Dónaleg spurning

Svona spyr hún Aðal-Heiða  á bloggsíðu sinni:

"Af hverju eru stelpurnar í femínistafélaginu ekki búnar að senda út harðorða yfirlýsingu um Breiðavíkurmálið? Af hverju er ég viss um þær væru búnar að skrifa grein eftir grein nú þegar ef stúlkur hefðu verið vistaðar þar?"

En ég mundi ekki þora fyrir mitt litla líf að spyrja svona dónalegrar spurningar hér á hinu siðavanda Allra veðra von. Þá mundi skella á mér algjört fárviðri haturs og fyrirlitningar frá öllum sætustu stelpunum.

Og líka þeim ljótustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég hélt að það væru ekki neinar ljótar stelpur til.

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.2.2007 kl. 08:03

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vandinn í málinu er skortur á mannúðarsefnu nú sem fyrr og endurspegla úrræðin félagslegan veruleika á þessum tíma. (og líka nú.)  Ætla má að harkan hafi verið meiri  þá en nú og nauðsynlegt að halda vöku sinni í þassum málum. Alltaf má gera betur og menntað fagfólk er orðið miklu fleira en áður var.

  Hverjir hafa mótað viðhorfin í gegnum tíðina í þjóðfélagsmálum.

 Eru það ekki karlmenn!!!

Auðvitað gætu femínistar séð sóma sinn í að gagnrýna málið á framngreindum nótum. Veit annars ekki fyrir hvaða stefnu þær standa. Eru til vill að vinna að því að sigra heiminn, það verður tæplega gert nema með bæði gagnrýni og samvinnu við hitt karlkynið. Kveðja.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 5.2.2007 kl. 08:50

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég tek undir með henni Aðal- Heiðu að þær mættu láta í sér heyra og ekki bara þær. En svona erm við mennirnir, sjálfsuppteknir og viljum oft sem minnst vita af þeim sem illa standa og eru BARA VANDAMÁL. Vonandi tekur samfélagsmyndin okkar stefnu í átt til mannúðar og miskunar. Þess bið ég og mætti mér sjálfri auðnast það líka.  

G.Helga Ingadóttir, 5.2.2007 kl. 09:26

4 identicon

Mikið óskaplega er síðasta færsla nú smart! Ég meina það. Þú berð af öllum bloggurunum eins og gull af skít.

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 09:33

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það sem kemur í veg fyrir að ég hafi skráð mig sem félagi hjá feminístum er að mér finnst stundum sem þær hafi misst sjónar á málefninu... réttlæti fyrir alla. Og ég vil ekki láta bendla mig við smámál þegar ég stend frammi fyrir stórum málum á hverjum degi þegar jafnrétti er annars vegar. 

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 10:31

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er nú alveg sammála Júlíusi. En maður verður líka að hugsa soldið um  retóríkina. Ég er líka sammála hófsemdinni hennar Laufeyjar.

En í alvöru talað: Ég hvika ekki frá þeirri skoðun minni að það er ALLTAF hagur barnanna sem ætti að skipta máli en ekki rétt pólitísk lína. Það er auðvitað pólitík, "hugmyndafræði" einhvers konar sem veldur þögn feminista þegar misneyting  á drengjum er um að ræða. Um daginn var ég að víkja að þessu atriði í bloggfræslu sem var sögð "ógeðsleg" af því að retóríkin í henni var það til áherslu. Ég fékk þá athugasemdir inn á bloggið, sem beint var gegn mér sem persónu, sem eru engan vegin birtingarhæfar og hafa verið faldar eins og umrædd færsla. Kannski ætti ég bara að birta hana aftur. En ég segi eins og er: Mér stendur stuggur af þessu persónulega hatri sem kemur upp hjá sumum sem eru manni mikið ósammmála í sumum tilfiningaþrungum málum en kynferðisleg misbeiting sem valdatákn og kúgunar er það vissulega (líka virkjunarmál t.d.). Eftir umrædda færslu hafa konur, sem áður dáðu mig og dýrkuðu fyrir smarta bloggið  mitt, jafnvel gert í því að sýna mér fyrirlitningu á götum úti. Nú hata þær mig þessar sömu elskur og áður elskuðu mig bloggískri ást (samanber platónsk ást). Er einhver sem skilur þetta feminiskum eða andfeminskum skilningi? Ég meina það!

Já, og Þórunn Hrefna, bloggdrottning og pönkína! Helvíti ertu nú alltaf smart og skammastu þín fyrir að hafa ekki bloggað í heilan mánuð. Þú berð af öðrum sætum stelpum og bloggdrósum eins og ... það sem hér átti að koma var svo fleðulegt að það er engan vegin birtingarhæft. 

Og meira fjör! Stanslaust stöð! Bloggum nú allt og alla til beina leið til helvítis!     

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2007 kl. 12:28

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þetta Anna! Er þegar búinn að fletta upp greininni. Skyldum við annars vera skyld? Það heitir lágkúra að skrifa svona í einni stuttri málsgrein. En skítt með það!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2007 kl. 13:37

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi... leyfir ekki komment á persónulýsingunni þinni!!

Ég fékk alveg hroll að lesa þetta,... einlægasta sem ég hef séð hér á moggablogginu.. og þú hlýtur að vera naut!!

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 14:08

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, þetta var nú bara einhver handvömm að kommentin féllu út við persónulýsinguna.

Ég er er algjör sauður. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2007 kl. 14:13

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Galli að ekki sé hægt að breyta eigin athugasemdum á þessu bloggkerfi. "Eftir umrædda færslu hafa konur" á auðvitað að vera "eftir umrædda færslu hafa nokkrar konur" í löngu athugasemdinni minni hér að ofan. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2007 kl. 15:43

11 Smámynd: halkatla

ji ég verð alveg óbærilega forvitin vegna síðustu athugasemdar! um hvað var þessi ógeðslega færsla nákvæmlega? það hlýtur að hafa verið alveg rosalegt miðað við viðbrögðin. Ég er ekki viss um að ég þori að lesa hana, ég kann ágætlega við þetta blogg og vil ekki fyllast af hatri en vá, það er erfitt að vera svona forvitinn!

Aðal-Heiða, ég skrifaði einu sinni einhverja romsu um jafnréttissinna og femínista á mitt blogg og ég kom með þá kenningu að margir vildu ekki bendla sig við femínisma af því að það væru svo áberandi allskonar asnaleg smámál sem gert er mikið úr. ég er greinilega mjög sammála þér um þetta sko því ég hef heldur ekki gengið enn formlega til liðs við femínistafélög, en tel mig samt femínista sem vill fá réttlæti fyrir alla

halkatla, 5.2.2007 kl. 17:08

12 Smámynd: halkatla

ok ég meinti að ég er forvitin útaf þessari grein sem sigurður þór sagðist hafa skrifað og falið

halkatla, 5.2.2007 kl. 17:09

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Frábært Anna Karen! Við erum þá sammála þar

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 17:44

14 identicon

í kínversku kvikmyndinni Heroes, er hugsanlega náð að setja fram þá myndrænu túlkun á milli stríðs og hugsjóns.

Vondi miskunnarlausi keisarinn herjaði af ofsa á all hershöfðingja í öllum héruðum Kína, í þeim tilgangi að sameina landið og mynda frið til frambúðar.

Svona er þetta einfalt en hvað þarf til; eyða öllum óvinum.

Ég er mikill baráttumaður og jafnrétti á öllum vettfangi, burt séð frá kyni eða litarhætti og myndi ég fordæma hvaða níð sem er á hverjum sem er og það er það sem máski vantar hjá femenistafélaginu. Einhliða eins og  Bloggari bendir á.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:09

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svona svona! Róum okkur nú niður börnin góð! Kannski geri ég líka of mikið úr viðbrögðunum því eins og margir skapmiklir menn er ég ferlega hörundssár og merkilegur með mig. Ég var of harðorður og óagaður í þessari færslu en í góðri meiningu. Og átti ofanígjöf að sumu leyti skilið. En sumt sem af þessu leiddi átti ég nú ekki skilið. En gleymum þessu bara og "horfum til framtíðar" með jafnrétti - og réttlæti - fyrir alla.

Og krakkar! Eitt verð ég endilega líka að segja af því ég er smávegis hégómlegur (en ekkert svakalega): Í dag hefur þessi síða slegið öll lestrarmet sín á einum degi frá upphafi. Og klukkan er ekki orðin hálf átta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2007 kl. 19:22

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með herra hégómalegur

En ég held að nafnið mitt á þessu bloggi hafi mikið með aðsóknina að gera

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 20:04

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrst og fremst! Og það sem þú varst að segja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband