Vanvirðing við saklausan mann

Það hlýtur að vera andlegt áfall til  lífstíðar að vera handtekinn og settur í varðhald grunaður alsaklaus um morð. Vera svo niðurlægður með húsleit, þar sem ókunnir menn róta upp heimili hans og settur í læknisskoun sem ekki er síður auðmýkjandi. 

Í dóminum segir að maðurinn hafi ekki valdið eða stuðlað að aðgerðum lögreglunnar á neinn hátt.

Það sem vekur furðu er það að dómaranum finnst þetta samt alveg eðlilegar og réttmætar aðgerðir. 

Maður hélt að dómstólar ættu að vera varnarveggur fyrir borgarana gegn tilefnislausum og niðurlægjandi aðgerðum ríkisvaldsins. 

En því er hér ekki að heilsa. Dómstóllinn er hreinlega framlenging á málstað ríkisvaldsins í líki lögreglunnar, sem hér er kallað ''ríkið'', þeim aðila sem mál hins saklausa manns beindist gegn. Lögreglan hafði engar raunverulegar ástæður til að handtaka manninn. En gerði það samt og af því að hún gerði það þá eru aðgerðir hennar taldar eðlilegar. Hvergi örlar á sjálfstæðu gagnrýnu viðhorfi dómarans til aðgerða lögreglunnar.  Hvað þá skilningi á því hvernig er að verða fyrir öðrum eins ásökunum af hálfu ríkisvaldsins og maðurinn varð fyrir.     

Þetta gæti ekki verið verra. Maðurinn lendir blátt áfram í eins konar gildru.

Bæturnar sem manninum eru dæmdar virka svo í þokkabót sem hreinasta háðung.

Ofan á það sem fyrir var hefur dómarinn, Hervör Þorvaldsdóttir, vanvirt og lítillækkað manninn með dómsorði sínu og ákvörðum skammarlega lágra skaðabóta.

Það liggur við að dómarinn segi: Þetta var bara gott á þig góði. Fyllilega eðlilegt og réttmætt. 

 


mbl.is Sakborningur í morðrannsókn fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband