Er vorið virkilega að koma?

Vorið hefur farið sér hægt. Meðalhitinn í Reykjavík það sem af er apríl hangir varla í meðaltalinu og er þetta þó sá landshluti þar sem einna hlýjast hefur verið. Á Akureyri er meðalhitinn næstum því heilt stig undir frostmarki og vel undir meðallagi. Snjór er víða mikill eins og um hávetur væri, jafnvel syðst á landinu, í Mýrdal. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum hefur ekki verið talin alauð jörð það sem af er mánaðarins. Snjólaust er þó á suðurlandsundirlendi, víða á suðvesturlandi og á stöku stað á vesturlandi.

Þessi þurra og kalda norðan-og norðaustanátt sem hefur ríkt lengi er sannarlega orðin óþolandi.

Það þurfti einmitt að koma þetta veðurlag sem nú er spáð. Ef spáin gengur þá eftir.

Jafnvel þó hún geri það er ég hóflega bjartsýnn um að vorið sé komið til að vera. En er á meðan er.


mbl.is Vorið kemur á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sótti grillið í kjallarann í gær og setti út á svalir. Skrifaði bloggfærslu þar sem ég sagði að núna sé vorið komið.

Sit svo hérna daginn eftir að drekka kaffi, komin í skíðagallann og er í þann mund að leggja af stað í Skálafellið.

Íhaldssemi er ekki í eðli Íslendinga. Vegna sviptinga í veðrinu hljótum við að hafa óvenju góða aðlögunarhæfni. Annars væri maður lemjandi hausnum við steininn æði oft.  

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband