Tökum nú upp léttara hjal

Í dag lét ég klippa mig hjá sama rakaranum og ég hef  fariđ til í ein tuttugu ár. Hann er frábćr. Ég kemst alltaf á hörkusjens i viku eftir ađ hann hefur klippt mig. Ég gekk heim frá honum alveg vestast úr vesturbćnum og til móts viđ Norđurmýrina. Ţađ var gaman ađ ganga ţessar gamalgrónu vesturbćjargötur. Hjarn var á jörđu og jólaljós viđ hvert hús. Oft mátti sjá inn um glugga á bćkur og gömul húsgögn. Saga í hverju skoti. Gamli bćrinn er eiginlega tímalaus.

Mikil gersemi er diskurinn hennar Ingibjargar Ţorbergs. Lagiđ hennar Hin fyrstu jól er eitthvert besta jólalagiđ. Ţađ nćr alveg blćnum sem var yfir kyrrlátum vesturbćnum um jólin ţegar ég var ađ alast ţar upp. Veturinn 1957 til 1958 kenndi Ingibjörg mér söng í Miđbćjarskólanum. Ég fékk ađ syngja Óla rokkara hjá henni í tíma. Ţiđ hefđuđ átt ađ sjá mig ţá! Ég var rosalega töff!

Ţađ var bernskujólalegt ađ ganga niđur á Vesturgötuna og sjá Raforkujólabjölluna birtast fyrir enda götunnar. Ţarna hefur hún veriđ á sínum stađ um jólin frá ţví ég man eftir mér. Okkur krökkunum fannst alltaf vera komin alvöru jólastemning ţegar bjallan var sett upp. 

Í Eymundsson gekk ég fram á vin minn Trausta Jónsson sem kom nálćgt útgáfu disksins hennar Ingibjargar. Hann spáir í veđriđ fram í tímann. Ég spái hins vegar í veđriđ aftur í tímann og er bara nokkuđ glúrinn í  ţví.

Jú, jú, jólin eru kristin hátíđ. Menn eru ađ segja ađ saga okkar og menning sé samofin kristnum siđ. En ekki hvađ. Viđ höfum ekki haft neitt val um annađ. Ţetta er bara ţađ sem viđ međtökum međ móđurmjólkinni. En er ţetta nokkuđ betri siđur en annar siđur? Kannski bara ósiđur? Ţađ sem okkur finnst  mest um vert í menningu vesturlanda, frelsiđ og mannréttindin, vísindin og velmegunin, hefur ađ vísu sprottiđ fram í kristnum löndum en á sér mjög veraldlegar forsendur, jafnvel efnahagslegar, er ýttu undir breytingar í hugsun sem oft voru  í fyrstu bornar fram af frjálshuga einstaklingum í andstöđu viđ alla trúarlćrdóma eđa ađ minnsta kosti ótengt ţeim.  

Annars leiđist mér ekkert eins mikiđ og deilur um trúmál. Ţćr eru hreinlega ađ drepa bloggiđ. Ekki veit ég til ađ nokkrum manni, til eđa frá, hafi veriđ taliđ hughvarf um  trú sína í öllu ţví ólukkans tuđi.

Bloggum frekar um eitthvađ  skemmtilegt.    

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

You sexy thing,eru konurnar komnar i radir fyrir utan husid hja ther?

Ásta Björk Solis, 13.12.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: halkatla

viđ erum sammála um ađ deilur um trúmál séu leiđinlegar (reyndar ekki alltaf en mjög oft) 

ţú verđur eiginlega ađ heimsćkja mig og sýna mér nýju klippinguna... taktu endilega Mala međ!

halkatla, 13.12.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: halkatla

viđ erum allavega í röđum á blogginu, damn, ég vildi vera međ fyrsta komment

halkatla, 13.12.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég fór líka í klippingu í dag en ekki međ sjálfan mig heldur einn tveggja ára. Hann sat andaktugur líkt og í kirkju međan athöfnin átti sér stađ og sagđi svo: "Konan duglegur."

María Kristjánsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:57

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kvenfólkiđ umkringir ţig núna. 

Mér heyrist ţú hafa veriđ á rakarastofu Harđar og Ragnars. Er Raggi tekinn viđ lubbanum á ţér? Af hverju leistu ekki inn hjá mér fyrst ţú áttir leiđ fram hjá? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:36

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég var ekki á ţessari rakarastofu sem ţú nefnir Lára. En ég gekk framhjá ţér og leit á dyrabjölluna. Ég ólst upp í húsinu beint á móti. En ég er kurteis mađur og trana mér ekki inn á fólk óforvendis. En gćti gert ţađ nćst! Ţetta er uppáhalds gönguhverfiđ mitt.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.12.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurđsson

Hvur andskotinn!

Ertu hćttur viđ ađ drepast? Ég sem ćtlađi ađ fylgjast međ dauđastríđi ţínu hér á blogginu. Fá svona aldeilis ókeypis "raunveruleikaţátt".

Sýnir enn og aftur ađ mađur á aldrei ađ hlakka til neins...

Jón Bragi Sigurđsson, 13.12.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Í den var fariđ í klippingu á rakarastofuna í Eimskipafélagshúsinu. Fyrir jólin og svo á vorin, ţegar manni var sleppt lausum á sumarbeitina. Í seinni tíđ hef ég fariđ ć sjaldnar til hárskera; er ţó međ hárprúđari mönnum. Í nóvemberbyrjun var ţađ hún móđir mín , sem sćrđi hár mitt eilítiđ, en hún og Ingibjörg Ţorbergs eru systradćtur og hananú...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.12.2007 kl. 22:31

9 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég held bara ađ ég ćtli ađ lifa dauđastríđiđ af. En höfuđiđ á mér er ansi ţungt. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.12.2007 kl. 22:37

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţessari umrćđu ćtla ég ekki ađ blanda mér í, enda kćri ég mig kollóttan um hár, trúarbrögđ og brillkrem, eins sjá má á portrettinu. Síđast ţegar einhver hrósađi hárgreisđlu minni svo ég muni eftir, var ţegar ég var sendisveinn hjá RÚV á fyrri hluta 8. áratug 20. aldar og ţula ţar á bć potađi inn í slöngulokkana ţegar viđ vorum ein í lyftunni, og spurđi mig međ rödd sem hún hafđi ekki í beinni útsendingu: "hvar fćr mađur svona permanent?". Ţađ fór hrollur um mig og ég fór fljótlega ađ missa háriđ upp úr ţví.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.12.2007 kl. 00:30

11 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ er ţó skárra ađ missa háriđ en missa vitiđ.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.12.2007 kl. 00:57

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú stendur strókurinn upp úr hausnum á mér... er ađ reyna ađ muna eftir annarri rakarastofu svona vestarlega...

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:59

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurđur,

Mikiđ er ég sammála ţér um Ingibjörgu og jólaskreytingarnar í miđbćnum. Vonandi dettur engum í hug ađ breyta ţeim, ţađ er ađ segja skreytingunum, svo lengi sem hćgt er ađ halda ţeim í lagi og "gangandi".

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 01:06

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţađ sagđi Ómar Ragnarsson líka, Sigurđur, og ég held líka ađ Ómar noti enn rakarastofu sem er mjög vestarlega. Ţeir eru nefnilega góđir ađ skipta í miđju Westast í vesturbćnum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.12.2007 kl. 01:09

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held ađ trúmálaumrćđur bloggara, í ţađ minnsta sumra hverra, sé teknar ađ fćrast á ađeins siđlegra plan, hvort sem ţađ er nú kristilegt eđur ei, enda er ég hćtt ađ taka ţátt í ţeim.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 01:10

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held ađ ţiđ misskiljiđ mig rétt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 01:12

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vildi bara láta ykkur vita af ţessu - enda veit ég ekkert um rakarastofur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 01:13

18 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég veit ekkert í minn haus hvađ veriđ er ađ tala um.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.12.2007 kl. 01:23

19 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég held bara ađ ţađ sé ţjóđţrifamál ađ fjölga íslenskum geitum eins og rćtt hefur veriđ um. Villi geit vćri mjög góđur til undaneldis.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.12.2007 kl. 08:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband