Hið fullkomna jólaveður

Lítið út um gluggann! Einmitt svona vil ég að jólaveðrið verði. Eins og það er núna. Einmitt svona skýjafar með svona skammdegissólskini. Einmitt svona vindhraði eins og var á hádegi sem gefinn var upp sem 0 metri á sekúndu á túni Veðurstofunnar. Einmitt þetta hitastig, þessi notalegu tvö stig í plús. Og einmitt svona snjóföl (enn betra væri samt enginn snjór).

Þetta er hið fullkomna  jólaveður í mínum huga.

Nú er ég í hógværð minni og lítillæti að taka saman yfirlit um jólaveðrið í höfuðstaðnum alveg frá 1907 og það mun birtast hér á síðunni fyrir jól. Gaman, gaman! Jólin koma! Jólin koma!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband