Óhjákvæmilegt að gera opinbera rannsókn

Er ekki óhjákvæmilegt að við fetum í fótspor Norðmanna í hliðstæðum málum og gerum  opinbera rannsókn á því sem átti sér stað í Breiðuvík og borgum þolendunum bætur og sjáum til þess, ólíkt Norðmönnum, að þær verði greiddar?

Má svo ekki leiða þá sem ábyrgð báru á þessum ósköpum fram á sjónarsviðið?

Ef mönnum finnst það óviðeigandi "leit að sökudólgum" legg ég til að ríkisvaldið veiti í staðinn öllum drengjunum sakaruppgjöf og uppreisn æru fyrir þau brot sem þeir hafa framið eftir að vistinni lauk og fram á þennan dag.

Það er nú algjört lágmark. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er svooo sammála! 

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Sæll gamli skröggur.

Pjetur Hafstein Lárusson, 5.2.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Algjörlega sammála þér!

Svava frá Strandbergi , 5.2.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Heldurðu að hann hafi nokkuð farið til ... þú veist?

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2007 kl. 01:17

5 identicon

Maðurinn sem var í Kastljósi í gær óskaði eftir afsökunarbeiðni, hvernig væri að veita honum hana

guðrún (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 08:24

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Pjetur! Biddu nú bara rólegur. Áður en þú veist af verðurðu líka orðinn gamall og vitur! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband