Efst á baugi

Vorið er komið, og grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni, og senn kemur lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í tún.
Nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer,
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smali og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.

Í dag var ellefu stiga hiti í Reykjavík og tíu á Akureyri.

Meðalhitinn í borginni það sem af er apríl er um það bil tvö og hálft stig yfir meðallagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mér þykir duggulítið um áhuga þinn á góðu veðri.Kuldinn drepur, ef ekki líkamann þá sálina a.m.k. Það er ýmsu til fórnandi  að mannlífið nái fluginu dagpart við sól og sumaryl.  Jafnvel hækkuðu sjávarborði um nokkra nanómetra.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.4.2009 kl. 22:59

2 identicon

Nokkra nanómetra?!  Já, og núna er aftur farið að rigna.  Nokkrum nanódropum. Rain Cloud

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband