Fćrsluflokkur: Allt í plati

Dauđans alvara

Nú er ég kátur og glađur eins og flesta daga. Fór á Landsbókasafniđ og leysti út eldgamla myndabók um líf Schuberts, frá 1913, sem komin er frá prússneska staatsbókasafninu í Berlín. Kannski hafa voldugir nazar veriđ ađ fletta henni í den tíđ áđur en ţeir fóru ađ stríđa. Í bókinni eru sjaldgćfar myndir sem varđa líf tónskáldsins Schuberts. Ein mynd finnst mér sérlega hugsanavekjandi um hverfulleika lífsins.

Já, í dag erum viđ kokhraust og kjaftor og rífumst um klám og femínista, álver og einhverja vonlausa stjórnarskrá en á morgun verđum viđ steindauđ og vitum ekkert í okkar haus. Ćđi margir vita reyndar nú ţegar ekkert í sinn haus.

Ţegar Schubert, sem var jarđađur viđ hliđina á Beethoven (ein nauđaómerkileg gröf á milli), var búinn ađ lúra iđjulaus í gröf sinni í ein fjörtíu ár var hann grafinn upp ađ nýju og líka Beethoven og voru ţeir draugarnir svo fluttir í heiđursmannagrafreit í útjarđi Vínarborgar. Ljósmyndatćknin var komin til sögunnar og gátu menn ekki á sér setiđ ađ ljósmynda höfuđskeljar snillinganna áđur en ţeim var aftur mokađ í moldina ţađan sem ţeir víst komu hvort eđ var.

Untitled-Scanned-01Hér sjáum viđ myndir af ţessum snilldar hausum. Tennurnar sem vantar í Schubert duttu af í gröfinni en til ţess var tekiđ hve fallegar tennur hann hafđi ađ öđru leyti og heilar enda ekki búiđ ađ finna upp kókakóla ţegar hann var á fylliríi og karlafari í Vínarborg. Hann var nefnilega hommi og algjört  rassgat og krútt. Beethoven var aptur á móti allur í platónskri ást sem kallađ er en svo er ţađ nefnt ţegar menn eru svo girnda- og getulausir, auk ţesss heyrnarlausir og sjóndaprir, ađ ţeir nenna ekki fyrir nokkra muni ađ brölta upp á kvenmann, já eđa karlmann. 

By the way, btw, ég kann nefnilega ekki lengur ađ skrifa „međal annara orđa, m.a.o.", upp á íslensku enda er hún međ eindćmum hallćrislegt tungumál sem engan veginn nćr hinum fíngerđari blćbrigđum blogghugsanna vorra, ţegar ég gekk eftir Tjarnargötunni á lífsglađri leiđ minni á Landsbókasafniđ framhjá einum litlum bílskrjóđi, sem ţar lá viđ stétt, sá ég hvers aftursćti var yfirfullt af klósettrúllum mörgum innbundnum í heljarknippi. Varđ mér starsýnt á toilett ţetta og undrađist mjög gćsku og náđarríkar gjafir guđs. Fór ekki á milli mála ađ ökufantur téđrar bifreiđar ţjáist af niđurgangi allsvćsnum enda mun einhver skítapest vera ađ ganga í bćnum. Ekki fć ég ţó hana fremur en ađrar pestir ţví ég er svo eitrađur karakter ađ sýklar og vondir vírusar drepast unnvörpum sem nćrri mér koma.

Í gćr deildi ég međ bloggvćnum lesendum nokkrum vísdómsfullum pćlingum um bloggsins órannsakanlegu og óstýranlegu vegu og nú skenki ég sömu lesendum ţessum fánýtu ritrćpuhugsunum um hverfulleika lífsins.

 En myndirnar af tveimur af mestu tónsnillingum heimsins tala sínu máli um ţađ hvađ um okkur schuverđur ţegar bloggrokkarnir eru ţagnađir og allt er orđiđ hljótt. Sá ljósi og ljóti ađ ofan er Beethoven en sá dökki og sćti til vinstri er tannálfurinn Schubert sem samdi Ave María og "Mikiđ lifandis skelfingar ósköp er gaman ađ vera svolítiđ hífađur".   


Vá!

Hryllilegur kuldi er ţetta! Mađur er bara beinfrosinn á sál og líkama. Hjartađ alveg kaliđ. Hausinn dofinn. Hvar eru nú gróđurhúsáhrifin? Og hvar er ţessi skrattans kómeta? Ég hef bara ekki fundiđ hana og hef ég ţó veriđ ađ góna til himins öllum stundum.

Mun svo ekki stjarnan skíra bera í sínum ofurhala fuglaflensu eina mjög skćđa, Kötlugos stórt og ógurlegt og eitt kosningaóárán svo grimmt og óminnilegt ađ engu eirir sem til framsóknar og sjálfstćđis heyrir vorri ţjóđ? Og eigi munu ţá grundirnar grćnar verđa né samfylkingar ráttlátra manna til góđra verka gjörđar.

Ţessa vá bođar oss kómetan hin klára!   

 


Satan í mannsmynd

Ef ég hefđi veriđ skírđur Satan eins og Natan Ketilsson átti upphaflega ađ heita ađ beiđni draumskratta, eftir ţví sem var veriđ ađ segja í sjónvarpinu, ţó presturinn breytti nafninu í Natan, vćri ég víst óumdeilanlega Satan í mannmynd.  


Borat í bíó

Mig langar alveg sjúklega til ađ sjá Borat í bíó. En ég hef bara engan til ađ fara međ ţví vinir mínir hafa yfirgefiđ mig. Ég er svo afskaplega siđavandur ađ ég verđ ađ hafa einhvern viđ hliđina á mér til ađ styrkja mig ef ég skyldi nú fá frođufellandi hneykslunarkast í bíóinu. Mér er sagt ađ Borat sýni jafnvel á sér  boruna og sé alveg feikilega borubrattur. 

Ţetta verđ ég endilega ađ sjá.


Nú veit ég betur

Í fréttum sjónvarpsins var sagt frá ţví ađ leyfi hafi veriđ gefiđ í Englandi til ađ grćđa nýtt andlit á fólk sem misst hefur andlitiđ. Kastljós var svo ađ fjalla um tískumyndir af kvensum sem fótósjoppar hafa ţurrkađ út andlitiđ af og sett miklu fallegri mynd í stađinn. 

Í ţessu sambandi get ég ómögulega ţagađ yfir einu. Systir mín hefur fundiđ vef á netinu ţar sem mađur getur sent inn myndir af sér og síđan finnur vefurinn einhverja heimsfrćga fígúru sem á  ađ líkjast manni alveg óskaplega mikiđ. Systir mín platađi mig til ađ senda mynd af mér en ég er auđginntur mjög og leiđitamur. Síđan var tvífari  minn fundinn á augabragđi. Og hvađ haldiđi? 

Ég er víst alveg eins og Cary Grant í framan. Í kvikmyndabiblíunni minni stendur ađ Cary hafi veriđ “tall, dark and terrible handsome” og ég hlýt ţá ađ vera ţađ líka. Og ég sem hafđi alltaf  haldiđ ađ ég vćri small, bright and terrible loathsome.

En nú veit ég sem sagt betur.  


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband