Stórskrýtin tilvísun dómsmálaráðherra

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra víkur að mér á bloggsíðu sinni:

"Skrifin um hleranamálið taka á sig skrýtinn svip eins og hér má sjá. Víst er, að ég fer ekki varhluta af því, að sumum er ókleift að ræða þessi mál efnislega, af því að þeim er svo mikið í mun að reka hornin í mig. Hvað skyldi vandlætarinn Sigurður Þór annars segja um skrif Jónasar Kristjánssonar um föður minn? Undir hvað skyldi Sigurður Þór flokka þann hug, sem þar býr að baki?"  

Mér er hulin gáta hvers vegna Björn veltir fyrir sér hvað ég segi um skrif Jónasar Kristjánssonar um föður hans. Ég hef ekki lesið þau enda þarf ég ekki að svara fyrir önnur skrif en mín eigin.  

Og það er allt í lagi með þau. Mér finnst að menn eigi að "vandlætast" yfir hlerunarmálinu þó Björn Bjarnason skrifi um það af fyrirlitningu. Og ég hef ekki sagt neitt um föður hans nema það að hann hafi verið oflofaður eins og flestir aðrir stjórnmálamenn og að hann hafi verið úlfur í sauðargæru - í hlerunarmálinu. Og það var hann. Er hægt að segja annað um mann sem leggur á hleri yfir  einkamálum annara? Ég er hins vegar ekki svo skyni skroppinn að ég geri mér ekki grein fyrir því að menn eiga sér margar hliðar. Það er misskilningur að ýja að því að ég sé í flokki þeirra sem hafa almennt eitthvað mikið út á Bjarna Benediktsson að setja. Þvert á móti hef ég töluverðar mætur á honum. Hann fjallaði meira að segja skynsamlega um veðrið oft og tíðum í Reykjavíkurbréfum sínum í þá gömlu góðu daga þó stundum hafi þeir verið kaldir og stríðir!

Mér finnst aftur á móti eins og mörgum öðrum að Björn ætti ekki að vera að svara fyrir hlerunarmálið af augljósum ástæðum. Láta það öðrum eftir. Og vísun Björns til geðveikramála, jafnvel þó óbein væri, finnst mér ekki sæmileg  en það hefur líklega einmitt verið sá punktur sem honum finnst "skrýtinn" í þeim skrifum mínum sem hann vísar til. Og ég þykist reyndar hafa fjallað ekki minna "efnislega" um hleranamálið en Björn sjálfur. En það er ekki um sama skilning að ræða.  

Pistlar mínir á blogginu, bæði sá sem Björn vísar til og aðrir, eru annars síst skrýtnari en það sem hann sjálfur lætur frá sér fara á sinni síðu.

Tilvísun hans til einhverra skrifa Jónasar Kristjánssonar í sambandi við mig er ekki aðeins skrýtin heldur alveg stórskrýtin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra

Björn Bjarnason virðist ekki gera sér grein fyrir hugarangrinu sem njósnir stjórnvalda ollu, ekki bara fjölskyldunum sem fyrir þessu urðu heldur öllum ættingjum þeirra og vinum. Kannski stendur honum á sama. Það var ömurlegt að vita af þessu undirförula gægjugati stjórnvalda og hnýsninni í einkalíf fólks. Það er eins og BB vilji að persónunjósnirnar verði flokknum sínum til eilífrar skammar, a.m.k. hafa hann og hans líkar ekki dug í sér að biðjast afsökunar á illu athæfi. Hroki í æðsta veldi. Sigurður, hafðu þökk fyrir góðan pistil. Bestu kveðjur.

Þóra, 1.6.2008 kl. 18:45

2 identicon

Big Brother aka BB is watching you... farðu varlega félagi! :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Herr doktor! Enn einu sinni er bloggtelepatía í gangi. Ég var að  lesa síðuna þína rétt í þessu og þá kemur þú inn á mína. Segðu svo að það sé ekki fleira milli himins og jarðar en heimspekina dreymir um! Voru  þau ekki svona annars frægu orðin sem alltaf er verið að vísa til í Hamlet? Skyldi guð nokkuð vaka yfir mér  líka. Bara spyr!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 19:19

4 identicon

Tilviljun maður, köllum þetta réttum nöfnum.... þar til annað verður sannað ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að það hafi verið guðs gæskuríka náð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 20:37

6 identicon

Þá skulum við vera sammála um að vera ósammála :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

BB er veikur maður, illa haldinn af fasisma.

Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 00:40

8 Smámynd: Þóra

Það er nefnilega það, strákar. Vá, hvað þið takið alltaf mark hver á öðrum. Alltaf gaman að spjalla við ykkur.

 Við bara önsumsumsumþessekki!

Þóra, 2.6.2008 kl. 02:02

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lá Bjarni heitinn Benediktsson sjálfur "á hleri yfir einkamálum annara?" – Alveg áreiðanlega ekki, Sigurður minn.

Jón Valur Jensson, 2.6.2008 kl. 02:46

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað lá Bjarni ekki sjálfur á hleri Jón minn Valur. Það vita allir. En hann var ábyrgur fyrir hlerununum sem dómsmálaráðherra. Það vita líka allir. Þú líka. Það er því óþarfi að ætla mér svona grunnfæran skilning. Hins vegar hefði það verið skárra ef hann hefði hlerað sjálfur í stað þess að láta aðra vinna fyrir sig verkin. Það hefði verið ærlegra. Þú fyrirgefur að mér er alveg fyrirmunað að sjá athafnir stjórnmálamanna í ágengni þeirra við borgarana í einhverrju kurteisu stjórnmálaljósi. Það á að kalla hlerunarmálið það sem það var: ófyrirgefanlega átroðning og dónaskap í garð þerirra sem fyrir urðu. Menn eiga að líta alvarlegum augum á það þegar menn hlera einkamál annarra, ekki bara þeirra sem skráðir voru fyrir númerunum heldur allra annarra sem töluðu og hringdu í símana. Það hefði líka verið eins vont ef það hefðu verið vinstri stjórnir sem létu hlera hjá sjálfstæðisflokksmönnum. Afhverju eru menn að afsaka hleranir stjórnvalda hver um annan þveran. Það á ekki að afsaka slíkt háttarlag þegar engin, alls engin gögn, liggja fyrir um saknæmt hátterni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2008 kl. 12:11

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Björn er alvarlega heilaskaðaður úr kalda stríðinu og hefur þar að auki eins og ýmsir aðrir trúarstrumpar  reglulega samráð við einhverjar raddir í eigin haus sem líklega stafa af truflaðri rafleiðni þar uppi (eins konar vægri flogaveiki).

Lýðveldið og guðleg forsjón.

Þingvallakirkja,17. júní, 2004.

http://www.bjorn.is/greinar/2004/06/17/nr/2798

"""...Þegar ég hugsa til ræðumannanna, sem stóðu á Lögbergi fyrir 60 árum og lofuðu gæsku Guðs við íslensku þjóðina, held ég að hvorki þeim né nokkrum áheyrenda þeirra, hefði dottið í hug, að það yrði hugsanlega notað til gagnrýni á þá, að þeir vísuðu til handleiðslu Guðs almáttugs. Í apríl síðastliðnum ræddi ég gildi bænarinnar á prestastefnu og varð það tilefni greinar í Morgunblaðinu, þar sem höfundur sagði meðal annars:

„Ég vil setja stórt spurningarmerki við dómgreind þeirra sem telja sig þess umkomna að halda því fram að þeir hafi fengið guðlega leiðsögn. Er ekki mannkynssagan full af ráðamönnum þjóða og kirkna sem farið hafa hamförum í sínu sambandi við óútskýranlegar verur?“

Með öðrum orðum, góðir áheyrendur, nú á dögum, þegar stjórnmálamenn leyfa sér að ræða gildi bænarinnar og lýsa trausti sínu á hina guðlegu forsjón eru þeir ávíttir fyrir að telja sig í samandi við „óútskýranlegar verur.“

Greinarhöfundur vill, að skynsemi, rökhyggja og mat á öllum aðstæðum ráði, þegar stjórnmálamenn eða aðrir taka ákvarðanir. Ég er sammála því.

En ég spyr: Hver verður verri af því, að sækja styrk til þess, sem fullvissar okkur um, að hver sá öðlist, sem biður, sá finni, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, muni upp lokið verða. ..."""

Baldur Fjölnisson, 2.6.2008 kl. 15:12

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér líkar ekki þegar menn í umræðum ætla þeim sem þeir eru ósammála að vera heilskaðaðir, flogaveikir, með þráhyggju eða eitthvað. Mér finnst það einmitt hafa verið rangt af Birni Bjarnasyni að vísa með velþóknun á blogg þar sem geiðheilsa gagnrýnenda ráðherrans var dregin í efa, talað um þráhyggju, og réttast væri að geðlæknir skýrgreindi ástandið. Vísunin til geðlæknis sýnir að vala er hægt að taka þetta sem óeiginlega vísun en jafnvel þó svo væri er það mikill ósiður, sem félagið Geðhjálp er oft að amast við, að nota óeiginlegar vísanir um geðheilsu andstæðinga sinna í umræðu. Það er ljóst að slíkt er ekki gert í virðingaskyni heldur til óvirðingar. Það kemur inn þeirri skoðun hjá fólki að það sé eitthvað lélegt og ómerkilegt að líða af geðrænum kvillum. -Raunveruleg þráhyggja er reyndar andstyggilegur sjúkdómur.- Þetta stuðlar að fordómum í garð geðsjúkra. Égf held líka að almennt telji flestir að leggi beri þennan ósið af. En þegar mektarmenn beita honum í raun og veru, biskupar og ráðherrar, lyppast allir niður og finnst að allt í lagi. En ég segi: Það stuðlar að fordómum gegn þeim sem síst skyldi og það á að amast við því. Jafnvel þó það sé talið skrýtið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2008 kl. 15:39

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Maðurinn hefur sjálfur sagt blákalt að hann telji ekkert athugavert við að stjórnmálamenn hafi samráð við einhverjar yfirnáttúrulegar verur (sem eru jafnframt alveg ósýnilegar og raunar óskýranlegar), les væntanlega:raddir í þeirra eigin haus. Mér finnst slíkt benda til einhvers konar geðröskunar og sennilega óreglulegrar rafleiðni í haus viðkomandi en ég er hins vegar alveg laus við alla fordóma í garð geðsjúkra. Ekki neyði ég Björn Bjarnason til að bulla. Hann sér víst alveg um það sjálfur og þá væntanlega með aðstoð þessarra ósýnilegu undravera sem hann sækir sitt til.

Baldur Fjölnisson, 2.6.2008 kl. 21:24

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður minn, viljir þú eðlilega tillitssemi, þá ættirðu líka að hafna heiftarinnleggjum eins og líta má á þessari vefslóð þinni. Ég hafði ekki lesið innlegg Haralds Davíðssonar 2.6. kl. 0:40, þegar ég setti inn aths. mína, og svo bætist við annað heiftúðugt frá Baldri Fjölnissyni 2.6. kl. 15:12, sem mér finnst lágmark, að þú ættir að taka það fram um þær báðar, að þér hugnist þær ekki.

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 02:28

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var ég ekki að lýsa því yfir að mér líkaði ekki málflutningur Baldurs og líka Haraldar (sem segir að Björn sé veikur) með því að segja að mér líkaði ekki þegar menn færu að tala um veikindi andstæðinga sinna en það gildir bara líka um BB. Var ég ekki að enda við að segja að mér líkaði ekki þannig málflutningur. Hvað viltu að ég geri meira? Ég var að taka það fram að mér hugnist þetta ekki: " Mér líkar ekki þegar menn í umræðum ætla þeim sem þeir eru ósammála að vera heilskaðaðir, flogaveikir, með þráhyggju eða eitthvað." Mér finnst fyrir neðan allar hellur að kalla menn veika, heilaskaðaða eða svoleiðis. Þú hefur greinilega ekki skilið athugasemd mína. En nú spyr ég þig, sem stundum ert að setja út á hvernig ég blogga, en ég læt þig alltaf í friði með það sem þú bloggar á þinni síðu, hvort ÞÉR finnist viðeigandi að menn séu að ýja að því hvort eitthvað sé athugavert við geðheilsu andstæðinga sinna. Því máttu gjarna svara en að öðru leyti ætla ég ekki að rífast meira við þig um þetta mál. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 11:26

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sigurður, mér finnst vissulega hvort tveggja rangt að "ýja að því hvort eitthvað sé athugavert við geðheilsu andstæðinga sinna" og eins (auðvitað ennþá frekar) að tala eins og Baldur gerði: "Björn er alvarlega heilaskaðaður" og enda á aðdróttun um flogaveiki (!!!), og eins sagði Haraldur ekki aðeins: "BB er veikur maður," heldur bætti við annarri óréttmætri háðsglósu: "illa haldinn af fasisma" (!!!).

Hitt er rétt, Sigurður, að þú varst jú búinn að gera aths. við þetta um flogaveikina og þá hitt með, ég hafði bara ekki tekið nógu vel eftir. En sjálfur hefði ég fleygt út þessum ósvífnu, hrikalegu meiðyrðum.

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 13:14

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott svar Jón Valur! Það er alltaf álitamál hverju menn eiga að henda út. Ég hef hent út kommentum, t.d. níði um þig. En þessi tvö komment, sem hér eru til umræðu eru hugsunarlega á svo lágu plani, ekki vitsmunalega heil brú í þeim, að mér finnst þau dæma sig sjálf sem dauð og ómerk.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 14:12

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég læt kommnetin standa einmitt sem ljótan minnisvarða um það hvernig menn nota ýjanir að geðheilsu manna í umræðu og það gefur mér færi á að mótmæla harðlega slíkum aðferðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 14:37

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fyrr má nú vera kóunarsýkin.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 21:13

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er fyrir lifandis löngu búið að finna út að fólk sem er í sambandi við raddir í eigin höfði og hefur samráð við þær þjáist af vægri flogaveiki. Þetta hefur með truflanir á rafleiðni að gera. Kannski ruslpóstur sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar en telur nú hlutverk sitt að vera að "skemmta" fólki taki þetta einhvern tímann fyrir.

Það þýðir ekkert að reyna að klína einhverjum stimplum á mig. Ég hef alls enga fordóma í garð geðsjúkra. Hins vegar eru augljóslega síkópatar í æðstu stöðum í heimi hér og sálufélaga þeirra er víða að finna. Það er engin leið framhjá því. Það laðast ávallt hvað að öðru sem deilir sameiginlegum gildum, hugmyndafræði og eftir atvikum geðveilu.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 21:28

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars óska ég þér innilega til hamingju Sigurður með það að fá Jón Val til að kóa með þér í þessum ad hominem trixum og engan annan. Það leitar ávallt saman sem deilir sameiginlegum gildum og hugmyndafræði og eftir atvikum geðveilu.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband