Viđbrögđ Mala viđ Hauki og Sigmari í Kastljósinu

Hvernig stendur á ţví ađ hann Sigmar sem oft er grimmur eins og vargur viđ ţá sem hann spyr út úr var eins og slytti ţegar hann rćddi viđ Hauk Guđmundsson? Sigmar sýndist heldur ekki hafa undirbúiđ sig neitt. Hann virtist taka yfirlýsingu Hauks um ólöglega dvöl eiginkonu Ramses gilda ađ öllu leyti og spurđi engra nánari spurninga út í hvernig ţví vćri fariđ, hvađ ţá ađ hann spyrđi óţćgilegra spurninga. Ég er handviss um ađ vel undirbúinn spyrill sem eitthvađ hefđi kynnt sér lagabókstafi hefđi getađ leit ýmislegt í ljós. Skýringarlausa stađhćfingu Hauks Guđmundssonar er ekki hćgt ađ taka alvarlega og Sigmar átti einmitt ađ sýna fram á ţađ. Hefđi ţađ veriđ fagleg vinnubrögđ.

Einkennilegt var annars ađ horfa á Hauk. Hann er mađur sem lćtur engan bilbug á sér finna og samviskan vefst ekki fyrir honum eđa ţađ sem kallađ er "mannúđ". Enda hefur hann reglurnar á hreinu. Og hann mun óhikađ halda áfram á sinni braut. Björn Bjarnason treystir honum líka fullkomlega.     

Ţađ fauk í hann Mala yfir linku Sigmars og vélrlćnu miskunnarleysi Hauks. Ég náđi myndum af ţví ţegar hann mótmćlti hástöfum og ţegar hann varđ svo heitur ađ hann varđ bókstaflega ađ kćla sig  niđur.

Loks er bónusmynd af ţví ţegar Mali var ađ blása á kertiđ ţegar hann átti eins árs afmćli.

Mali er góđur köttur. Og í augum guđs er betra ađ vera góđur köttur en vondur mađur.

Mali ađ prótestera.

PICT2629

Mali ađ kćla sig niđur.

PICT2631

Mali ađ blása á afmćliskertiđ.

PICT2633

Hćgt er ađ stćkka myndirnar mjög međ ţví ađ smella ţrisvar á ţćr.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikiđ er hann sćtur međ opinn kjaftinn.......

Magga (IP-tala skráđ) 4.7.2008 kl. 21:01

2 identicon

Ég tek heils hugar undir međ Mala í ţessu máli.

Mjá.

Jesús Kristur (IP-tala skráđ) 4.7.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Og nú bíđ ég bara eftir postulunum tólf.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 4.7.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála!Var hálf reiđur líka. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.7.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Linda

Algjörlega 100% sammála, ég skildi ekki hvađ Sigmar var ađ hugsa hvađ ţá gera, ţetta var svo vanmáttugt hjá honum.

kv. 

PS. Mali Sćtur 

Linda, 4.7.2008 kl. 22:11

6 identicon

Ţiđ geriđ Sigmari rangt til. Hann skilađi sínu međ mikilli prýđi, enda einn besti spyrill sjónvarpsins.Ţađ kom vel fram í ţessu  viđtali. Haukur Guđmundsson skýrđi ţetta tilfinningaţrungna mál mjög vel.

Eiđur (IP-tala skráđ) 4.7.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég er ekki sammála ţér Eiđur. Mér fannst Sigmar, sem oft er fjári góđur, bregđast alveg bogalistinn.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 4.7.2008 kl. 22:57

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mali er dýrlegt skoffín!!

Kveđja frá Tító urđarketti, Gosa skuggabaldri og mér,  tófunni?

Svava frá Strandbergi , 4.7.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Má ég biđja um einn Mala í stađinn fyrir hálfvita í mannsmynd.

Ég sá ţig í dag og svo var ég rokinn.  Meiri stressiđ alltaf (á karlinum ekki mér).

Á morgun kl. 12,00 segir Hörđur Torfa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 23:29

10 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali er ljós í vondum og guđlausum heimi.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.7.2008 kl. 00:30

11 Smámynd: halkatla

fáir menn taka Mala fram

halkatla, 5.7.2008 kl. 00:32

12 identicon

Hann Mali fegurđarkóngur er mikiđ gáfuketti og ég er sammála honum varđandi Sigmar í Kastljósinu í kvöld - ég setti líka upp kryppuna viđ ađ hlusta á hann.  Hann stóđ sig afar illa í stykkinu og međhöndlađi Hauk međ algjörum silkihönskum - eiginlega tiplađi á tánum í kringum hann.  Hann hefur oft veriđ miklu betri spyrill en ţetta.  Mér fannst eins og hann hefđi engan áhuga á málefninu og vildi bara hespa ţví af í flýti - eins og hann tćki ţetta viđtal viđ Hauk af eintómri skyldurćkni.  Sjónvarp RÚV hefur oft veriđ kallađ Bláskjár og Útlendingastofnun heyrir undir BB í Dómsmálaráđuneytinu.  Mađur spyr sig hvort eitthvađ samhengi sé ţarna á milli.

Mér sýnist hann Mali vera fremur súr á svipinn ţar sem hann er ađ blása á afmćliskertiđ - ég held hann skilji ekki alveg húmorinn í Malapabba ađ setja heilan ljósastaur ofan í matinn hans.   

Helga (IP-tala skráđ) 5.7.2008 kl. 00:33

13 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali er svo mikiđ merkikerti ađ allt verđur ađ vera viđ hćfi! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.7.2008 kl. 00:36

14 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Nei, Anna Karen! Ert ţú viđ tölvu ađ kommenta. Ég hélt ţú vćrir í höfuđborginni ađ djamma!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.7.2008 kl. 00:42

15 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ég vissi ađ Mali vćri gáfađur köttur, en ađ trođa sér inní frystir  Hann er ofurgáfađur

Lilja Kjerúlf, 5.7.2008 kl. 11:36

16 Smámynd: AK-72

Ein rök gef ég ekki mikiđ af hálfu Útlendingastofnunar, og ţađ er ađ ţetta sé fordćmisgefandi ađ međhöndla Ramses-fjölskylduna út frá mannúđarsjónarmiđum. Í fyrra var nefnilega talađ um af rađamönnum ţegar kom ađ tengdadóttur Jónínu ađ hvert mál vćri einstakt og međhöndlađ sem slíkt, og ţessi ríkisborgararéttarveiting vćri ekki fordćmisgefandi. Skyndilega nú, ţá er meöhöndlun á umsóknum einstaklinga í svona málum orđin fordćmisgefandi en ekki einstök.

AK-72, 5.7.2008 kl. 16:27

17 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţessi mađur er ekki tengdasonur ráđherra. Ef svo vćri vćri hann hér enn. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.7.2008 kl. 17:20

18 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég legg til ađ Mali verđi gerđur ađ dómsmálaráđherra og ég mér sýnist á svipnum á honum ađ hann gćti auđveldlega líka stýrt útlendingastofnun međ annarri hvorri vinstri loppunni.

María Kristjánsdóttir, 5.7.2008 kl. 18:09

19 Smámynd: halkatla

ég er í gestatölvu á mjög anarkísku fyrirmyndarheimili í borginni og ţó ađ ţađ sé mikiđ fjör og afar gaman, ţá fer lítiđ fyrir djammi. Auk ţess deila allir hér depurđinni međ Mala, yfir ţessu Sem betur fer veit hin viđkvćma og góđhjartađa Kassandra ekkert um ţetta mál og ekki Karítas heldur, ţćr fá ekkert ađ vita fyrren allt er um garđ gengiđ. Ég hef ekki enn séđ viđtaliđ misheppnađa, tölvan sem ég er í vill ekkert spila. En svipurinn á Mala segir mér allt sem ég ţarf ađ vita!

halkatla, 5.7.2008 kl. 22:34

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Hann Mali er skynsamur köttur, eins og flestir kettir eru

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 6.7.2008 kl. 02:11

21 Smámynd: halkatla

ţessar myndir eru rosalegar en Mali er svo myndarlegur ađ hann slćr ţćr út í raunveruleikanum

halkatla, 8.7.2008 kl. 00:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband