Veðrið í hundrað ár um jól og áramót í Reykjavík og fyrir norðan

Í tilefni hitametanna er þest að birta hér töflur með hita, sól og úrkomu yfir alla jóladagana, gamlársdag og nýjársdag í Reykjavík frá 1907 og frá Akureyri frá 1949 en fyrir þann tíma hef ég ekki aðgang að daglegum gögnum um þann stað. Hins vegar eru hér upplýsingar um hita og úrkomu á Hallormsstað frá 1937 til 1948. Veður er ekki alltaf það sama á þessum stöðum en oft er það svipað og Hallormsstaðatölurnar ættu  að gefa bendingu um ástandið á norðausturlandi og jafnvel norðurlandi á jólunum þetta tímabil.

Fyrir Reykjavík eru því miður litlar sem engar upplýsingar á lausu um hitann árin 1924 til 1934, aðeins þegar mestur hiti eða kuldi viðkomandi desembermánaðar hefur fallið á jóladagana, en hins vegar upplýsingar um sól og hita. 

Úrkoman er hér auðvitað í mm og sólarstundir í klukkustundum. Menn skulu athuga vel að úrkomutölur við hvern dag er úrkoma sem mældist frá kl. 9 þann dag til kl. 9 daginn eftir. Þegar úrkomudálkur er auður hefur ekki komið dropi úr lofti en núllið stendur fyrir vott af úrkomu sem ekki var þó mælanleg. Þá skal nefnt að sól á Akureyri mælist aldrei um jólin  vegna þess að fjöllin byrgja hana.

Nýjársdagurin er auðvitað alltaf  á næsta ári miðað við þá ársetningu sem er við hver jólin í töflunum.  

Meðalhitinn er þarna raunverulegur meðalhiti fyrir Akureyri og Hallormsstað en í Reykjavík til ársins 1949. Frá 1935 til 1948 er hins vegar meðaltal hámarks-og lágmarkshita viðkomandi dags en árin 1907 til 1919 er um að ræða meðaltal mesta og minnsta álesturs á hitamæli frá því snemma morguns þar til seint á kvöldi, ekki raunverulegs lágmarks-og hámarkshita. Hvað athugist.

Á blaði tvö á viðhangandi töflureiknisskjali með þessari óvenjulegu og sómasamlegu bloggfærslu má sjá mestan  hita á landinu hvern hátíðardag frá 1949 en því miður er ekki hægt að sýna hvar hann mældist og líka verður minnstur hiti að vera úti. 

Það sem hér er framborið er tekið eftir Íslenskri veðurfarsbók 1920-1923, Veðráttunni 1947-2002, Veðurfarsyfirliti frá 2003 og áfram og loks eftir smágögnum á lausum blöðum sem að mér hefur verið gaukað af þeim Veðurstofumönnum. 

Loks er alveg yfirvofandi að hér á síðunni birtist upplýsingar um hvít jól og rauð jól síðustu 70 árin og lengur þó.

Ég hef orðið var við að sumir fatta ekki að opna excelskjölin. Klikkið, klikkið! Klikkið á skrána tengda þessari bloggfærslu. Opnið, opnið! Og þið munið ekki loka aftur! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband