Það hitnar enn meira í kolunum

Nú er ég  í algjöru letikasti og nenni ekki einu sinni að spjalla um veðrið, sem mér finnst þó alltaf mest gaman að tala um, og ætla bara að vísa á útdrátt  IPCC fyrir stefnumakara úr loftlagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hann verða allir að lesa sem vetlingi geta valdið og melta áður en stóra skýrslan kemur út í fjórum bindum en hana verða auðvitað allir líka að lesa. 

Ég hlakka alveg óskaplega mikið til að lesa hana. Hún er eflaust miklu betri bókmenntir en Draumalandið og áreiðanlega miklu meira hrollvekjandi og meira spennó - heimsendir og allt- en nokkur af bókunum hans Arnaldar.

Og ég vænti þess staðfastlega að allir umhverfissinar lesi líka þenann magnaða doðrant alveg upp til agna. Nú mega þeir ekki bregðast!  

Seinni viðbót: Einar Sveinbörnsson hefur nennt að tíunda helstu atriði skýrslunnar á sinni síðu.  Og Ágúst Bjarnason hefur líka ýmislegt að segja um málið og bendir á meinlega villu í skýrslunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband