Fyrirgefning

Fólk biður aðra fyrirgefningar þegar því finnst það hafa gert eitthvað á hluta þeirra eða sært þá.

Það kemur innan frá.

Stundum skilja menn ekki að þeir hafi gert eitthvað á hluta annars fyrr en þeim er bent á það eða viðkomandi lætur uppi að þeim sárni.  Þá rennur upp fyrir þeim ljós og  þeir biðjast afsökunar.  Í sumum tilfellum biðjast menn meira að segja afsökunar jafnvel  þó þeir skilji  samt ekki að þeir hafi sagt eða gert eitthvað særandi. En þeir bregðast við því að sá sem fyrir var finnist það og virða þannig tilfinningar hans.

Það er hins vegar vafasamt hvort fyrirgefningarbeiðni sem knúin er fram utan frá án þess að nokkur hugur fylgi máli eða tilfinning fyrir öðrum hjá þeim sem biður þeirrar fyrirgefningar hafi nokkurt gildi. 

Rök hafa verið færð fyrir því af ýmsum að svokallaðir síkópatar hafi verið algengir í viðskiptaheimi veraldarinnar síðustu árin. Slíkir menn finna aldrei til iðrunar og eru gjörsneyddir samkennd með öðrum.

Þetta er kannski skýringin á því að engir íslenskir viðskiptajöfrar hafa beðist afsökunar á einu né neinu en fremur varið gjörðir sínar.

Verður bara ekki svo að vera.

Þvinguð afsökunarbeiðni frá síkópötum er verri en enginn.

Datt þetta í hug vegna Hólaræðu fjármálaráðherra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef á stundum bölvað því að vera ekki siðlaus eins og svo margir...
Ég gæti haft það svo miklu betra... en ég bara gæti ekki lifað með sjálfum mér vegna.

Afsökunarbeiðnir skipta mig ekki neinu máli þannig lagað, ég er hvort sem er búinn að fyrirgefa alles eftir mjög stutta stund, nenni ekki að vera reiður og fúll... waste of time.
Skiptir mig engu máli þó fjárglæpamenn biðji mig afsökunar, ég vil bara að þeir taki út sína refsingu og að eignir þeirra verði gerðar upptækar... after that: Fuck them.... per se ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Okkur vantar fleiri Kalvinista í viðskiptalífið.

Sigurbjörn Sveinsson, 18.8.2009 kl. 16:15

3 identicon

Sigurður.

Ekki vil ég fyrirgefningu frá þeim, þeir kunna hvorki að finna til með öðrum né skammast sín:http://www.hare.org/links/saturday.html

Elle E. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband