvalda útkjálkaþjóð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 14:22

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hortugur og kærleikssnauður heiti ég því

að í heiminn kem ég endurborinn

vandræðin í.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svo þú ert af öðru þjóðerni en við hin...!  Það vissi ég ekki.

Þetta er þriðja eða fjórða vísan sem ég sé eftir Heimi í athugasemdum víðsvegar í dag. Allar góðar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 16:44

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Takk Lára Hanna:

Langt hún Lára Hanna fer

leiðir hvern sem er.

Bara ef vissi

svo vitið ei missi,

hver hún í rauninni er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 20:22

9 identicon

Alveg örugglega einhver!

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband