Hvíldinni fegin

Nú er ég að hugsa um að hvíla mig á bloggi. 

Ég er ekki í neinu stuði. Ánægjan yfir að blogga hvarf í haust.  Það sem hefur haldið mér við efnið upp á síðkastið er það að mér finnst dálítið gaman að vera í sambandi við ýmsa sem  gera athugasemdir.

Nú finnst mér bara vera orðið verulega óþægilegt að blogga. Mér dettur líka aldrei neitt í hug til að blogga um. Auk þess er þetta allt saman hálfgerð uppgerð. Ekki get ég bloggað um það sem er mér ætíð efst í huga: Dauða og Devil! Allt er að fara fjandans til og ekki nenni ég að tuða með öðrum um það.  

Já, ég er búinn að fá hundleið á þessari opinberu veröld. Kominn tími til að snúa sér að einhverju sem er meira uppbyggilegt.

Ég verð hvíldinni feginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband