Trúarmengun

Allir vita nú á dögum hve nær messur eru haldnar. Það þarf ekki að hringja neinum kirkjuklukkum til að minna menn  á það.

Klukknahringingar mínútunum saman eru einhver hvimleiðasta hávaðamengun sem þekkist fyrir nágrennið.

Má ekki hætta þessum ósið? Banna hann sem hverja aðra hávaðamengun?

Af sömu ástæðum er ég á móti því að múslímar fái að koma upp bænaturnum með þessum eilífu köllum sínum sem æra alveg óstöðuga.

En ef þeir töluðu táknmál á turnspírunni  væri mér alveg sama!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já er ekki hægt að koma þessum stofnunum fyrir utan íbúðarbyggða ?

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

*GONG*GONG*GONG*GONG*...... o.s.frv.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 20:14

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ýmsir hafa víst kvartað vegna kirkjuklukkna en á það er ekki hlustað. Talaðu við hvaða prest sem er um þetta og hann vill ekki taka tillt til annarra en sinnar eigin stofnunar. Kirkjan hefur aldrei hlustað á neitt nema sjálfa sig.  Ef ég hins vegar blési í trómet í hálftíma úti á svölum á hverjum sunnudegi yrði hins vegar fljótlega gripið í taumana. Verst að ég á ekki trómet!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er breimavæl af blikkþaki eins og venjulega, Sigurður. Ef múslímar láta illa og kristnir hrista sín klukkuverk, hvað með að gerast gyðingur í hvelli? Þeir leyfa mönnum að sofa út á sunnudögum.

Táknmál í turnspírunni  Magnað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.12.2009 kl. 00:38

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, mér líst bara vel á Jahve gamla. Hann er mildur og réttlátur við þá sem á hann trúa, enginn píndur á krossi, og geir beinan þeirra veg, en vei hinum vantrúuðu og heiðingjunum. Hann tekur í lurginn á þeim eins og þeir eiga líka margfalt skilið. Brenndi bræði Jahve hvíli á þeim að eilífu! En þarf maður ekki að vera Gyðingur til að vera gyðingur? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 01:17

6 identicon

Hvernig væri að banna endurtekningargjörn jólalög og Kókhraðlestir á þessum árstíma? Flokkast það ekki líka undir mengun á þessum tíma? Já eða síbylju auglýsinga og pésa upp um allar gáttir?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 08:02

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tökum bara Pollýönnu á þetta og verum þakklát fyrir að hafa heyrn!

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 09:22

8 identicon

Já, og hvað er málið með sjónmengunina? Fólk farið að skreyta húsin sín hátt og lágt með ljósum og skrípaköllum. Maður sér varla myrkrið fyrir ljósum!

Hvað á þetta að þýða???

Malia (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 10:20

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hljóð sem berst um heilt hverfi er allt öðru vísi fyrirbæri en ljósaskreyting á einu húsi. Það gefur augaleið. Út af fyrir sig er svo ekki hægt að afsaka hljóðmengun á einum stað með hljóðmengun á öðrum stað. Pllýönnuhugarfarið er mikið kúgunarafl. Það eyðir ölllum málefnalegum rökum, til eða frá, það er aðeins ætlast til að þeir sem eiga upptök að því sem vandræðum veldur eigi allan rétt. Hinir eigi að vera glaðir yfir því og ef ekki þá verða þeir stimplaðir leiðingapúkar. Jólaljósmengun, sem oft er reyndar smekklaus og vúlgar, er tímabundin, kirkjuklukkur eru að allt árið. Mér er þetta ekkert hitamál enda bý ég  hvergi nærri kirkju en hef alla samúð með sem finnst þeir verða fyrir truflunum frá kirkjuklukkum. En sumir geta spurt: Getið þið þá bara ekki flutt annað. Mjög vinsæl rök í svona tilfellum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 13:15

10 identicon

Ég bjó við hliðina á Háteigskirkju í 2 ár og það var vægast sagt skelfilegt. Á sunnudögum byrjuðu ósköpin kl. 10.30 og að mig minnir á 5 mín. fresti til kl. 11.00.  Sama var upp á teningnum eftir hádegi.

Laugardagar voru skelfilegir þegar að það voru kannski 5-6 giftingar í kirkjunni.

Og þú Carlos Ferrer þú værir ekki svona kokhraustur ef þú hefðir búið með ungbarn við hliðina á Háteigskirkju.  Þetta er ekkert grín.  Og að sjálfsögðu tók kirkjan ekkert tillit til íbúanna.

Þetta var mjög mikill og óþægilegur hávaði og streituvaldur. 

Ekki auðvelt að selja íbúðir í nágrenni kirkjunnar.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 14:05

11 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það verður líklega að hringja kirkjuklukkum á táknmáli líka.

Nú eru nágrannar okkar búnir að setja upp hann Gluggagæi sinn. Hann stendur uppi á skyggni yfir útidyrum snýr að stofuglugganum okkar og lýsir hana upp í svona líka ljómandi skærum rauðum bjarma.

Það er ekki aumingja Gluggagæi að kenna að honum er komið fyrir á þessum stað, sem bregður þessari rauðu birtu inn til okkar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, en fólk ætti kannski að hugsa aðeins út fyrir sín eigin lóðarmörk þegar það setur upp ljósin sín.

Þessi Sveinki hverfur sem betur fer eftir jólin, en allskonar hávaða og sjónmengun dynur á skilningarvitum okkar allan ársins hring og það sem einum finnst himneskur ómur finnst öðrum hávaði til ama.

Það er líklega í þessu eins og flestu öðru að gagnkvæm tillitssemi og virðing gefst best.

Það er vitað að kirkjuklukkum er hringt og múslimir kalla til bæna frá minarettum.

Hvar byrjar réttur eins og hvar endar réttur annars?

Hólmfríður Pétursdóttir, 13.12.2009 kl. 16:02

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn eiga ekki rétt á að hafa uppi hávaða sem truflar annað fólk inni á heimilum sínum sem það kemst ekki frá, hvort sem það er tillitslaus nágtranni eða kirkja. Það er mín skoðun. Afhverju á einn að hafa rétt til að neyða sinni músik yfir á aðra?  Ég hlusta eingöngu gegnum heyrnartól.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 16:07

13 identicon

Fyrir mig og aðra sem bjuggum í 30-50 metra fjarlægð frá kirkjuturnum Háteigskirkju olli þetta truflun á daglegu lífi, var bæði pirrandi og streituvaldur.  ÞETTA VAR OG ER FÓLKI EKKI BOÐLEGT !!!

Og þið hér að ofan sem skiljið ekki þessa gremju, gistið eina helgi beint á móti Háteigskirkju og sjáum hvað þið segið eftir það.  Hafið með ykkur ungbarn líka og ekki væri verra ef þið væruð veikir líka og þyrftuð á hvíld að halda.  ÞVÍ HANA FÁIÐ ÞIÐ ENGA !!!!!

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 18:21

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vitnisburður Egils er mjög athyglisverður. Hvað hefur Hólmfríður um hann að segja. Allir prestar myndu eflaust segja að það væri bara nöldur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 19:07

15 identicon

Óskapa væll er þetta. Þeir sem ekki þola hljóð samfélagsins eða ljósakreytingar til hátíðabriðga eiga bara að flytja upp í sveit. Fyllum eyðisveitirnar af kverúlöntum!

skellur (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 20:28

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lestu aftur það sem Egill skrifar skellur. Hvenrig væri að hlusta á það sem fólk segir, ég tala nú ekki um að taka tillit til þess. Það er svo hámark málefnaleysisins að tala um að senda kverúlanta upp í sveit. Þetta köllum við skæting og er aðalsmerki lélegrar hugsunar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 22:17

17 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, þú spyrð hvað ég hafi um vitnisburð Egils að segja. 

Ég efast ekki um að Egill segi satt og rétt frá og ég hef ekkert ráð að gefa honum eð öðrum í sömu sporum.

Ef þú vilt vita hvað mér finnst um það að fólk þurfi að búa við það að athafnir annarra, stofnana eða einstaklinga, rýri lífsgæði þess, þá finnst mér sama eiga við um það og annað sem verður fólki að ágreinings efni.

Sem sagt reyna að fá áreitinu breytt.

Ef það gengur ekki er ekki um annað að gera en að draga úr áhrifunum þess eins og hægt er.

Svo reynist mér vel að taka sjálfa mig í jákvæða atferlismeðferð til að sætta mig við það sem ekki verður breytt.

Ég viðurkenni að þetta er hægara um að tala, en í að komast og ég hef ekki einu sinni gengið yfir til nágranna með veikari ljósaperu, enda Gluggagægir bara tímabundin innrás á heimilið.

En annars getur verið að fólk þurfi að hugsa um þetta eins og annað þegar það velur sér húsnæði.

Ef ég ætti að velja milli skólabjöllunnar, sem hringir alla virka daga á 95 mínútna fresti frá 8 á morgnanna til 3 eftir hádegi og kirkjuklukkna sem flestar hringja aðeins þegar athafnir fara fram í kirkjunni. Þá mundi ég velja nágrenni við kirkjuna.

En mín reynsla af svona hljóðum sem eru hluti af umhverfishljóðunum heimilisins er sú að þau venjast og ég sakna þeirra ef þau hverfa.

Hólmfríður Pétursdóttir, 13.12.2009 kl. 22:40

18 identicon

Það nær náttlega ekki nokkurri átt að menn séu með hávaða og læti þegar maður er að reyna að slappa af sko... enginn afsökun fyrir slíku þó svo að sumir séu að lofsyngja dauðann og aðra vitleysu

DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:41

19 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þessi mynd er á við margar hljóðmengunarhreinsistöðvar.

Ég þekki ýmsa sem vildu geta brugðið upp svona mynd framan í aðra. Hún kemur manni gott skap sé maður það ekki fyrir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.12.2009 kl. 10:52

20 identicon

Já kirkjuklukkur og skólabjöllur geta verið alveg óþolandi. Sem betur fer er búið að breyta innhringingunni í Austurbæjarskóla, nema ég sé farin að missa heyrn, maður er allaveganna hættur að heyra þetta alla daga. Svo mætti alveg setja hljóðkút á þessa blessuðu Hallgrímskirkju, það glymur í henni á 15 mínútna fresti hálfan sólahringinn allt árið og stundum oftar.

Ég skil bara ekkert í þessu og á erfitt með að sjá tilganginn með allir þessari hljóðmengun. Mér finnst nefnilega alveg nóg að hlusta á röflið í liðinu í kringum mig þó ég þurfi ekki að vera hlusta á einhvern klukknahljóm og GUÐ hjálpi okkur öllum ef við förum að reisa bænaturna sem eitthverjir nefmæltir karla góla úr nokkrum sinnum á sólahring. Þá held ég að það megi bara leggja mig inn á geðdeild, ef ég missi ekki heyrnina áður. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:35

21 identicon

Eg bið um umburðarlyndi, líka gagnvart skætingi.  Eg er einfaldlega að segja að maður getur þurft að þola ýmis hljóð og óþægindi af öðru fólki ef maður kýs að búa þröngt. Bjó sjálfur um tíma á þeim slóðum í Rvík að eg þurfti að þola umferðarhávaða og grátstafi drukkins fólks á víxl. Tók mig þá til og flutti. Samt kom til greina að sitja áfram og þola þessi hljóð. Kirkjuklukkur ónáða mig ekki - því get eg hugsað mér að búa við þær. Fuglasöngur gerir það ekki, en umferðarniður er öllu verri. Eg hef búið við minorettusönglanda í nárenni mínu nótt sem nýtan dag (reyndar bara um þriggja vikna skeið). Það gekk ekki fram af mér.  Mjálm og gelt get eg þolað, en fyrir suma er það óþolandi. Það er auðvitað álitamál hversu langt umburðalyndið getur gengið, en sjálfum finnst mér það bara óttalegt væl að kvarta undan smá klukknahringingum í ljósi alls þess áreitis sem maður kann að verða fyrir í nábýli við sérvitra samferðamenn. Hvað kemur næst?

Skellur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:15

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hæfilegur skætingur getur alveg á rétt á sér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2009 kl. 19:16

23 Smámynd: Kama Sutra

Ungakrílið hans Dokksa segir allt sem segja þarf í umræðunum hérna.

Óþarfi að orðlengja hlutina frekar.

Kama Sutra, 15.12.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband