Kemur þægilega á óvart

Það hefur vakið mér undrun hvað margir nenna að lesa bloggið mitt eftir að það breyttist í vissa tegund af veðurbloggi og ég lagði niður allt ónytjungshjal og aumlegt þvaður.

Furðu margir af hysterískum aðdáendum mínum hafa því reynst vera vitsmunaverur eftir allt saman.

Það kemur mér þægilega á óvart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vitmunaverur er kannski over statement, en við erum að reyna

halkatla, 16.5.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: halkatla

og ég gleymdi s-inu bara til að sanna mál mitt ;)

halkatla, 16.5.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vissi að þú tækir við þér!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sigurður, það er ekki alveg víst, að allir geri sér grein fyrir því, að veðurfar er hápólitísk umræða.

ÞEgar gott er veðrið á kjördag, gengur okkur Íhaldsmönnum vel.

Sumir sem eru ,,vinstramegin" segja það vera vegna þess, að þá nenni okkar fólk á kjörstað en við Íhaldsmenn af Guðsnáð vitum, að það er vegna þess, að þá er OKKAR veðurfar.

Gaman að lesa þig, bæði í pólitíkk svona venjulegri og veðurfarslega

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.5.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eins og ég hef áður sagt er ég hysterískur veðuraðdáandi - en ég krefst þess engu að síður að fá aftur ónytjungshjalið og aumlega þvaðrið! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.5.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sem hýsterískur aðdáandi þá verð ég að játa að ég kem vongóð inn á þessa síðu nánast daglega í von um eitthvað bitastætt.  Eins og t.a.m. slúður um Þórberg og annað skemmtilegt.

Er ekki mjög í veðrinu en ég læt mig hafa það.

Aðdáunin á síðueiganda hefur rænt mig allri skynsemi.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 19:29

7 identicon

Það er alltaf jafngaman að sjá þig og kattarafmánina á Netinu - hvað svo sem veðrinu líður. Bestu kveðjur.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:33

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aumingja Míó Krítarköttur, er nú líklega dauður, fyrsti kötturinn í lífi mínu og enginn afmán!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 19:39

9 Smámynd: Yngvi Högnason

Kveðja af botninum.

Yngvi Högnason, 16.5.2008 kl. 20:49

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Meðtekið Yngvi úr hæstu hæðunum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 20:54

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Það eru heilmiklir vitsmunir fólgnir í einföldu veðri.

Júlíus Valsson, 16.5.2008 kl. 22:49

12 Smámynd: halkatla

ætli þetta endi ekki í veðurofsa?

halkatla, 16.5.2008 kl. 23:17

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski í gjörningaveðri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 23:22

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er alltaf að bíða eftir meiru af ónytjungshjali og aumlegu þvaðri. Ég veit að þú byrjar einhvern tíma á því aftur. Þangað til læt ég mér veðurbloggið nægja, en er mjög fljótur að lesa það.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 23:35

15 Smámynd: Bumba

Mikið er ég feginn að heyra og sjá að þú ert farinn að taka þátt í vitsmunagreinignunni aftur. Láttu ljós þitt skína sem aldrei fyrr og láttu okkur auma bloggara heyra það. Með beztu kveðju.

Bumba, 16.5.2008 kl. 23:43

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Allir geta talað um veðrið ...

Ágúst H Bjarnason, 16.5.2008 kl. 23:46

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En engir af viti nema þessar fáu vitsmunaverur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 23:49

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég kann ónytjungshjalinu afskaplega vel.

Marta B Helgadóttir, 16.5.2008 kl. 23:59

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er bara hysterísk og þoli ekki vitsmunalegt blaður um veður!

Heiða B. Heiðars, 17.5.2008 kl. 10:49

20 identicon

Jæja.. ég réði við ruslpóstvörnina. .-) Annars er góða veðrið í dag.

Jón H. Eiríksson (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 11:24

21 Smámynd: Júlíus Valsson

Maður getur jú orðið hysteriskur í gjörnungaveðri

Júlíus Valsson, 17.5.2008 kl. 13:28

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Heiða, var einhver að segja að þú værir vitsmunavera?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2008 kl. 18:57

23 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei það segir aldrei nokkur kjaftur að ég sé vitsmunavera!! Hvernig stendur eiginlega á þessu?!

Heiða B. Heiðars, 17.5.2008 kl. 20:21

24 Smámynd: halkatla

ég er illa svikin, þið eruð ekkert að tala um veðrið og ég fer jafn ógáfuð héðan og ég kom :(

halkatla, 17.5.2008 kl. 20:25

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Anna Karen, þetta er lognið á undan vitsmunastorminum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2008 kl. 20:49

26 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Verður varað við vitsmunastorminum svo við vanvitarnir getum vafrað í var?

(Hvað eru mörg vöff í því...?)

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:56

27 identicon

Ég er sammála henni Jenný Önnu og Sæmundi.

Páll Bjarnason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband