Stutt og laggott

Nú ætla ég að bæta fyrir síðustu langloku og vera bara stuttorður og koma mér beint að efninu:

Ég hef ekkert að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Óvenjulegt en hressandi.

Júlíus Valsson, 6.3.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lognið á eftir storminum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta gæti nú líka verið lognið á undan næsta stormi. Ég vona það að minnsta kosti.

Sæmundur Bjarnason, 6.3.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyndinn!! Nú sprakk ég úr hlátri  og frussaði hérna yfir lyklaborðið

Marta B Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 00:25

5 identicon

Það er nú yfirleitt mennta- og menningarelítan sem skrifar og les bloggið, alla vega það sem er mest lesið, elsku kallinn minn. Flestir þeirra 25 vinsælustu hér eru háskólamenntaðir, þar af tveir doktorar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 03:27

6 identicon

Sorrí! Doktorarnir Jón Valur og Vilhjálmur Örn hafa fallið smávegis niður vinsældalistann frá því í gærkveldi, þannig að flestir 35 vinsælustu bloggaranna hér eru háskólamenntaðir, þar af tveir doktorar, eða þá í yfirmannastöðum eða einkarekstri. Hugsanlega er það sama uppi á teningnum með þá 100 vinsælustu og það kæmi mér ekki á óvart.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 04:09

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Bloggið þitt, Sigurður, er einsog sjávarföllin. Nú er stórstraumsfjara...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.3.2008 kl. 07:43

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Öndun Bhramans?

Júlíus Valsson, 7.3.2008 kl. 08:41

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það þarf enginn að vera sorrí. Ég sagði aldrei að menntamenn blogguðu ekki og það getur vel verið að þegar þeir blogga séu þeir öflugir bloggaraar. Ég held reyndar að bloggarar séu oft menntaðir. En mér finnst oft anda fálæti frá þeim mörgum út í blogg, ''ég les ekki blogg'' segja þeir, ekki síst meðal listamenna, ef þeir teljast til menntamanna. Hvar eru allir menntamennirnir, fræðingarnir, háskólamennirnir, rithöfundarnir (sem ég tel til listamanna) á blogginu? Þeir eru bara á stangli. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 09:49

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Rithöfundar sem ég tel til menntamanna á að standa þarna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 10:50

11 identicon

Auðvitað hefurðu rétt fyrir þér í þessu, Siggi minn. Snobbhænsnin gagga á sínum prikum og verpa eggjum, sem eru spæld í Mogganum og étin þar af öðrum snobbhænsnum af bestu lyst. Þannig gengur þetta í snotran hring.

En mennta- og menningarelítan er allsráðandi hér á blogginu, eins og í Mogganum, sýnist mér nú eftir að hafa litið snöggt yfir vinsældalistann hér. Og snobbhænurnar eru líka hér á blogginu. Þær eru alls staðar, Siggi minn. Margar þeirra líta jafn mikið niður á Moggann og Moggahænsnin líta niður á bloggið. Og slatti af hænum verpir á báðum stöðum í stórum hlöðum.

Hér er þverfótað fyrir alls kyns verkamannabloggurum, frystihúsa- og skúringakellingum. Þær eru ekki allar pólskar. Er Moggabloggið þá plebbablogg? Ekki nú aldeilis. Þeir sem ekki eru hámenntaðir bloggarar hér, jafnvel doktorar í Guði og því sem er neðanjarðar, eru flestir annað hvort hátt settir yfirmenn í stórfyrirtækjum eða í einkarekstri.

Og þessar stéttir hafa gapað um bú- og búksorgir sínar í bókum um aldir en prentarastéttin hafði ekki undan að koma því öllu á þrykk. Þess vegna var bloggið fundið upp. Og það telst nú varla mjög plebbalegt að skrifa hér hverja færsluna á fætur annarri um Mozart, Schubert og fagurbókmenntir. Þannig er það nú.

En ég er ekki að halda því fram að þú sért snobbaður, enda þótt þú tilheyrir menningarelítunni, eða sitjir alla vega við fótskör hennar. Að öðru leyti er ég sammála þér, Siggi minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:44

12 identicon

Hallgerður, Siggi er besti penninn hér á blogginu að mínu mati. En ég skrifa aðallega athugasemdir hjá Jens Guði og Auði Ingólfsdóttur frá Akureyri.

En nú þarf ég að kaupa í kveldmatinn handa undirrituðum og kettinum sem kemur inn um stofugluggann í sólskini.

Bið að heilsa formóður þinni og nöfnu. Hún var kona að mínu skapi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:01

13 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég botna bara ekkert í þessu.

Yngvi Högnason, 7.3.2008 kl. 19:38

14 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mér fannst langa færslan of stutt - og þessi of löng :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 8.3.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband