Ekki minni vá en loftslagsógnin

Í Morgunblaðinu í dag er yfirlætislaus  frásögn, sem ekki er á vefútgáfunni, af ráðstefnu sem er nýlokið um vá sem steðjar að heimshöfunum vegna ofveiði og mengunar. Fram kom að 75% allra fiskistofna væru annað hvort ofveiddir eða verði fyrir rányrkju. Mannkynið sækir einn fimmta af próteinsþörf sinni í fisk og þessi ofveiði ógnar því lífsmöguleikum miljóna manna. Gífurleg mengun sem kemur í hafið frá ám og fljótum ógnar einnig lífríki hafsins. Sumir eru svartsýnir á framtíðina og telja að heimshöfin séu að "deyja". 

Ef það gerist er einnig úti um mannkynið.

Hvernig stendur á því að þessi vá og mörg önnur sem að mannkyninu steðjar fær svo að segja enga umfjöllun í samanburði við það fár sem geisar um loftslagsmálin?

Er svo komið að gegndarlaus áherslan sem lögð er á loftslagsmálin sé farin að standa almennri umhverfis-og náttúruvernd fyrir þrifum?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það skyldi þó ekki vera?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 18:04

2 identicon

Ég skrifaði mastersritgerðina mína um deilur á alþjóðlegum hafsvæðum og las á þeim tíma allt sem hönd á festi um fiskveiðar, ofveiði og þær hættur sem steðja að umhverfi hafsins. Sjaldan urðu prófessorar og fræðimenn sem ég hlustaði á jafn niðurdregnir og svartsýnir og þegar þeir töluðu um þann vanda sem steðjaði að vistkerfi sjávar.

Hins vegar er svo sem ekkert hægt að slíta þetta í sundur sem aðskilin vandamál, þar sem víxlverkun í náttúrunni er svo margslungin. 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Svo skal böl bæta, að benda á e-ð annað. Við helmingi mannkyns blasir hungursneyð á næstu mánuðum sökum snarhækkandi verðs á matvælum, verði ekkert að gert. Á meðan eyða „hinar staðföstu þjóðir“ milljörðum monnípenínga í stríðsrekstur um allar jarðir...

Í uppHAFI skyldi endinn skoða.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.4.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Varðandi víxlverkun í nátturinni þá sýnist mér einmitt alarmistar í loftslagsmálum lítið skeyta um hana eða yfirleitt nokkuð nema hækkun hitastigs.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.4.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Jonni

Ég held nú reyndar að þessi loftlagsvá komi einmitt til vegna þess að mönnum hitni svo mikið í hamsi við að þrautræða þetta mál að það sé hin raunverulega orsök hnatthlýnunar. Ef menn væru aðeins yfirvegaðri í málflutningi sínum gæti verið að váin myndi gufa upp.

Jonni, 14.4.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: halkatla

hlutfall þess sem skiptir máli í fréttatímum er sorglega lágt!

halkatla, 15.4.2008 kl. 19:52

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, Anna Karen! Ert þú enn á lífi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband