Besti dagurinn

Ţessi dagur var sá besti sem komiđ hefur á Reykjavíkursvćđinu og víđa á vestur og suđurlandi og í innsveitum fyrir norđan en ekki á austurlandi.

Í fyrsta sinn á árinu mćldist tuttugu stiga hiti eđa meira á fleirum en einum stađ, samtals á einum 20 stöđvum frá Ţingvöllum vestur um til Tálknafjarđar og auk ţess í Skagafirđi og Eyjafirđi. Hlýjast varđ 22,0 stig í Húsafelli, 21,8 á Sauđárkróksflugvelli, 21,6 í Stafholtsey og Fíflholti á Mýrum, 21,5 á Kolási og Litla-Skarđi í Borgarfirđi, 21,1  á Torfur í Eyjafjarđardal, 20,9 á Bláfeldi, 20,8 á Nautabúi i Skagafirđi, 20,6 á Möđruvöllum og 20,5 stig á Akureyri. 

Á kvikasilfursmćlinum í Reykjavík fór hitinn í 19,4 stig, og er ţađ reyndar met fyrir mánađardaginn, en 19,9 á sjálfvirku stöđinni. Á Reykjavikursvćđinu varđ hlýjast 20,5 stig á Korpu og 20,2 stig í Geldinganesi. 

Međalhiti mánađarins mun líklega hćkka um 0,3 stig á Akureyri og 0,2 stig í Reykjavík á ţessum eina degi og mun ekki af veita. 

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Loksins alveg snjólaust á veđurstöđvum

Í morgun var loks talin alauđ jörđ á Bassastöđum í Steingrímsfirđi. Ţađ er síđasta veđurathugunarstöđin sem gefur upp alauđa jörđ á ţessu sumri.

Í fyrra varđ alautt á öllum snjóaathugunarstöđvum 18. júní. Sá júní var ţó afburđa hlýr.

Snjór er ţó auđvitađ enn víđa til fjalla. Haft var í útvarpsfréttum eftir fjallaleiđsögumanni ađ ekki hafi veriđ meiri snjór en nú á heiđum sunnanlands í áratugi. Og alloft heyrast svipađar fullyrđingar um snjóalög hér og ţar. Ég tek samt varlega mark á slikum fullyrđingum sem ekki er hćgt ađ styđja međ öđru en einhverri tilfinningu. Og hvađ marga áratugi er átt viđ? Ég trúi ţví ekki ađ nú sé meiri snjór á hálendinu eđa í byggđ í vetur en var á árunum kringum 1990 fyrir ađeins um tveimur og hálfum áratug, ađ ekki sé minnst á snjólaögin um og upp úr 1970.

Međalhitinn ţađ sem af er mánađar er nú kominn í 8,3 stig í Reykjavík, 0,6 stig undir međallaginu 1961-1990 en 1,8 stigum undir međallagi ţessarar aldar sömu daga. Frá stofnun Veđurslofunar, 1920, hefur veriđ kaldara ţessa daga í Reykjavík í eftirtöldum árum: 1992 8,2 stig, 1997 8,0, 1994 7,6, 1992 7,7, 1988 8,2, 1983 7,8, 1979 8,0, 1977 8,1, 1973 7,9, 1959 8,2, 1956 7,8, 1952 8,0. Hlýjast hefur veriđ: 11,3 stig 2010, 11,2 stig 2014 og 2003, 11,0 stig 2002, um 10,9 1941 og 10,6 stig 2008. Okkar öld er ţarna eiginlega alveg sér á parti í hlýindunum.     

Á Akureyri er međalhitinn núna 8,1 stig eđa eitt stig undir međallaginu 1961-1990.

Á landinu er međalhitinn kringum 7,2 og eđa um 1,7 stig undir međallagi okkar aldar. Strax í júní 2011 var um hálfu stigi kaldara en en nú en sá mánuđur var tiltölulega mildastur á suđvesturlandi (8,9 stig í Reykjavík fyrstu 24 dagana).  

Sólarstundir ţađ sem af er í Reykjavík eru um 12 stundum undir međallagi ţessarar aldar. 

Úrkoman í Reykjavík er ađeins rúmir 17 mm eđa kringum 100 millimetrum minni en í júní í fyrra! Ef sá úrkomumikli mánuđur er ekki tekinn međ er úrkoman ţađ sem af er júní í borginni ađeins ríflegur helmingur af úrkomumagni sömu daga árin 2001 til 2013. 

Sem sagt kaldur, ţurr og fremur sólarlítill júnímánuđur.Ekki sérlega geđslegur!

Hlýna á nćstu daga. Ţađ er jafnvel ekki óhugsandi ađ međalhtinn í ReykjAvík merji níu stigin ţegar mánuđurinn er allur.  

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Fyrsti tuttugu stiga hitinn á landinu

Í dag komst hámarkshitinn á sjálfvirku stöđinni á Torfum í Eyjafjarđardal í 20,7 stig. Ţađ er í fyrsta sinn á árinu sem hiti einvhers stađar á landinu nćr tuttugu stigum eđa meira.

Međalhitinn rýkur upp um land allt og vonandi má segja ađ sá kuldi sé ríkt hefur ađ mestu leyti frá sumardeginum fyrsta sé nú á enda.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Nokkrar fáfengilegar stađreyndir um veđriđ 17. júní

Nú hafa liđiđ 71 ţjóđhátíđardagur en dagurinn í dag er sá 72.

Međalhiti ţessa dags á lýđveldistímanum í höfuđborginni er 9,7 stig en 10,6 á ţessari öld. Hćsti međalhiti var 13,1 stig áriđ 2005 en lćgstur 4,8 áriđ 1959, ţann illrćmdasta 17. júní hvađ veđriđ snertir.

Međaltal hámarkshita ţennan dag síđustu 71 ár er 12,2 stig. Hlýjast varđ 17,4 stig áriđ 2005 og minnsti hámarkshiti var 7,3 stig 1959.

Međaltal lágmarkshita er 7,1 stig en lćgst 2,3 stig 1959 en mestur hefur lágmarkshitinn veriđ 9,5 stig áriđ 1955. 

Engin úrkoma hefur mćlst í Reykjavík ađ morgni 18. júní, sem mćlir ţá úrkomu frá kl. 9 á ţjóđhátíđardaginn og áfram fram á nćsta morgun í 33 skipti af 71 eđa í 46% daga. Ţađ hefur ţví ekki alltaf veriđ "rok og rigning". Úrkoma meiri en 1 mm hefur mćlst í 22 daga. Mest mćldist 22,O mm í fyrra.

Međaltal sólskinsstunda á ţjóđhátíđardaginn er 5,1 klukkustund í borginni en 6,6 stundir á okkar öld. Mest sól var áriđ 2004, 18,3 stundir en 11 sinnum hefur alls engin sól mćlst, síđast 1988. Sól hefur skiniđ meira en tíu klukkustundir í 13 daga. Nokkuđ ber á ţví ađ sautjándinn sé sólríkur í Reykjavík nokkur skipti í röđ eđa ţá rigningarsamur og ţungbúinn nokkur skipti í röđ. Međaltal sólskinsstunda á Akureyri er 5,7 stundir en 5,1 á okkar öld. Ţessi međaltöl fela nokkuđ ţá stađeynd ađ suma daga hefur sól skiniđ mest allan eđa allan daginn en ađra hefur veriđ svo ađ segja sólaralaust.

Mesti hámarkshiti á Akureyri á lýđveldistímanum er 23,5 stig áriđ 1969 sem er jafnframt mesti hiti sem mćlst hefur á ţjóđhátíđardaginn á öllu landinu en sami hiti mćldist 1977 í Reykjahlíđ viđ Mývatn. Minnsti lágmarkshiti á Akureyri er 0,4 stig áriđ 1959. Međalhiti var mestur 15,4 stig í fyrra en kaldast 1,5 stig 1959.

Hlýjasti ţjóđhátíđardagurinn ađ međaltali frá 1949 á öllu landinu var í fyrra, um 12,1 stig en sá kaldasti var 1959, 1,8 stig. Minnsti hámarkshiti á landinu á sautjándanum alveg frá 1944 er 12,2 stig áriđ 1971. Mesti kuldi sem mćlst hefur á ţjóđhátíđardaginn á landinu er -4,8 stig á Skálafelli áriđ 2010 en í byggđ -2,9 stig á Stađarhóli í Ađaldal áriđ 1981.

Sólríkasti 17. júní á landinu er örugglega 1991 ţegar sólin mćldist 15-18 stundir á öllum mćlingastöđum nema á Melrakkasléttu ţar sem voru 10 stundir af sól. Ţetta er sólríkasti 17. júní á Akureyri međ 18 klukkustunda sólskin. 

Mest úrkoma ađ morgni 18. júní á landinu hefur mćlst 167,1 mm á Gilsá í Breiđdal áriđ 2002.

Mest snjódýpt ađ morgni ţjóđhátíđpardagsins var 20 cm áriđ 1959 á Hólum í Hjaltadal.

Í fylgiskjali má sjá töflu um međalhita, hámarkshita og lágmarkshita á sautjándanum fyrir Akureyri og Reykjavík og fyrir allt landiđ. Auk ţess lágmarkshita í Reykjavík og Akureyri 18. júní sem mun nćr undantekningarlaust vera nćturhitinn á međan fólk gćti enn veriđ á ferli eftir hátíđarhöld ţjóđhátíđardagsins. Úrkoman sem er tilgreint er sú sem mćlst hefur ađ morgni 18. júní og mćlir úkromuna frá kl. 9 á sautjándanum sjálfum. 

Ţarna er líka međalhiti hvers dags á landinu frá 1949 en međaltöl eru ekki til fyrir fyrstu ár lýđveldisins. Sautjándi júní 1944 mun ţó líklega hafa veriđ međ hlýjustu ţjóđhátíđardögum en hinir i svalara lagi.

Neđst i töflunni er smávegis frá 17. júní 1911, en ţá var haldiđ upp á hundrađ ára afmćli Jóns Sigurđsson um allt land og auk ţes frá sjálfum fćđingardegi hans áriđ 1811 en ţá mćldu strandmćlingarmenn veđriđ í námunda viđ Akureyri en ekki hafa ţćr athuganir veriđ sambćrilegar viđ seinni tíma.

Af ţessu sést ađ ekki er til neitt "hefđbundiđ" ţjóđhátíđarveđur.Ţađ er bara alls konar og ţessar veđuralhćfingar um 17. júní eru ósköp ţreytandi.

Allt er ţetta hér einungis fyrir ţá tíu réttlátu veđurnörda sem fyrirfinnast í landi voru sem er víst fyrirmynd allra annarra landa ađ ţví er sagt var í hátíđarrćđu í dag! 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Hitinn er upp á viđ

Međalhitinn í Reykjavík eftir gćrdaginn er nú kominn upp í 7,7 stig eđa 0,9 stig undir međallaginu 1961-1990 en 2,3 stig undir međallagi ţessarar aldar.

Á Akureyri er međalhitinn 6,8 stig eđa 2,0 undir međallaginu 1961-1990 eđa 2,9 stig undir međalhita síđustu 10 ára (-2,3 í Reykjavík ţau ár, eins og á öldinni). 

Ţess má geta ađ ţegar júní í fyrra var hálfnađur var međalhtinn í Reykjavik 11,5 stig og hefur ađeins veriđ hćrri áriđ 2002, 12,0 stig (seinni hluti ţess mánađar var kaldari svo mánuđurinn endađi í 10,9 stigum).

Áriđ 2011 var međalhitinn ţessa daga í Reykjavík 7,8 stig en 7,5 áriđ 2001, 7,1 stig áriđ 1997  og 7,2 stig áriđ 1994. Kaldast frá ţví a.m.k. 1941 var 1973, ađeins 6,5 stig. Frá 1941 hafa tíu júnímánuđur, ţegar hann var hálfnađur, veriđ kaldari í Reykjavík en nú og einn jafn kaldur.

Sólskinsstundir í Reykjavík hafa nú mćlst 111,4 eđa eđa um 8 stundum yfir međallagi ţessarar aldar. Miklu munađi um sólskiniđ ţann 13. sem var sá sólríkasti sem mćlst hefur ţann dag í Reykjavík, 18,0 stundir, og daginn eftir voru sólskinsstundirnar 17,8 eđa 0,2 stundum frá dagsmetinu. Ekki voru ţessir dagar ţó hlýir ţrátt fyrir sólina. 

Međalhitinn um allt land stefnir upp á viđ nćstu daga. 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband