Er hægt að panta kirkju?

Hrafn Jökulsson vill láta byggja kirkju í fornaldarstíl í Árneshreppi á Ströndum þar sem búa einar fimmtíu guðhræddar sálir.

Skyldi hann fá kirkjuna? Er það nóg að einhver þekktur maður fái einhverja delluhugmynd, að þá rjúki yfirvöld til og geri dellu hans að veruleika?

En af hverju í ósköpunum bloggar Hrafn ekki úr útkjálkabyggðinni? Er hann kannski ekki í sambandi? Wink


mbl.is Þriðja kirkjan í Trékyllisvík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hrafn mátar sjálfan páfann með þessari hugmynd sinni - annars er svona sérpöntuð kirkja í Vestmannaeyjum - það var, að mig minnir, einhver Árni, sem fékk því máli framgegnt...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.12.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þar sem var fyrir einhver fallegasta og sögufrægasta kirkja landsins og var alveg óþarfi að skyggja á með þessari fíflalegu stafkirkju.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 23:25

3 identicon

allt í lagi að menn framkvæmi en þeir þurfa ekki að gera það fyrir mína skattpeninga. 

baddi (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:38

4 identicon

Hvað myndi Jesú gera, myndi hann byggja kirkju eða nota peningana til þess að hjálpa bágstöddum

DoctorE (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er allt að fara til fjandans svoað hann fær enga kirkju!

María Kristjánsdóttir, 17.12.2007 kl. 11:36

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hallgerður, er stafkirkjan þá oíukirkja?

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.12.2007 kl. 12:09

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

oj, oj, hvað ég er orðin lesblind , OLÍUKIRKJA  þá!

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.12.2007 kl. 12:10

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er reyndar ekki gefið að svona kirkja verði fjármögnuð með skattpeningum. Líka væri hægt að gera það með frjálsum framlögum. Hvað menn athugi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2007 kl. 15:03

9 identicon

Sælt veri fólkið.

Ég þakka áhugann og umræðurnar um þessa hugmynd, sem ég varpaði fram. Ég hef, til að fyrirbyggja misskilning, hvergi sett fram kröfugerð á hendur ríkissjóði, enda tel ég (einsog Siguður Þór nefnir í síðustu athugasemd) að þetta væri vel hægt að gera með frjálsum framlögum. Ennþá erum við líka á frumstigi með þessa hugmynd, og því vona ég að hún verði ekki skotin tafarlaust niður.

Það sem liggur að baki hugmyndinni er að geta gefið nokkuð heillega mynd af kirkjusögu íslenskrar alþýðu hér á Ströndum í þúsund ár. Fyrir er í Trékyllisvík falleg og hógvær kirkja sem reist var 1850, og er sígilt dæmi um íslensk guðshús á síðmiðöldum. Þá er og kirkja sem reis á tíunda áratug 20. aldar, snoturt mannvirki sem kallast á við Reykjaneshyrnu.

Í Finnboga sögu ramma segir frá því, að hann hafi strax eftir kristnitöku árið 1000 reist kirkju við bæ sinn hér í Trékyllisvík. Finnbogi hafa ærnar ástæður til að taka hinum nýja sið vel: Hann var systursonur Þorgeirs Ljósvetningagoða (sem lá undir feldinum) og hafði að auki lofað sjálfum Jóni Grikkjakóngi að taka kristna trú, þegar sá siður bærist í Norðurhöf.

Hér í Trékyllisvík, við Bæ, er ævaforn og friðaður grafreitur, og herma munnmæli að þar hafi hin fyrsta kirkja staðið. Hún var svo flutt yfir að Árnesi, steinkast frá, á 11. eða 12. öld eftir að ljós sáust loga þar um nætur -- og voru ljósin túlkuð sem bending frá guði almáttugum um hvar hann vildi hafa sitt hús!

Nánast engin mannvirki eru til sem gefa hugmynd um hvernig hinar fyrstu kirkjur okkar litu út, en af fornleifum og öðrum athugunum hafa menn nokkuð glögga mynd af þeim byggingum sem voru umgjörð um svo veigamikinn þátt af andlegu lífi íslenskrar alþýðu.

Við búum svo vel í Árneshreppi að héðan er einhver fremsti hleðslumeisari landsins, Guðjón Kristinsson frá Dröngum, sem hefur endurskapað fortíðina með mörgum meistaraverkum, víða um land.

Ég vona að Finnbogakirkja rísi hér undir bergkastalanum mikla, Finnbogastaðafjalli, og verði öllum til ánægju, auk þess að hjálpa okkur að glöggva okkur á því lífi sem hér var lifað fyrir þúsund árum.

Með jólakveðju úr Trékyllisvík,

Hrafn J.

Hrafn Jökulsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:24

10 Smámynd: halkatla

ef þekkti maðurinn er algjört krútt þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það sem hann vill, þannig snýst heimurinn börnin góð

halkatla, 17.12.2007 kl. 15:28

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Takið endilega skrípókirkjuna sem reist var við Þjóðveldisbæinn (Gúmmí-Stöng) við Búrfellsvirkjun í Þjórsárdal. Sagt er að hún hafi verið gerð eftir kirkjurúst sem ég gróf upp á Stöng í Þjórsárdal. Svo fer nú fjarri. Lesið um hana hér 

Ég held að Landsvirkjun eigi kofann í Þjórsárdal og gæti hæglega selt hann fyrir lítið, eins og margt annað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.12.2007 kl. 15:53

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Mætti ekki nýta allan þennan rekavið norður á Ströndum til byggingar kirkjukofans? Kirkja Finnboga gamla hefur eflaust verið lítil um sig og látlaus og grjót og rekaviður á staðnum notað til verksins...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.12.2007 kl. 18:46

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kirkjan verður í það minnsta að verða krúttleg og Vilhjálmur Örn gæti orðið meðhjálpari og ég hringjari. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2007 kl. 18:53

14 Smámynd: Viðar Jónsson

Ég þakka athugasemdir, og það fer að koma til greina að ég dragi í land með Jackie Chan, eftir að hafa fengið strangar athugasemdir frá góðum stílistum eins og þér og Ísaki Harðarsyni í dag.

kv.Viðar Jóns.

Viðar Jónsson, 17.12.2007 kl. 23:00

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jackie Chan er mitt uppáhald. Ég er nú ekki meiri menningarviti en það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2007 kl. 23:09

16 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er bara gargandi snilld.  50 íbúar staðarins hafa þegar um 2 kirkjur að velja.  Þriðja kirkjan á staðnum yrði svo gott sem fjórða hvert hús í þessari ágætu sveit.

Jens Guð, 18.12.2007 kl. 01:19

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sniðugast væri að byggja óhemju sterka kirkju á Kolbeinsey

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 12:24

18 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Langar að skjóta því að hér, að þegar kirkja nr. 2 var byggð á síðari hluta 20. aldar olli það þvílíkum deilum og leiðindum innansveitar að vart er séð fyrir endan á því enn. Bræður fóru ósáttir í gröfina og menn skipuðu sér í fylkingar: Gamalkirkjusöfnuður gegn nýkirkjusöfnuði osfrv. Á nú að fara að stofna þríkirkjusöfnuð ofaná allt saman?

Jón Bragi Sigurðsson, 18.12.2007 kl. 19:24

19 identicon

Örfá orð vegna ágætrar spurningar Jóns Braga: Ég byrjaði -- auðvitað -- á því að viðra hugmyndina innan sveitar, og hlaut mjög góðar undirtektir hjá öllum, alveg burtséð frá því hvað mönnum fannst í kirkjudeilunni um árið. Sú deila snerist um hvort rísa skyldi ný kirkja eða sú gamla gerð upp.

Hugmyndin að baki Finnbogakirkju er að sýna veröld sem var -- fyrir langa löngu, bregða upp mynd frá árinu 1000, þegar Íslendingar tóku afdrifaríkustu ákvörðun sögunnar og gerðust kristnir, með öllu tilheyrandi.

Finnbogakirkja verður vitanlega reist úr byggingarefni af Ströndum: rekavið, grjóti og torfi.  Mörgum ferðamönnum mun án efa þykja forvitnilegt að skyggnast inn í fortíðina í Finnbogakirkju, koma síðan við í litlu sígildu sveitakirkjunni okkar (reist 1850) og skoða að lokum snotru nútímakirkjuna.

Með þessu heiðrum við líka minningu Finnboga ramma, sem í bernsku hét Urðarköttur, en braust til metorða og varð trúlega sterkastur Íslendinga fyrr og síðar -- jafnhattaði 13 Grikkjum samtímis, og var í þeim hópi sjálfur Jón Grikkjakóngur!

Gleðileg jól og ánægjulegt komandi ár.

Hrafn Jökulsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 21:01

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef hugsun Hrafns Jökulssonar er sú að kirkja verði reist til að laða að ferðamenn þá finnst mér frekar hæpið að fara fram á að Þjóðkirkjan borgi brúsann.

Réttara væri hjá honum að snúa sér til Nýsköpunarsjóðs eða Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, eða einhverra fjársterkra einkaaðila, til að standa straum af þeim kostnaði.

Hlutverk þjóðkirkjunnar á fyrst og síðast að vera að efla kristilega trúariðkun núlifandi Íslendinga, ekki að ausa peningum í gæluverkefni í ferðamannaiðnaðinum.

Theódór Norðkvist, 19.12.2007 kl. 00:33

21 identicon

Aðeins út af ágætu innileggi Theódórs. Einsog fram kom í skrifum mínum hér að ofan, hefur alls engin kröfugerð farið fram vegna hugmyndar um litla kirkju við ysta haf, byggða í 11. aldar stíl. Ég átti ánægjulegan fund með biskupi til að ræða hugmyndina, sögu Finnboga ramma, hinar fyrstu kirkjur og fleira skemmtilegt. Með öðrum orðum: Það er fullsnemmt að hafa áhyggjur af "gæluverkefnum í ferðmannaiðnaðinum".

Með enn fleiri jólakveðjum úr Trékyllisvík,

Hrafn J.

Hrafn Jökulsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 15:00

22 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Jú Hrafn mér líst svo sem ekkert illa á þetta. Við eigum ekkert of mikið af gömlum húsum eða húsum sem sýna hvernig hús voru forðum og væri ekki ófróðlegt að hafa kirkjubyggingasöguna á einum stað.

Rammur maður hefur Finnbogi verið. Mér dettur í hug það sem kallinn sagði: "Hér áður fyrr voru til alvöru hetjur. Þeir fóru tíu í Gretti og höfðu hann ekki"!

Jón Bragi Sigurðsson, 19.12.2007 kl. 19:54

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þar sem ég er sjálfur að vestan fagna ég öllum tillögum um atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum, að ekki sé talað um á Ströndum, þar sem byggð hefur mjög átt í vök að verjast.

Í sjálfu sér er þetta ekki slæm hugmynd, en eitthvað mun dæmið kosta. Ef þetta er eitthvað sem getur aukið ferðamannastraum, þá ættu fjárfestar að geta fengist til að setja fé sitt í verkið. Ef ekki. þá munu fjárfestar halda að sér höndum.  Á þá að sækja í ríkissjóð?

Við höfum séð peningum hins opinbera vera kastað í mörg stórhuga verkefni á Vestfjörðum sem hafa síðan farið rakleitt á höfuðið.

Ef ferðamannaiðnaðurinn er lausnin, þá er nú fyrsta skrefið að laga vegina, eða réttara sagt gera vegi, það er varla hægt að kalla þessa sundurtættu götur á Ströndum vegi.

Þetta eru mínar hugleiðingar, kannski svolítið sundurlausar, enda liðið á kvöldið. 

Theódór Norðkvist, 19.12.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband