Niður með valdsstjórnina!

Það fór eins og ég sagði í síðasta bloggi að einu aðgerðir ríkisstjórnarinnar við mótmælunum, kröfu fólks um kosningar, aðgerðir gegn fjárglæpamönnum og mörgu fleiru, yrðu þær að efla lögregluna og viðbúnað hennar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það einmitt í dag: 

''Ef að mótmæli verða harðari og mótmælendur einbeittari í því að brjóta á bak aftur valdsstjórnina þá þarf að útbúa hana þannig að hún geti tekist á við það viðfangsefni, bæði með tækjum og mannafla."

Þetta skilst alveg. Dómsmálaráðherra er það efst í huga að berja á mótmælendum af enn meiri hörku en var í gær. Hann segir um aðgerðir lögreglunnar; ''að lögreglan hafi haldið afar vel á málum og neyðst til að grípa til aðgerða sem hann vilji helst ekki að gripið sé til hér á landi.''

Það er samdóma álit allra þeirra sem blogguðu um þessa atburði í gær, bæði á Moggablogginu og annars staðar, svo og eftir vitnisburði manna í fréttaviðtölum í sjónvarpi, að lögreglan hafi upphafið ofbeldi fullkomlega af tilefnislausu. 

Björn Bjarnason er því hreinlega að ljúga framan í þjóðina um ástæurnar fyrir aðgerum lögreglunnar. Hann hlustar heldur ekki á þjóðina af því að hann skynjar  hana ekki . Hann fyrirlítur þjóðina en skynjar einungis hagsmuni þeirrar valdastéttar sem hann er hluti af. Og hugur hans fer ekki framhjá neinum. Hann ætlar að svara kalli þjóðarinnar um kosningar og um einhverjar aðgerðir gegn stórglæpamönnum sem vaða uppi með dólgshætti og hroka með enn meira ofbeldi. Vopnuðu ofbeldi sem getur drepið.

Þetta er það sem hann er að boða í reynd ef mótmælunum verður haldið áfram.

Mótmælunum mun verða haldið haldið áfram. Það skal hann vita. Mótmælunum veðrur haldið áfram þangað til að hann og aðrir þeir sem gerðu landráðamönnunum kleyft að fremja landráð sín og hafa haldið hlífiskildi yfir þeim í reynd til þessa dags hafa lagt niður völd. 

Mótmælendur ættu að setja dómsmálaráðherra algjörlega í herkví. Gera honum ókleyft að mæta í  vinnuna til að skipuleggja stríð sitt gegn þjóðinni.

Taka hann úr sambandi. 

Og þannig á að afgreiða alla ráðherra ríkisstjórnarinnar, hvern af öðrum. Þingfundi hefur nú verið aflýst. Það er gott. Mótmælin eru farin að hafa alvöru áhrif. Það er ekkert gagn af þessu skrípalega þingi. 

Það má ekki gefa valdsstjórninni neinn vinnufrið af því að við viljum ekki þessa stjórn. 

Niður með valdstjórnina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband