Myrkur

Óskaplegt myrkur er þetta. Ég held bara að skammdegisdagarnir séu alltaf að verða skemmri og skemmri. Eru ekki gróðurhúsaáhrifin búin að skemma þá eins og allt annað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var einmitt að hugsa um þetta í dag. Mér varð litið út um gluggann um fjögurleytið og það var nánast almyrkvað. Hafði á orði við mína nánustu að þetta væri með myrkari vetrum í mínu minni - en það er líka harla lélegt, þ.e. minnið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sigurður, því eldri sem ég verð, því fyrr dimmir en það birtir líka snemma hjá mér, oftast.  kveðja til þín og Mala

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vetrarsólstöður hefjast eftir nokkra daga - einn ganginn enn - Sól mun endurfæðast og gróðurhús landsins bíða spennt og rök í skammdegisskugga...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.12.2007 kl. 11:49

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vetrarsólstöður hefjast ekki, þau verða.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2007 kl. 14:01

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Áttu góða uppskrift af piparkökum?

Jón Halldór Guðmundsson, 18.12.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég á góða uppskrift af piparkökum. Ég bakaði þær um daginn og kláraði strax helminginn af þeim alein.

Svava frá Strandbergi , 18.12.2007 kl. 23:34

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Piparkökur

75 gr. smjör,
1  1/2  dl. sýróp,
1  1/2 dl. strásykur, 125 gr.
1  2/2 dl. púðursykur, dökkur,

1  2/2 dl. rjómi,
3 tsk. kanill,
 2 tsk.  engifer,
3 tsk. negull,
 4 tsk. natron (matarsódi)
10 dl. hveiti.

Veljga smjör og sýróp í potti. Blanda þurrefnunum og kryddi saman á borði. Setja svo sýrópsblöndu  og rjómann saman við. Hnoða.

Verði ykkur að góðu. 

Svava frá Strandbergi , 18.12.2007 kl. 23:45

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta á að vera 1 1/2  en ekki 1 2/2 .

Svava frá Strandbergi , 18.12.2007 kl. 23:46

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vetrarsólstöður hefjast og á þriðja degi fer sólin að hækka um þetta hænufet. Var það svo ekki kíló pipar. Það segir textinn og ekki lýgur hann!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.12.2007 kl. 09:15

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þetta er víst rétt hjáþér Ásgeir, gleymdi því í augnablikinu. Það er það sama á sumarsólhvörfum, sólin fer ekki alveg strax að lækka. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2007 kl. 11:49

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jú, Ásgeir, akkúrat, kíló pipar. Þakka þér fyrir að minna mig á.

Svava frá Strandbergi , 19.12.2007 kl. 14:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband