Grimmd

Er hægt að verja svona nokkuð með einhvers konar rökum, trúarlegum, réttlætislegum eða þjóðfélagslegum? 

Hvað hugsar manneskja í þessum aðstæðum innan um æstan múg síðustu mínúturnar í lífi síinu? Þau stjórnvöld sem láta svona líðast eiga sér enga réttlætingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sá heimildamynd um svipað á youtube og ég var gjörsamlega miður mínu, í þeirri mynd var 16 ára stúlka hengd fyrir siðferðisbrot, og það sem er skelfilegra er að þeir neituðu að trúa því að hún væri bara 16 ára og því mátti ekki hengja hana samkvæmt lögum Írans. 

Þegar það á að hengja fólk kemur kranabíll á staðinn og fólkið er dregið upp það deyr úr köfun. hengin er aldrei eitthvað sem er mannúðleg, en þó er það nokkuð ljóst að hef fólki er hrint af eða dettur niður við hengingu eru meiri líkur á skjótum dauðadaga og því miskunnsamari þrátt fyrir að um sé að ræða enga miskunn (æi þú skilur hvað ég á við.)

Núna á að koma á laggirnar trúarbragða lögreglu sem einungis kvenmenn munu stjórna og þær ráðast að trúsystrum sínum í Teheran og neyða þær í slæður, sem og túrista sem aðhyllast ekki Íslam.  Skrítið hvað lítið er talað um ástandið undir Múdda í vestrænum fjölmiðlum.

Íranir búa við helvíti á jörðu og eflaust er ástandi verra á mismunandi svæðum innan Írans en það dregur ekki úr alvarleika málsins.

Linda, 4.1.2008 kl. 17:41

2 identicon

Fylgir ekki fréttinni fyrir hvað fólkið var hengt?  Og ekki heldur hvort fólkið hafi fengið dóm eða hvort það hafi bara verið hópur af fólki úti á götu sem svona datt í hug að það gæti verið sniðugt að hengja einhvern.  Ef þetta fólk var dæmt til dauða af einhverjum dómstól sé ég ekki mun á þessu og öðrum villi-manna ríkjum þar sem dauðarefsing er við lýði, sjá Wiki: Capital_punishment.

Arnar (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Rétt er það, enginn munur! Og sama að segja um þau stjórnvöld sem láta það líðast.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála Sigurði og Arnari, í síðustu tveimur athugasemdum.

Ég var búin að sjá þetta myndband áður. Þó hengingin sé í sjálfu sér hryllileg, þá var það sem mér fannst hryllilegast, eins og Lindu, að konan dó ekki strax, heldur var hún spriklandi í snörunni í langan tíma, í heila eilífð að manni fannst á meðan maður horfði á myndbandið. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: Árni þór

Þetta er hræðilegt

Árni þór, 5.1.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband