Ár liðið

Já, í dag er ár liðið frá því ég eignaðist engan annan en hann Mala. Þá  var hann þriggja mánaða. Helga systir og Eva dóttir hennar komu með hann í búri ásamt systur hans. Ætlunin var þröngva öðrum hvorum kettinum upp á mig. Ég valdi Mala sem þá hét að vísu ekki Mali. Miklar umræður fóru fram á blogginu um það hvað hann ætti að heita og margar snjallar uppástungur komu fram. En nafnið kom af sjálfu sér eftir nokkra daga. Ég hef aldrei vitað kött sem malar eins oft og eins hátt og hann Mala. Hann var því auðvitað skírður Mali og ber nafn með réttu. 

Það eru aldeilis tímamót að hann Mali sé búinn að vera hjá mér í heilt ár. PICT2372

Ég hef ekki orðið samur maður og hann ekki samur köttur. 

Ég er allur rifinn og tættur en hann er með brotna rófu eftir að hann datt ofan af svölunum á fjórðu hæð eins og heimsfrægt varð á blogginu og þó víðar væri leitað. Allir urðu rosalega sjokkeraðir! En skottið hans Mala hefur alveg jafnað sig og er lengra og listrænna en nokkru sinni fyrr.

En ég mun hins vegar aldrei bíða þess bætur hvernig hann hefur bitið mig og klórað alltaf hreint. 

Mali er orðinn eins konar lógó þessarar bloggsíðu. Án hans læsi hana ekki nokkur kjaftur nema þessir tveir sem skoða veðurfærslurnar og svo er Zoa sú þriðja sem fær alltaf hláturskast þegar hún skrollar niður þær síður. 

Án Mala væri nú lítið mal í tilverunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

prrrrrrr!  Til hamingju með kattarárið.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Didda

Til hamingju með árið með Mala...já og allt klórið og malið

Didda, 3.9.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Áttu ekki nóg af sótthreinsispritti og plástrum? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með köttinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 10:59

5 Smámynd: Beturvitringur

"Nú árið er liðið í aldanna skaut..."

Beturvitringur, 3.9.2008 kl. 11:45

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mjá

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 13:12

7 identicon

Ég er sammála - lífið hjá manni hefur ekki orðið samt eftir að litlu katteskjurnar komu inn í það.  Eitt af því sem gefur lífinu gildi.  Á mínu heimili höldum við litla kisulóran ekki vatni yfir Átrúnaðargoðinu okkar, honum Mala.

Malína (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:21

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju með bévítans óargardýrið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.9.2008 kl. 14:56

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju með að hafa átt sæta köttinn þinn í heilt ár. Bit og klór er bara þroskandi.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:50

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, allt nema yfirklór.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 19:51

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var að skoða myndina betur. Ég sé ekki betur en að hinn kettlingurinn sé ansi líkur henni Kötlu hvolpastelpu... svona í litfræðilegum skilningi.

Á morgun eru tveir mánuðir síðan ég fékk Kötlu... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 20:06

12 identicon

Já, vel á minnst - hvað varð um systur hans Mala?  Ég vorkenni henni mikið að hafa ekki orðið fyrir valinu (snökt ).  Kisan mín er einmitt afgangskettlingur úr stóra systkinahópnum sem enginn vildi eiga - öll systkinin úr hópnum voru valin framyfir hana...  

Malína (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:22

13 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að lesa um Mala og tilkomu hans. Því miður er erfitt að kenna gömlum ketti að hætta að klóra og bíta, það hefðirðu þurft að taka föstum tökum strax og þú fékkst hann. Hvæsa geðillskulega á hann í hvert skipti sem hann byrjar að sýna slíka takta.

Og meðan ég man -- og á við blogg þitt hér á undan: Stardalur er á Kjalarnesi (norðurbæ Reykjavíkur) en ekki í Mosfellssveit og hefur aldrei verið.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 3.9.2008 kl. 21:28

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þessa ábendingu um Stardal Sigurður! Ég er nú bara að grínast með bitin og klórin hana Mala,. Hann er frábær og  góður köttur. Systir hans er margra barna móðir. Hún býr á Bifröst.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 21:37

15 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 Til lukku með árið ykkar saman.

Marta Gunnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:16

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með Malaárið.

Svava frá Strandbergi , 4.9.2008 kl. 00:22

17 Smámynd: halkatla

þau eru bæði svo undurfögur, en þeirra biðu vitaskuld ólík örlög

halkatla, 4.9.2008 kl. 00:35

18 identicon

Heill og sæll; Sigurður, og aðrir skrifarar !

Til hamingju; með þennan árs áfanga, ykkar fóstra. Megið þið, lengi enn, njóta samfélags hvors annars.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:37

19 Smámynd: halkatla

(Ó-nei! )

halkatla, 4.9.2008 kl. 00:41

20 Smámynd: halkatla

Það liggur við að mig langi til að skrifa athugasemdina aftur! Ég verð að hætta að skrifa orð sem byrja á þ. Nimbus má vinsamlegast eyða þessum athugasemdum eða ekki... nema þeirri fyrstu

halkatla, 4.9.2008 kl. 00:44

21 identicon

Mundu bara Sigurður minn, að börn og dýr vilja aga!!! 

Edda (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 01:24

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali var alinn upp í strangkristilegum aga þó hann vildi hann alls ekki. Dagurinn byrjar með stífum morgunbænum, þá eru iðrunarbænir, þá matsmálsbænir, síðdegisbiblíusögur, kvöldbænir, iðrunarbænir hinar meiri eftir syndir og lögmálsbrot dagsins og loks er spanksreyrsstrangleika bænir með tilheyrandi verklegum upplifunum fyrir svefninn. Eftir þessum gegnumheila kristilega skikk er Mali orðinn bljúgur köttur og frómur og bítur aldrei nema drottni til dýrðar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2008 kl. 07:09

23 identicon

Til hamingju með árið ykkar saman!!

alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:33

24 identicon

Nú grenja ég af hlátri hreint og beint

z (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 17:04

25 identicon

Ég sé að ég þarf að mjálma aðeins í eyrað á honum Mala áður en þú rústar honum með kristilegri iðrun.
Kristileg iðrun er nefnilega svona þykjustu plat iðrun sem kristnir nota til þess að komast til gudda.... ómögulegt að kisulingurinn falli vegna þessa sko.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband