Veđurdagatal fyrir janúar

Jćja, börnin góđ! Hér birtist ţá hiđ langţráđa veđurdagatal fyrir janúar (reyndar ansi síđbúiđ) líkt og áđur hefur birst á ţessaari veđurtöff bloggsíđu fyrir ýmsa ađra mánuđi, hvađ varđar međalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Ţetta sést á fylgiskjalinu en ţarf dálítilla skýringa viđ.

Lengst til vinstri er mesti og minnsti međalhiti sólarhringsins sem mćlst hefur í Reykjavík frá 1936 og einnig árin 1920-1923. Nćst kemur međalhiti mesta og minnsta hita sólarhringsins frá 1889-1903, tekinn af sírita en ekki af kvikasilfursmćlingum,  en ekki raunverulegur međalhiti. Munurinn á ţessu tvennu er yfirleitt mjög lítill ađ međaltali heils mánađar en getur orđiđ nokkur dag og dag. Međalhitinn er hins vegar ekki tiltćkur nema frá 1936.  Međalhitinn frá 1949, er opinber međalhiti frá Veđurstofunni en fyrir árin 1920-1923 og 1936-1948 hef ég leyft mér ađ finna út međalhitann sjálfur út frá nokkrum hitaathugunum á dag sem ég hef tiltćkar. Loks er međalhiti hćsta og lćgsta álesturs á mćli ţriggja athugana frá morgni til kvölds árin 1907 til 1919 en ekki međaltal raunverulegs hámarks-lágmarkshita.  Ađrar mćlingar en ţessar  voru bara ekki gerđar  Reykjavík ţetta tímabil. Um háveturinn eru ţessar mćlingar samt mjög nćrri međalhita eins og hann vćri út frá átta athugunum á sólarhring eins og venjan er ađ reikna hann. Ţarna sést ađ 1918 slćr allt út flesta daga hvađ kuldann snertir. Ţá komu dagar ţar sem međalhiti sólarhringsins hefur örugglega veriđ vel undir tuttugu stiga frosti.  

Útgildi hámarks og lágmarkshita í Reykjavík á hverjum degi er hér allur í einu lagi alveg frá 1935 og til okkar daga en síđan útaf fyrir sig frá 1881 til 1903 fyrir lágmarkiđ en 1885 til 1907 fyrir hámarkiđ  (einstaka ár voru eyđur) og svo er ţađ líka sér á parti sem hćst og lćgst var lesiđ á mćli 1908 til 1919.

Ekki eru tiltćkar tölur fyrir daglegan međalhita, hámark og lágmark árin 1924-1934. Ţau ár koma ţví ekki til álita hér enn sem komiđ er ađ minnsta kosti hvađ hitann snertir en hins vegar bćđi fyrir sólskin og úrkomu. Ţađ er auđvitađ hiđ versta mál en verđur svo ađ vera. Ţó eru hér stakar mćlingar fyrir Reykjavík í flipum, teknar úr Veđráttunni ef ţćr voru hćrri en allar ađrar tiltćkar tölur.

Hámarkshitinn er lesin á veđurstöđum á ţrennan hátt, frá kl. 9-18, kl. 9 ađ morgni frá klukkan 18 eđa 21 deginum áđur og svo er lesiđ kl. 18 og gildir frá kl. 18 daginn áđur og eru ţađ ţćr tölur sem alltaf eru prentađar í Veđráttunni, yfirlitsriti Veđurstofunnar um hvern mánuđ. Ţćr hafa ţann galla ađ ţegar mjög hlýtt hefur veriđ kl. 18 einhvern daginn er hćtt viđ ađ sá hiti verđi meiri en mćlist allan nćsta dag eftir kólnun nćturinar. Ţá sitjum viđ uppi međ hita á ákveđinni dagsetningu sem mćldist í rauninni daginn áđur en ekki á ţeim degi sem viđ á! Ég hef reynt ađ sjá viđ ţessu í ţeim mánuđum sem ég hef áđur fjallađ um. Um háveturinn er ekki gott ađ reyna ađ sigta nokkuđ út í ţessum efnum vegna breytilegs gangs hitans yfir sólarhinginn og er hér ţví bara ađ langmestu leyti fylgt hitanum frá kl. 18-18.

Sólarhringsúrkoman er í tvennu lagi, annars vegar frá stofnun Veđurstofunnar 1920 og áfram og hins vegar árin 1885 til 1907.

Fjöldi sólskinsstunda á dag er frá árinu 1923.

Međaltal dálkanna lćt ég fylgja međ ađ gamni.

Ţessar töflur allar hef ég útbúiđ sjálfur eftir tiltćkum gögnum en ţetta eru ekki tilbúnar töflur frá Veđurstofunni eins og ţćr liggja fyrir hér.   

Mesti og minnsti hiti á öllu landinu hvern sólarhring er ađeins tiltćkur fyrir hvern dag frá 1949 frá skeytastöđvum og 1961 fyrir ađrar stöđvar en  auk ţess frá Teigarhorni frá 1937. Hins vegar er bćtt viđ nokkrum stökum gildum sem birst hafa sem hámark eđa lágmark alls mánađarins í Veđráttunni á árunum 1920-1948 og eru hćrri eđa lćgri en öll dagsgildin frá 1949 og svo lágmarkstölur frá hinum eina og sanna kuldajanúar 1918. 

Hámarksita frá sjálfvirkum stöđvum frá 1996 ára má sjá í sérstökum dálki ef ţćr slá út ţađ sem kvikasilfursmćlarnir hafa mćlt  en sjálfvirkar hitamćlingar hafa ađeins stađiđ í nokkur ár. Samsvarandi  lágmarkshita hef ég ekki ađ sinni.

Í flipum má sjá ţegar um fleiri en eina ársetningu er ađ rćđa og ýmsar snjallar athugasemdir! Lesiđ endilega ţađ sem stendur í dularfullum flipunum!  

Villur geta veriđ hér á vappi og jafnvel meinlokur en ţćr verđa leiđréttar undireins og upp um ţćr kemst.

Stefnt er ađ ţví á Allra veđra von í göfugri veđurdellu (!) ađ útbúa sams konar dagatal fyrir alla mánuđi ársins og ţegar fram í sćkir einnig ýmislegt lesmál og kort um veđriđ hvern dag ársins. 

Heimildir: Íslenzk veđurfarsbók, 1920-1923, Veđráttan 1924-2003, Veđurfarsyfirlit 2004-2007, vefsíđa Veđurstofunnar, ýmis gögn frá Veđurstofunni.  


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ţú ert svo svalur, eđa var ţađ kannski Mali sem bjó ţetta allt til?

halkatla, 26.1.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali er sá alsvalasti og viđ vinnum saman! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 26.1.2008 kl. 15:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband