Formaður Framsóknar er aumingi

Það vakti athygli að á sjónvarpsfundinum í gær hvatti formaður Framsóknarflokksins Óskar Bergsson til að opna bókhald sitt upp á gátt.

Í fréttum áðan var sagt að formaðurinn hefði afturkallað þessa beiðni. Hann ræddi víst við Óskar flokksbróður sinn sem fullvissaði hann um að allt væri í sómanum.

Flokksformaðurinn hefur gert sig að fífli og í mínum augum missir hann það traust sem ég á honum hafði.

Hélt að hann væri heiðarlegur maður með bein í nefinu.

Svo reynist hann bara vera aumingi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Valsól (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:55

2 identicon

Það yrði of mikill álitshnekkir fyrir Framsóknarflokkinn að upplýsa um Eyktar-mútuféð og spillinguna núna, svona rétt fyrir kosningar.  Þeir munu hafa vit á því að þegja um það þar til að kosningum loknum.  Flokksmenn eru ennþá að vonast til að flokkurinn þurrkist ekki út í komandi kosningum.

Ég viðurkenni að mér leist ágætlega á Sigmund Davíð áður en hann gékk til liðs við Framsóknarflokkinn.  Þetta hefur bara verið downhill síðan fyrir grey strákinn.  Í mínum huga fara orðin Framsókarflokkur og heiðarleiki ákaflega illa saman.  Gleymum ekki að þetta er flokkurinn sem fóstraði landráðaliðið Halldór Ásgrímsson, Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson og Álgerði.

Malína (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:11

3 identicon

Ég hef samúð með fólki eins og ykkur...

Vonast eftir málefnalegri gagnrýni í framtíðinni...

Einar Freyr (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:22

4 identicon

Þarna fór síðasti naglinn í líkkistuna hjá Maddömu-Framsókn.

J.þ.A (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:33

5 identicon

Heill og sæll Sigurður!

 Er þetta innlegg í umræðu af þinni hálfu?

Er málefnalegt gjaldþrot vinstri manna algjört?

Virðingarfyllst

Gunnar

Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:39

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hvers var maðurinn að biðja hann um að opna bókhaldið ef hann dregur það til baka daginn eftir?Þetta er ekki málefnaleg rökfærlsa í þessari færlsu og ætlar sér það ekki. Hún er játning og ábending.Ég held að þið ættuð ekki að vera að setja ykkur á háan hest.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 22:02

7 identicon

Gunnar : Hvað er svona ómálefnalegt við þetta innleg?

Eru einhver ósannindi þar að finna?

Hvaða álit heldur þú að fólk almennt hafi á manni sem gengur á bak orða sinna?

Björn I (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:03

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir að þetta var lélegt hjá Sigmundi Davíð.

Gestaþraut:

Sá sem getur fundið nafnalista yfir miðstjórnarmenn og -konur í Framsóknarflokknum fær (h)rós í hnappagatið!

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2009 kl. 22:06

9 identicon

Elskurnar mínar

Þetta er svo morgunljóst.

Formanninum lagar ekki á þing.  Þar er leiðinlegt að vera. Auðvitað gerir hann hvað sem er til að komast ekki á þing.

Það að biðja Óskar þennan Bergsson að opna bókhaldið í beinni útsendingu var beiðni sem gat valdið vinsældum.  Það vill formaðurinn auðvitað ekki.  Þess vegna er allt lok, lok og læs í dag.

Ásta B (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:12

10 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sigmundur formaður gerði ein mistök í gær, sem eru ófyrirgefanleg í pólitík

Hann var ærlegur.

Bæði hvað varðaði afstöðuna til þess, hvort hann hlyti náð fyrir augum kjósenda og hvað varðaði Óskar Bergsson. Óskar Bergsson sýndi Sigmundi fram á, að hann hefði ekki haft neina stöðu til að greiða götu Eyktar innan borgarkerfisins og því þyrfti hann ekki að opna bókhald sitt, hvað prófkjörið varðaði. Það segir okkur það eitt, að nafn Eyktar er að finna í því bókhaldi og Sigmundur Davíð hefur þjónað okkur á sinn hátt.

Sigmundur Davíð er enginn aumingi frekar en margir aðrir, sem fólk svalar sér á nú um stundir. Hann hefur sýnt ferskar framsóknarhliðar og virðist mér laus við ok arfleifðarinnar, sem er svo ríkt í flokki hans.

Ef þið viljið ráðríkan ofbeldissegg við stjórnvölinn í stjórnmálaflokki, þá veljið þið annan en Sigmund Davíð.

Sigurbjörn Sveinsson, 15.4.2009 kl. 22:31

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki þarf að taka allt orðalag alveg bókstaflega, en mér finnst það óþarfi að bakka svona léttilega. Ég hef mætur á Sigmundi og varð því mikið um.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 22:38

12 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sigmundur er voða krúttlegur. Og varaformaðurinn hefur heldur vaxið í áliti hjá mér. Löngu hættur að kalla hann litla gamalmennið í flokknum. Sumir voru yfir sig hneykslaðir þegar Birkir Jón var staðinn að því að spila póker. Mér fannst það nú bara allt í lagi. Fáeinar krónur skiptu um hendur milli nokkurra vina. Hitt pókerspilið er öllu verra. Mennirnir sem spiluðu hátt með peninga sem þeir áttu ekkert í ganga lausir. Þeir höfðu belti og axlabönd og gátu ekki tapað öðru en þýfinu sem þeir stálu frá okkur. Hvernig væri nú að tala almennilega við þessa pilta. Þó hart sé í ári er enn til vatn og brauð til að fóðra þá á.

Sigurður Sveinsson, 16.4.2009 kl. 09:40

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll nafni þakka þér fyrir að halda þessu vakandi. Óskar hefur verið allan hringinn við borðið en þó aðallega borgarmegin í seinni tíð. Ég spurði vegna þess að ég vissi að hann hafði þegið persónulegan styrk, sem hann vill ekki upplýsa hvað var hár, þrátt fyrir beiðni þar um. Mér hefur verið tjáð að Óskar muni játa þetta eftir kosningar og það er kannski rétt að gefa honum tilfinningalegt svigrúm.  Mér segir hugur að það verði breyting á uppröðun fyrir næstu borgarstjórnakosningar eftir eitt ár.

Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband