Mestu hlýindum lokið

Nú er mestu hlýindunum lokið í bili. Í dag komst hiti hvergi í 20 stig á landinu. Þetta voru reyndar ekki nein sérstök hlýindi. Hiti náð tuttugu stigum eða meira aðeins á suðurlandsundirlendi og í Borgfarfirði að undanskildum fyrsta degi tuttugu stiga syrpunnar. Hitinn náði 20 stigum á þessum stöðvum en ekki er skeytt um sjálfvirku stöðina á Hjarðarlandi heldur aðeins þá mönnuðu. 

5.  20,0 Egilsstaðaflugvöllur.

6. 21,1, Hjarðarland,  21,0 Þingvellir og Bræðratunguvegur ( vegagerðarstöð), 20,9 Árnes, 20,5 Hvanneyri og Skálholt (vegagerðarstöð), 20,2  Hjarðarland. 

7. 21,8 Húsafell, 20,7 Litla-Skarð, 20,5  Þingvellir, 20,4 Kolás, 20,2 Veiðivatnahraun, 20,0 Hjarðarland og Stafholtsey.

8. 21,0 Hvanneyri, 20, 9 Húsafell, 20,8 Þingvellir, 20,6  Litla-Skarð, 20,4 Kolás, 20,3 Veiðivatnahraun, 20,2  Lyngdalsheiði. 

 

Við þetta er að bæta að 20,8 stigin frá Þingvöllum voru mæld kl, 13 í gær en eftir það komu ekki upplýsingar en kannski koma þeir seinna. Ekki er útilokað að þar hafi mælst mesti hitinn í gær og jafnvel það sem af er ársins. 

Í gær mældist svo mesti hitinn sem enn hefur komið í Reykjavík þó ekki væri hann meiri en 16,5 stig.

Mikil sól var dagana  6. og 7. í Reykjavík og fyrri daginn var jafnað sólskinsmetið þann dag í  borginni, 17,6  klukkustundir.   

Eftirmáli 10.6. Jú, það fór eins og mig grunaði að mestur hiti þ. 8. mældist á Þingvöllum, þaðan sem  upplýsingar létu standa á sér en hafa bú borist, en þar fór hitinn í 22,1 stig þennan dag og er það þá mesti hiti sem enn hefur mælst á landinu þetta sumar. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Veðurreyndur silfurreynir

Silurreynirinn við Grettisgötu 17, sem stendur til að fella, hefur búið við reykvískt veðurfar frá 1908. Hann man kuldaskeið 19. aldar sem náði þó vel fram á tuttugustu öld og þar með frostaveturinn 1918, hlýskeiðið sem hófst upp úr 1920, hafísárin sem hófust 1965 og kuldaskeiðið í kjölfarið sem stóð næstum út 20. öldina og loks hið mikla hlýindaskeið það sem af er 21. aldar. Að fella svo reynda og veðurvitra lífveru sem á allt sitt undir sveiflum náttúrunnar er hreinlega glæpur.   

 

Þá er júní kominn á skrið og byrjar alveg sæmilega.

Fylgiskjalið fylgist með.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband