Oft ratast kjöftugum ...

Snjódýptin í Reykjavík í morgun var 11 cm og sú mesta í apríl síðan 1996.  

Ég skrifaði á blogginu fyrsta mars:  

"Hláku er spáð eftir helgina. Mér finnst endilega að þessi vetrartaktur sé ekki þar með búinn, aftur muni sækja í sama farið svona  nokkurn vegin út mars. Kannski lengur. Kannski miklu lengur."

Oft ratast kjöftugum satt á munn. Og það sést ekki enn út fyrir þetta vetrarástand.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég dauðskammast mín fyrir að hafa skrifað um sumarveður nýlega af fljótfærni. Ráðlagði þó syni mínum í blekkingarástandinu að setja ekki sumardekkin undir bílinn, eins og hann langaði að gera.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég held að það sé kallað hrafnahret,hretið sem kemur á eftir páskahretinu og er líklega engin nýlunda.

Yngvi Högnason, 9.4.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

...og á eftir páskahretinu og hrafnahretinu kemur hvítasunnuhvellurinn.

Svavar Alfreð Jónsson, 9.4.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: haraldurhar

   Sæll Sigurður.   Það væri fróðlegt ef þú gætir fundið út hversu oft, á sl. 100 árum hefur gert hvell þann 9. apríl.

haraldurhar, 10.4.2008 kl. 20:13

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það get ég ekki fundið. En bendi á þetta  þar sem sjást kort frá 1949.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.4.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er orðið stutt í vorið núna. Held samt að vorið verði í kaldara lagi þetta árið.

Marta B Helgadóttir, 10.4.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband