Guđ er minn hirđir!

Í nótt gerđust óvćnt tíđindi í mínu annars tíđindasnauđa lífi. Ég var ađ skođa margt og margt á netinu í hálfgerđu iđjuleysiskasti. Ég flakka sjaldan um netiđ en geng yfirleitt beint ađ ţví efni sem ég vil nálgast. En nú kom ég allt í einu á síđu sem ég vissi ekki ađ til vćri. Hún birtir tónlist hundruđa tónskálda á nótum. Af einhverri rćlni fletti ég fyrst upp á tékkneska snillingnum Anton Dvorák. Hann var betri en ţessi Muggison (ađ ég tali nú ekki um ţessi Enimen andskoti, jćja, best er víst, ađ stilla fordómum sínum og dómhörku í hóf!) og gerđi einhverja frćgustu sinfóníu sem nokkru sinni hefur veriđ samin, ţessa sem kölluđ er "frá nýja heiminum" af ţví ađ hún var samin í New York og vitnar í negrasálma.

Ţarna rakst ég á Biblíusöngva op. 99 eftir Dvorák og fór ađ fletta ţeim. Eitt lagiđ var viđ 23. sálm Davíđs: Guđ er minn hirđir, mig mun ekkert bresta, og allt ţađ. Og skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţetta finnst mér eitthvert fallegasta lag sem ég hef vitađ og ţekki ég ţó mörg lög en vissi ekki af ţessu  lagi. Ég var ađ kynnast ţví í fyrsta sinn.   

Ţađ sem gerir lagiđ svo fallegt er einfaldeiki ţess, mýkt og mildi, traust og góđvild sem stafar frá ţví í hverri nótu.  

Ég er veikur fyrir svona. Ég er veikur fyrir ţví ţegar trú manna gerir ţá vitra, góđa og ljúfmannlega. Ţannig gerđi trúin Dalai Lama en mynd um hann var sýnd um daginn í sjónvarpinu. Og ţannig hefur trúin, hvort sem hún er kristin, gyđingleg, múslimsk eđa búddísk,  gert marga menn ef ţeir láta ekki bölvađan bókstafinn blinda sig.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 15:57

2 Smámynd: Linda

Já lagiđ Drottinn er minn hirđir er dásamlegt. 

Bókstafur gerir afskaplega lítiđ fyrir trúna einn og sér, ţađ eru orđin sem bókstafurinn byggir upp sem gefur tóninn, ţví er bókstaftrú, furđulegt fyrirbćri

Linda, 21.8.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ eru til mörg lög viđ Drottinn er minn hirđir. Eitt er oft sungiđ í íslenskum kirkjum, veit ekki hvađa lag ţađ er en ekki er ţađ gott. Schubert gerđi snilldarlag viđ sálminn fyrir kvennakór sem aldrei er sungiđ í íslenskum kirkjum. Lag Dvoráks er lítiđ ţekkt og er samiđ fyrir tvćr radddir og píanóundirleik, sem auđvelt vćri ţó ađ leika á orgel, viđ tékkneskan texta en hefur veriđ oft veriđ gefiđ út og sungiđ međ ţýskum texta. Ekki veit ég til ađ ţađ hafi heyrst hér á landi ţó ţađ geti auđvitađ veriđ á einhverjum tónleikum. Og svo kemur hér ein bókstafstrúarfullyrđing eđa ígildi hennar: Enginn mun hólpinn verđa nema hann geti sungiđ báđar raddirnar í ţessu lagi!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 21.8.2007 kl. 16:51

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bókstafir sálmsins fallega -- já, vinsćlasta sálmsins vegna fegurđar inntaks síns og orđa -- blinduđu ekki augu Dvoráks, heldur opnuđu ţau fyrir andlegum verđmćtum. Bókstafurinn er mikilvćgur, Sigurđur, já, gulls ígildi, vissirđu ţađ ekki? Eđa viltu afskrifa og lítilsvirđa öll ţau óheyrilegu verđmćti ţekkingar og fegurđar, sem viđ eigum í töluđum orđum og skrifuđum? Ţađ fćri ţér illa sem rithöfundi, manni orđsins ... Međ góđri kveđju,

Jón Valur Jensson, 21.8.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannast viđ ţetta lag úr einni af mínum uppáhaldsmyndum, KOLYA eftir Ian Svérak, sem fékk Óskarinn sem besta erlenda mynd á sínum tíma.  Ţessa mynd má finna á leigum hér og rćđ ég öllum ađ sjá hana.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 21:06

6 identicon

Gott blogg, Guđ er góđur, megi hann blessa ţig

Guđmundur Halldórsson (IP-tala skráđ) 21.8.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Já, Jón Steinar. Nú rennur upp fyrir mér ljós. Mér fannst ég kannast viđ lagiđ ţegar ég las ţađ í nótt og ekki síđur eftir ađ ég prentađi ţađ út og lék ţađ yfir á píanóiđ í dag. Ég sá nefnilega myndina Kolya og hef á henni mćtur eins og öllu rússnesku. Músikgáfa Dvoráks var ótrúleg og hann var líka svo ćrlegur eitthvađ, var eiginlega alltaf bara tékkneskur bóndi ţó hann kynni allt í músik. Jón Valur: Nú ţurfum viđ ađ fara ađ ćfa saman raddirnar í ţessu lagi hans Dvoráks!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 22.8.2007 kl. 00:06

8 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Já, auđvitađ. Ţađ átti ég ađ gera strax í fćrslunni! En hér er slóđ á tónskáldalistann og ţar er hćgt ađ fara inna á forsíđuna ţar sem gert er ráđ fyrir verkefninu sem enn er í ţróun.  http://imslp.org/wiki/Category:Composers

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 22.8.2007 kl. 10:49

9 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Rugl er ţetta: gert er grein fyrir verkefninu en ekki ráđ. Svona villur heita meinlokur!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 22.8.2007 kl. 12:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband