Og hvar er þá réttlætið

Fjórtán íslenskir heimspekingar sendu í vetur frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla um það að réttlæti nái fram að ganga í íslensku samfélagi.  Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars:

''Réttlætiskrafan lýtur fyrst og fremst að því að sannleikurinn verði leiddur í ljós, að engum verði hlíft við því að horfast í augu við mistök eða misgjörðir ef um slíkt er að ræða og að opinská umræða fari fram um þær ákvarðanir sem ýmist stuðluðu að hruninu eða dugðu ekki til að koma í veg fyrir það. Krafan um réttlæti er oft einnig krafa um makleg málagjöld þeirra sem brotið hafa af sér. ''

Um daginn sagði svo geðlæknir í sjónvarpi eitthvað á þá leið að það færi verst með þjóðina ef henni fyndist hún ekki upplifa neitt réttlæti.

Í Silfri Egils í gær hafði Ragnar Önundarsyni litla trú á því að okkurt réttlæti næði fram að ganga. Gunnar Smári Egilsson sagðist hins vegar trúa því að sakamál væru framundan og byggð yrði ný Kvíabryggja til að hýsa þá sem dæmdir yrðu.

Krafan um réttlæti virðist vera ákaflega sterk meðal þjóðarinnar. Og rannsókn mála má ekki dragast svo úr hömlu að hún fari að leita útrásar á óæskilegan hátt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sem geðlæknirinn sagði um réttlætið er það sem þjóðin er að bíða eftir.Við erum öll að bíða eftir því að geta haldið áfram með lífið. Fá einhvern útgangspunkt eða skýringar til að geta miðað út frá. Það er einhvern veginn allt saman í biðstöðu í þjóðfélaginu og fólki líður illa . Svo eru margir að velta fyrir sér að stjórnvöld hafi ekki sagt okkur allan sannleikann um stöðu mála.Á hverju eigum við von?????

Ína (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:18

2 identicon

Ef sökudólgarnir í þessu messi öllu saman verða ekki látnir gjalda glæpa og klúðursverka sinna... well þá getið þið gleymt því að fá nýtt ísland...... sama gerist ef sömu flokkar og eru nú á þingi halda áfram að vera á þingi... nothing will happen, nema cover up.
Síðan lekur spillingin niður allan þjóðfélagsstigan og við á kafi í skít 1  2  & bingó
við sjáum td framsókn... flokkur sem gat ekki fylgt eigin gildum áratugum saman... kemur inn einhver spúkí formaður og BIRKIR Byrgis klúðrari er VARAFORMAÐUR, og þeir segjast vera endurfæddir og syndlausir með öllu hahahah... so funny

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: TARA

Þetta verður alltaf gamla góða Ísland, en hitt er svo annað mál að við viljum betri tíð og betra efnahagsástand og nýja stjórnendur á ýmsum opinberum stöðum....og auðvitað viljum við öll réttlæti og fá að halda áfram með lífið eins og það var áður en allt hrundi, vegna örfárra gráðugra eiginhagsmunaseggja....

TARA, 9.2.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband