Þegar siðareglur bresta

Það sem er óhugnanlegast við þetta er  það að læknar og sálfræðingar unnu með leyniþjónustu Bandaríkjanna við að brjóta fangana niður.

Þetta minnir óneitanlega á það hvernig læknisfræðin var misnotuð herfilega af nasistum í þriðja ríki Hitlers.

Kjarni málsins er þetta sem fram kemur í fréttinni:

„Heilbrigðisstarfsfólkið sem tók þátt í verkefni CIA braut lögin og sverti þann siðferðislega grundvöll sem læknisfræðin og sálfræðin hvílir á,“ sagði Frank Donaghue, framkvæmdastjóri samtakanna Physicians for Human Rights, læknasamtaka sem berjast fyrir mannréttindum.

„Svipta á sálfræðinga og lækna sem staðnir verða að því að hafa tekið þátt í pyntingum starfsleyfi til frambúðar,“ sagði Donaghue í harðorðri gagnrýni sinni á aðferðirnar.''

Mér skilst samt að ekki verði blakað við neinum af þeim sem viðriðnir voru pyntingarnar.

En stærsta spurningin er sú hvers vegna siðareglur heilbrigðisstétta haldi ekki þó sérstakar aðstæður skapist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt hjá þér. manni verður vissulega hugsað til Dollan & co.

greinilega var einhverjum boðnir nógu feitir tékkar. þá voru sáttmálar og eiður hjóm eitt.

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband