Öfgar og misræmi

Í gærdag varð mestur hiti á landinu 12,0 stig á Þingvöllum. Í nótt varð mesta frost á landinu -6,3  stig - á Þingvöllum. Þar var frost samfellt í nótt frá miðnætti og þar til milli klukkan 7 og 8 í morgun. Á hádegi var hitinn þar kominn upp í 9,1 stig og ekki ólíklegt að hann fari bráðlega yfir 10 stig.

Þetta eru miklar sveiflur. 

Ég sé ekki betur en nokkurt misræmi sé í  upplýsingum Veðurstofunnar á netsíðu hennar um snjóhulu og snjódýpt. Á Íslandskorti eru nokkrar stöðvar, jafnvel staður eins og Skógar undir Eyjafjöllum, taldar alhvítar en í töflu um snjóhulu og snjódýpt sést að þær eru annað hvort alauðar eða jörð flekkótt af snjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

20 stiga dægursveifla virðist einmitt vera nokkuð algeng á Þingvöllum í hægviðri og heiðríkju.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.4.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband