Boomerang dómsmálaráðherra og hungurverkfall

Nú ætla ég aðallega að velta þessu máli fyrir mér út frá einu sjónarmiði.

Maðurinn hefur neitað að undirskrifa yfirlýsingu um það að hann neiti að þiggja læknishjálp þegar hann missir rænu. 

Þegar þar að kemur - ef að því kemur - er hætt við því að hann verði látinn á sjúkrahús þar sem læknar líti svo á að gefa beri honum næringu í æð af því að hann neitaði því ekki skriflega. 

Geri læknar það eru þeir að taka afstöðu með stjórnvöldum í því að beygja manninn. 

En verknaðurinn hungurverkfal og orð mannsins eru alveg fyllilega skýr yfirlýsing um vilja hans  um það að hann sé reiðubúinn til að deyja fremur en gefast upp.

Auðvitað vona allir að lausn finnist á máli mannsins og til þess þurfi ekki að koma að hann deyi. En valdbeiting lækna í skjóli yfirvalda án þess að tekið væri á málinu að öðru leyti væri fullkominn auðmýking á honum. 

Haft var eftir dómsmálaráðherra í sjónvarpsfréttum að það væri alvarlegt mál að fara í svona hungurverkfall. Hún hefur víst efni á því í öruggu skjóli ríkisvaldsins að vera með slíkar ásakanir  í  garð hælisleitandans. Og ekki þarf hún víst að óttast viðbrögð samráðherra sinna. En það er víst ekki alvarlegt mál hvernig framkoma yfirvalda hefur verið í garð hælisleitenda.  

Ráðherrann sagði einnig að svo virtist sem hælisleitandinn þekkti íslenskt réttarkerfi ekki nógu vel. Ég spyr: Gera íslensk yfirvöld nokkuð í því kynna það fyrir hælisleitendum? Svarið er  augljóslega nei úr því vanþekkingin birtist svona ótvírætt. Yfirlýsingar ráðherrans hitta hana því sjálfa fyrir eins og boomerang.   

Mér dettur ekki í hug að hafa opið hér fyrir athugasemdir til þess að allt fyllist af hatri og svívirðingum um þennan mann og aðra hælisleitendur.


mbl.is Ætla allir í hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband