Djöfullinn

Ég er skíthræddur um að djöfullinn hafi undirokað mig eins og komist var að orði áðan í útvarpsmessu í Ríkisútvarpinu frá Hvítasunnukirkjunni. 

Prédikarinn segir hallelúja og amen í öðru hverju orði.  Hann virðist raunar vera annað hvort alvarlega heilaskaðaður eða þroskaheftur.

Samt fær hann að prédika í boði Ríkisútvarpsins.

Af hverju fæ ég, virkilega skýr maður með stórar meiningar, aldrei að prédika í Ríkisútvarpinu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að skemmta mér við að horfa á Gunnar Á krossinum í gær.. hallelúja í öðruhverju orði.. og svo eitthvað "jeminnem" orð sem ég var ekki alveg að ná.
Ég hugsaði einmitt hvað karlinn væri rosalega skaddaður + eitthvað fólk sem gekki í hringi um sviðið eins og hauslausar hænur :)

Ég mæli sterklega með því að ríkisútvarpið hætti að útvarpa svona rugli, fái þig & aðra til að segja okkur eitthvað fræðandi og skemmtilegt í stað þess að varpa út heimskuvæðingu yfir landann.. við megum ekki við meiri  heimsku á þessu skeri :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 11:58

2 identicon

Sæll Sigurður.

 Þetta háttalag sem þú nefnir er mjög tíðkað
af heilagsandahoppurum og sýnir því miður að þú
átt ekki séns í að komast í Ríkisútvarpið.

Ljósið í myrkrinu er þó að vinsældir bloggsins mældust
í sæti 66 í gær og nú er að bíða og sjá hvað setur á
morgun því ekki vantar nema eina tölu uppá að
þú ráðir fleiru en þú sennilega sjálfur kærir þig um!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til að sanngirni sé gætt var þetta ekki sá sem flutti prédikunina sem ég á við  (prédikunin var tiltölulega hefðbundin) heldur einhver sem á undan og eftir prédikuninni talaði í hvítasunnustíl.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 12:06

4 identicon

Eins og þú sérð sjálfur þá er þversumma dagsetningar
og ártals=1. Þversumma dagsetningar, ártals sem og
tímasetningar á eigin athugasemd er einnig 1, -

en tímasetningin ein og sér myndar tölurnar 6+6+6,
og ekki þarf að fara neinum orðum um það að 1*666 heldur
áfram að vera 666. Nú má DoctorE fara að vara sig, -
og Ríkisútvarpið líka! Gefur þetta ekki tilefni til þess
að doctorinn slaki einni góðri kattamynd á bloggið?

Húsari. (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 12:32

5 identicon

Jú er það ekki, vitvæða dæmið með kisu

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 12:58

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Siggi minn. best að sleppa því alveg að hlusta á messur. þær eru mannskemmandi.

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 16:05

7 identicon

Það er alveg með ólíkindum hvað þið eruð allir hrikalega gáfaðir. En má ég spyrja eru þið jafn hamingjusamir og þið eruð gáfaðir? Af hverju má ekki tala um djöfulinn eða hvað menn vilja kalla þetta, að minnsta kosti hefur hann verið kallaður lyginnar faðir og það er nú ekki lítið af henni í voru samfélagi. En elsku vinur vertu ekki hræddur, djöfullinn er sigraður og það af hinum mikla raunspámanni Jesú Kristi. Bara treysta honum og þá fer allt vel. Annars skemmtilegt blogg hjá þér.

Jón Sigurður Norðkvist (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 16:42

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Verður maður ekki fyrst að trúa á Guð til að trúa á djöfulinn?

Ragnhildur Kolka, 15.11.2009 kl. 17:44

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var nú ekki segja að ekki mætti tala um djöfsa. Endilega að tala um hann alla daga.  Ég var bara að lýsa áhyggjum mínum yfir því að kannski væri hann búinn að undiroka mig. Kannski væri ég barn djöfulsins. Svo var ég að ýja að því að orðin halleluja og amen væru ofnotuð. Til  dæmis mætti alveg segja í þeirra stað: saltkjöt og baunir túkall. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 21:44

10 identicon

Chat Noir Mala finnst skömm þín mikil.  -_-

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:58

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvernig er með þína skömm ElleE sem kemur ekki einu sinni fram undir fullu nafni? Það geri ég þó svo þú og aðrir aumingjar geti hneysklast á mér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 22:09

12 identicon

Mín skömm er aumingjalega óendanleg.  -_-

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:33

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og geturðu svo ekki talað í þínu eigin nafni í stað þess að beita Mala fyrir þig?

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 22:59

14 identicon

Sigurður, það lá engin alvara í orðunum.  Hélt í alvöru að þú værir sjálfur að spauga og hef misskilið þig svona illilega.  Þú segist oft vera að gera góðlátlegt grín.  Heldurðu kannki að ég hafi enga kímingáfu þó ég geti nú verið hundfúl þegar ég er að tala um hluti sem eru alvörumál að mínum dómi???   Eins og Icesave-helvítið sem ég hef eytt löngum tíma í að berjast gegn núna.  Hins vegar geturðu eytt þeim 5 orðum þarna sem ég minnist á Mala ef þú vilt.   Gríðarleg hlýtur mín skömm að vera að skrifa ekki undir fullu nafni þó ég hafi nú ekki vitað að það væri bannað eða ólöglegt. 

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 23:41

15 identicon

Byrjar vinnuvikan aftur.. sæt kisa segir ekki góða nótt ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 23:43

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali stendur með mér gegn tálsnörum Satans. Hann tekur allt bókstaflega sem sagt er enda bókstafstrúarmaður... köttur ætlaði ég að segja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 23:54

17 Smámynd: Kama Sutra

Krakkar mínir, vantar sáttasemjara hingað á svæðið?

Kama Sutra, 15.11.2009 kl. 23:56

18 identicon

Sigurður er voða pirraður.  Maður má ekki einu sinni nefna kött . . . fyrirgefið  hund eða kannski mús . . .hjúkk ég náði þeesu áður en það fór út í loftið. . . .

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 00:09

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég verð bara voða pirraður þegar ég held að trúaðir séu að reyna að níða af mér skóinn en þeir snillingar í því. En þetta ógnþrugna villidýr sem Doksi sendur mun vernda mig gegn öllu illlu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2009 kl. 07:22

20 identicon

Fyrst menn eru farnir að ræða um guð og kölska,hvernig haldið þið að guðdómurinn eða kölski taki á brotum útrásaarvíkinganna okkar er hafa sett fjölda manns í gjaldþrot og skerðingu á lífskjörum. Er nægilegt fyrir þá  að hætti kaþólskra að fara í skriftarstólinn með nokkrar illa fengnar spesíur og fá þannig fyrirgefningu. Að trúa fast á Jesús og þá lagist allt við halelajúa og amen ákallið. Að túa því að guð fyrirgefi allt, sem þriðji aðili er kemur ágreiningi milli manna ósköp lítið við.  Eða verða þeir samkvæmt lögmáli orsaka og afleiðinga að koma aftur til jarðar,ganga í gegnum erfið jarðlíf og bæta öllum það upp sem þeir gjörðu á hut,  það tæki þá nokkuð mörg líf.       Eða tekur bara kölski við þeim og hefur þá í sinni þjónustu.  Gaman væri að heyra álit manna á þessum atriðum,trúaðra sem trúlausra. 

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:43

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurgeir:Mér finnst allavega að þeir ættu að borga fyrir aflátsbréfin en ekki fá borgað með þeim.

Haaaalllelúja!

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 11:14

22 identicon

Sorry Jesú, ég sé alveg rosalega eftir þessu.. þú ert bestur: Bang saklaus.
Kristið siðgæði.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 11:28

23 identicon

Svar til Sigurgeirs:

„Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Drottinn.
(Róm, 12.19)

Húsari. (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 12:27

24 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sigurður; Hefurðu sótt um ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.11.2009 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband