Er kristindómurinn heimskulegustu trúarbrögð mannkynsins?

Ég meina það. Hver getur trúað því að maður sem var krossfestur, dáinn og grafinn hafi risið upp í holdinu á þriðja degi og vandrað um meðal manna í fjörtíu daga og stigið svo til himna fyrir framan nefið á lærisveinum sínum?

Er ekki til of mikils mælst að nútímamenn trúi slíkri sögu?

Ef menn trúa henni ekki dettur hins vegar botninn úr kristindómnum því hann segir að Jesús hafi gert þetta TIL ÞESS AÐ friðþægja fyrir syndir mannkynsins svo að hver sem á hann trúi glatist ekki  heldur öðlist eilíft líf.

Óskaplega held ég annars að eilíft lif sé langdregið og leiðinlegt.

Nú, en ef menn trúa ekki upprisunni fellur sem sagt allt heila klabbið um sjálft sig.

Gyðingdómur, Íslam, hindúsmi og búddatrú bjóða ekki upp á SVONA  MIKLA heimsku.

Kristindómurinn er geggjuðustu trúarbrögð mannkynssögunnar.

Og svo innan sviga: (Syndir mínar eru nú orðnar svo miklar og margíslegar að þær verða aldregi að eilífu fyrirgefnar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ertu viss um að þau bjóði ekki uppá svona mikla heimsku? ég hef verið í að læra trúarbragðafræði, búin með ansi margar einingar og hef lært sérstaklega um Islam og hef stúderað öll þessi trúarbrögð og fleiri til frá því ég var 13 ára (af fúlustu alvöru) og verð að segja að þegar á hólminn var komið og ég fór að taka ákvörðun um hvað af öllu þessu meikaði í raun mest sense þá sneri ég aftur til kristnidóms æsku minnar því hin trúarbrögðin eiga ekkert í hann að gæðum. T.d Islam, það eru viðurstyggilegustu trúarbrögð sem ég get ímyndað mér, hugmyndafræðin þar er svo fáránleg að ég efast um að þótt mannkynið lifi í 28000 ár í viðbót þá gæti það ekki fundið upp annað eins bull. En það er mín skoðun, búddismi er sætur og virkar í framkvæmd en trúarrit hans hafa ekkert í biblíuna þó að þau séu mjög heilbrigð og uppbyggileg. Ef ég ætti að velja bestu trúarbrögðin þá væru það kristni og búddismi, þótt kristindómur hafi verið stundaður fáránlega í margar aldir og þótt kaþólska kirkjan sé einn helsti skaðvaldur allra tíma þá er boðskapur Krists sá sami og hann var í upphafi og verður um eilífð, hann er eina svarið

p.s syndir, helvíti og allt sem kemur fyrir í kristni er ýkt uppúr öllu valdi í Islam, þessvegna mun aldrei neinn sem hefur kynnt sér málið taka undir að islam sé minna geggjað trúarbragð en kristni, það er einfaldlega bull. Ég meina kom on, finnst þér það heilbrigt og eðlilegt að stjórna allri hegðun fólks frá vöggu til grafar og drepa það fyrir að hætta í trúarbragðinu? (það er ekki einu sinni 1% af því geggjaðasta sem þú finnur í Islam, ef þú leitar hættirðu aldrei að finna sjúka hluti þar) Og gyðingdómur er þannig séð miklu meira funky en kristni... vil koma því líka á framfæri að ég er með mikla fordóma gegn Islam en þeir eru til komnir af því að ég kynntist múslimum og lærði um Islam...

halkatla, 23.1.2008 kl. 14:36

2 identicon

Munið eftir þessum orðum: Kristni er að hrynja og það sama má segja um önnu trúarbrögð.
Um leið og fólk gefur sér tíma í að lesa ruglið þá öðlast fólk trúfrelsi sem er eitt mesta frelsi sem er hægt að hugsa sér fyrir hvern einstakling og allt mannkynið í heild.
Þá höfum við engar afsakanir lengur fyrir því að vera asnar og fífl

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef þig grunaðan um að ætla aftur að æsa suma upp í trúarbragðaofstækisrugl.

Góða skemmtun! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 14:58

4 identicon

Sigurður, það er reyndar ekki rétt hjá þér að það þurfi að trúa þessari sögu til að teljast kristinn. Nóg er að vera skráður í kristið trúfélag. Engin krafa er gerð til að þú þekkir nokkuð að marki hvað stendur í bókinnni svörtu, reyndar telst það kostur að þekkja lítið. Þú þarft heldur ekkert að sækja messur umfram það sem fólk gerir almennt þ.e. skírnir, jarðarfarir og giftingar. Þú þarft heldur ekkert að taka mark á því sem Jesú sagði. Þú mátt alveg giftast fráskilinni konu. Þú mátt dýrka mammon eins og þú átt lífið að leysa. Bara vera í kirkjunni  það er fyrir öllu svo kirkjan fái sína 4 milljarða á þeim forsendum að við erum kristin þjóð. Við erum jú 90% í kristnum trúfélögum. Jesú sagði lærisveinum sínum að gefa frá sér veraldlegar eigur og ganga með sér. Kirkjan hins vegar þarf miljarða á miljarða ofan til að boða það sem þessi maður sagði ( kannski ) fyrir 2000 árum. Þjónarnir ( prestarnir ) eru hálauna menn, dýrka mammon sem mest þeir meiga. Gagnrýna einstæðar mæður og tekjulitlar fjölskyldur fyrir að vinna of mikið frá börnunum. Fjölskyldur sem eru saman lagt kannski með hálf prestlaun eða þaðan af minna. Þurfa að vinna mikið til að börnin þeirra njóti þeirra gæða sem þau vilja veita þeim. Prestarnir kalla þetta "gengdarlausa efnishyggju sem tröllríði samfélaginu". Peningar eru uppspretta ilskunar eins og lesa má víða í biblíunnu. Peningar eru hinsvegar góðir ef þeir eru afhentir kirkjunni og hennar starfsfólki. Þeir prestarnir í hræsni sinni gagnrýna aðra fyrir það sem þeir sjálfir iðka. Langt eru þeir komnir frá Jesú karlinu Jósefsyni og hans boðskap. Kirkjan sólundar 4 milljörðum árlega en hreikir sér af því að safna 8 milljónum fyrir brunnum í afríkiu. Krikjan og kristni er eitt stórt leikrit, dýrasta leiksýning sem sett hefur verið upp hér á landi.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: halkatla

fólk á ekki að tilheyra kirkjum! það er margsannað að þær eru tímaskekkja.

halkatla, 23.1.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var góður pistill hjá Arnold(i?). Miklu vitrænni en flest það sem líklega á eftir að koma hér í athugasemdunum seinna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 15:37

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Voðalega finnst mér margir vera fúlir út í kirkjuna, hvaðan kemur þessi ólund? Ég vil allavega trúa því að kirkjan sé að reyna að bæta samfélagið og sé mörgum til sáluhjálpar burt séð frá því hvort Jésú hafi risið upp frá dauðum eða ekki.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.1.2008 kl. 15:43

8 identicon

Emil, ég er bara að benda á hversu öfugsnúin öll framganga kirkjunnar er. Biblían er grunnurinn, Jesú er leiðtoginn, en þegar öllu er á botnin hvolft þá er Biblían ekki grunnurinn og Jesú ekki leiðtoginn. Prestar hafa komið fram og sagt að ekki þurfi að trúa því að Jesú sé sonur Guðs og frelsari mannkyns til að teljast kristinn. Ekki þarf að fara eftir því sem hann boðaði. Til hvers er þetta allt saman? Hvað er þá eftir? Stofnunin, kirkjan, völdin, peningarnir. 

Kirkjan er og verður og hefur alltaf verið stjórnvaldstæki. Hún er stofnun utan um völd, hagsmuni og lífsgæði þeirra sem þar halda á spilunum. Nú verða einhverjir mjög móðgaðir. Auðvitað er til fólk innan kirkjunnar sem er sannarlega trúað. En kirkjan er í dag ekkert annað en þjónustustofnun sem veitir ákveðna þjónustu. Jarðarfarir, giftingar o.s.frv. Þannig umgengst alla vega þjóðin þessa stofnun. Jesú og Co fara með aukahlutverk í þessu öllu saman.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:18

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér finnst þetta snúast um að bera ákveðna virðingu fyrir kirkjunni og hennar starfi, ef sú virðing er ekki til staðar er hætt við að fólk líti á málin eins og Arnold og fleiri gera. Meira ætla ég ekki að segja um þetta mál.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.1.2008 kl. 16:57

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lára, nei, nei, svei mér þá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 17:09

11 identicon

ALFA er námskeið þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum um trúmál. Kynnið ykkur það á www.alfa.is

kveðja, ein úr þjóðkirkjunni

arna (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:13

12 identicon

Það á sem sagt að bera virðingu fyrir kirkjunni og því sem hún gerir sama hvað? Ég get borið virðingu fyrir ákveðnum prestum á persónulegum nótum. Ég þekki presta persónulega og þeir eru besta fólk og vilja vel. Ég get hins vegar ekki borið virðingu fyrir stofnuninni og hef útskýrt það í fyrri innleggjum.Það er hins vegar bara ekkert verið að ræða það hérna. Það er verið að ræða þá þversögn að vera kristinn en trúa ekki á Jesú og afrek hans.

Trúarbrögð og trúarstofnanir hafa gott af gagnrýni. Reyndar er alveg bráðnauðsynlegt að gagnrýna þessi fyrirbæri. Hvar værum við annars ef aldrei hafi gagnrýni á t.d. þjóðkirkjuna komið fram? Galdrabrennur, konum drekkt á Þingvöllum, konum meinað að gerast prestar o.s.frv. Og nú verður kirkjan fyrir gagnrýni í afstöðu sinni til samkynhneigðra.

Emil, ég er viss um að þú tekur undir gagnrýni á ýmsa slæma hluti í Íslamstrú og hvernig hún er iðkuð viða um heim. Heiðursmorð, konur grýttar til dauð fyrir að verða ásfangnar af röngum einstaklingi o.s.frv. Þú ættir því að geta umborið okkar gagnrýni á kristni.

Enginn á sjálfkrafa rétt á virðingu. Viðkomandi verður að vinna sér virðingu fólks, líka þjóðkirkjan.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:25

13 Smámynd: halkatla

 

 

Haukur:

Enda snýst Búddismi mun minna um bækur en Kristni. Biblían er líka ömurleg bók. En búddismi meikar mun meira sens.

uh það er nú bara þín einkaskoðun, hefurðu annars lesið helgirit búddisma og/eða Biblíuna? biblían snýst öll meira og minna um kærleika... er það ekki bara gott? sambærilegt það sem þú skrifar hér fyrir neðan:

Ef kristlingarnir bara héldu sig við meintan boðskap Ésús (Kærleikan) þá væri það frábært en svo er því miður ekki.

samt er alveg fullt af fólki sem reynir bara sitt besta, það fær á sig rosalegar svívirðingar sem það á ekki skilið einmitt af því að fólk velur að láta það sem ruglaða fólkið gerir bitna á því. Á hverjum degi er bloggað um hvað kristið fólk er ömurlegt hallærislegt og skrítið eða jafnvel siðblint og vont. Ég sé í anda önnur trúarbrögð verða fyrir þessu hatri.

Kristni er nú reyndar komin meira en 50% frá gyðingum.

já og reyndar miklu meira því allt sem Jesú sagði á forsendur í gyðingdómi en rabbínskur gyðingdómur og hans siðir og venjur er funki fyrir því...

Þá teljast þeir varla sem fordómar.

akkúrat, það var það sem ég var að meina. Það er mjög sjaldan sem fólk skilur mig eins vel og þú.

 Annars segir Arnold allt sem þarf að segja um þessa svikamillu sem Ríkiskirkjan er.

fólk má hafa hvaða skoðun sem´er á söfnuðum kirkjum og flokkum mín vegna... trúarbrögð og trú er sko enganvegin sami hluturinn.

halkatla, 23.1.2008 kl. 17:48

14 identicon

Það myndi bæta samfélagið mun meira ef við létum þá milljarða sem kirkja Mammons sogar til sín árlega til aldraðra og sjúka...
Það er ekkert nema sjúkt að styrkja kirkju með sjálfskipuðum umboðsmönnum guðs... its sick i tell ya
Ég skal segja ykkur það sem allir vita, kirkjur eru tímaskekkja eins og Anna segir, ekki nóg með það heldur er hægt að færa rök fyrir því að kirkjur og annað sem tengist skipulögðum trúarbrögðum sé mesta guðlast sem hægt er að ímynda sér

Disclaimer
Guð er ekki til...

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:50

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta grunaði mig, Sigurður Þór, sýndist það á ýmsum ummælum þínum, að það væri ekki mikill sannur kristindómur í þér. Trúin á upprisuna er grundvallaratriði í kristinni trú – og þú kallar það heimskulegt!!! Og ekki fer nú mikið fyrir rökstuðningnum í þessum örpistli þínum, það er alveg laust við það. Hér eru einnig kjánaleg ummæli út í loftið eins og þessi: "Óskaplega held ég annars að eilíft líf sé langdregið og leiðinlegt." Þú hefur ekki sett þig mikið inn í þessi mál, kannski legið í Búddhismanum?

En svo sannarlega geta menn haft margar mótbárur gegn því að trúa upprisu Jesú. Pistill þinn er hins vegar ekkert meira en upphrópanir.

Endurlausnar-hliðin á sigri Jesú yfir dauðanum: að fórn hans saklauss komi sekum til góða, frelsi þá jafnvel til eilífs lífs með Guði skapara okkar, vekur einnig mótbárur manna. Hér má vísa í örstuttan, þýddan bókarþátt um vissar hliðar þess umhugsunarefnis, eftir Franz König: Er hin kristna kenning um endurlausnina eins konar hugmyndakerfi grimmdarinnar?

Með góðum óskum þér og þínum lesendum til handa,

Jón Valur Jensson, 23.1.2008 kl. 17:53

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að múslimar telji sin brögð best (kalla kristindóminn villutrú), búddistar sín, hindúar sín, Gyðingar sín og svo framvegis. Hverju á maður svo að trúa? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 18:04

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held stundum Jón Valur að þú sért  ekki almennilega læs! Þetta er ekki rökfræslupistill hjá mér í þínum stíl og það skilja allir nema þú. Ekki heldur orðin um eilífðina. Og hver ert þú að geta dæmt um sannan eða ósannan kristindóm hjá öðrum? Ef þú vilt svo endilega vita það þá finnst mér skrif þín á bloggsíðu þinni aðallega vera vanvirða við kristindóminn. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 18:24

18 identicon

Jesú í 6. kafla í Matteusarguðspjalli.

"Og þegar þér biðjist fyrir þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
7Þegar þér biðjist fyrir skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi eins og heiðingjarnir. Þeir hyggja að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. 8Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit hvers þér þurfið áður en þér biðjið hann."

Og hvað höfum við í dag. Krirkjustofnun sem stendur fyrir fjöldasamkomum þar sem bænahald fer fram. Einhvern tíman datt einhverjum það í hug að bráðnauðsynlegt væri að búa til bákn um boðskap Jesú. Bákn sem kostar ???milljarða á heimsvísu árlega um leið og fólk líkt og það sem Jesú var svo frægur fyrir að sinna líður skort á sama tíma. Hvað ætli Jesú segði væri hann viti af þessu?

Þeir sem fara að orðum Jesú eru munkar og nunnur. Afsala sér öllum veraldlegum eigum, slíta næstum allt samband við ættingja og helga sig Guði einum. Í dag eru fáir sem ganga í klaustur. Reyndar er verið að loka klaustrum um allan heim vegna þess að of fáir ganga í þau. En í gegn um tíðina hafa kristnir og kirkja fjarlægst boðskap Jesú en kjósa að halda eftir því sem þeim hentar hverju sinni. Gott dæmi er það sem Sigurður bendir á í greinini hér að ofan. Það er meira að segja hægt að hafna Jesú sjálfum en halda því samt áfram að  teljast til kristinna einstaklinga. Þetta eru undarleg svo ekki sé meira sagt.

Eitt gullkorn frá Jesú í lokin úr Lúkasarguðspjalli.

"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn."

Annar skilst mér að það sé búið að græja þennan texta í nýju þýðingunni. Ég held að í nýju bókinni eigi maður að elska þetta fólk en ekki hata. Það er eitt í dag og annað á morgun í þessumbransa.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 18:26

19 identicon

Hér að ofan segir Anna Karen:

 biblían snýst öll meira og minna um kærleika... er það ekki bara gott?

Gott ef satt væri. Líklega erum við ekki að lesa í sömu Biblíu, í minni er kærleikurinn naumt skammtaður en meira púðri eytt í hin ýmsu þjóðarmorð, óra meintra spámanna og heimsendaboðskap.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 18:49

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gisp! Er bókstafstrúarfólkið farið að rífast eina ferðina enn. Hvað hefur Guð eiginlega gert Íslendingum. Þeir eru bestir, mestir, fallegastir og sterkastir, hamingjusamastir og með lengstu... og stærstu...... En samt draga þeir Drottinn sinn í efa. Óþakklátt pakk!

Þú ert bara að skrifa þetta til að stríða þeim sannkristnu eða til að fá fjör í tölvuna þína. Skammastustu þín Sigurður syndaselur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2008 kl. 19:07

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Árétting: Annað hvort reis Jesú upp frá dauðum eða ekki. Að rísa upp frá dauðum er það þegar lík lifnar við aftur. Hafi það gerst með Jesú er auðvitað mögulegt að hann hafi friðþægt með kærleika sínum fyrir mannkynið. Hafi hann hins vegar ekki risið upp er tómt mál um að tala einhverja friðþægingu. Eru þetta upphróparnir?!!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 19:24

22 identicon

bettr 2b st00pd in heaven th@n 2b smrt in hell!

Málefnalegt svar við málefnalegri grein. 

Jakob (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:34

23 identicon

Æ ,Siggi, ég veit það varla. Hvernig litist þér á að vera stökk með 72 yngismeyjum til eilífðar sem heiðvirður múslimur. Gott til að byrja með, en yrði eins og endalaus saumaklúbbur. Annars myndi ég ekki hafa áhyggjur af leiðindum á himnum, væri ég í þínum sporum. Þú lendir garanterað í helvíti og þar er miklu skemmtilegra fólk

Gunnar Aegisson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:38

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, Gunni Ægiss mættur! Hlakka til að hitta þig í ...

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 20:51

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta hlýtur að vera hinn eini sanni Gunnar Ægisson, Siggi! Hver annar myndi komast svona vel að orði?

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 21:00

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er hann! Og ekki hefur honum farið aftur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 21:02

27 Smámynd: halkatla

Ykkur verður öllum refsað!!!  á andartaki sem er einsog eilífðin - enda er eilífðin andartak og andartakið eilífð...

Lárus Viðar, ég held líka það sem þú segir - þetta eru einsog tvær ólíkar bækur eftir því hver er að lesa, ég hef t.d verið að dunda mér við það undanfarið að taka úr hinum ýmsu Biblíubókum allar þær setningar sem geta talist bein orðræða Guðs og svona amk 90% gæti kæft mann úr krúttleika, það er mjög gott að tengjast þessu en þú virðist ekki geta það. En ert ekki minni maður í mínum augum þó svo sé, vonandi virðirðu það

halkatla, 23.1.2008 kl. 21:16

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að engin önnur söguleg heimild sé til um þetta. Það ver ekki bar hann, sem reis upp heldur risu allir spámennirnir og dauðir helgir menn upp og ráfuðu um Jerúsalem á krossfestingardeginum. Á sama tíma voru miklir jarðskjálftar, stormar og teikn á himnum.  Löngu dauðir spámenn í kaffi um allann bæ. Maður hefði ætlað að einhver hefði párað þetta hjá sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 21:47

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

það var ekki bara hann...átti að standa

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 21:48

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir þá sem eru eitthvað að pæla í kærleiksboðun Krists, þá hefur hann nú lítið orð á því. Í fyrsta Korintubréfi Páls nr: 13 er hið ofurvinsæla kærleksboð, sem allir vitna í.  Þar segir t.d. án þess að margir taki eftir að kærleikurinn trúi öllu og breiði yfir allt. Hvað sem það þýðir.

Ég myndi ekki gera mér miklar grillur um kærleikann. Páll telur Krist vera anda og minnist aldrei á það sem í Guðspjöllunum hendir og biður menn að fylgja sér ekki Kristi.

Hinsvegar segir Kristur í Matt. 10:34-36 " Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'"  Það er hnykkt á þessu í Lúkasi líka.  Bið fólk að lesa smá í skruddunni.  Alveg makalaus fabúla frá upphafi til enda og ranghugmyndir miklar í gangu um innihald hennar.  Afhverju?  Jú af því að prestar ljúga.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 22:07

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

N.B. 1. Kor. 13 er orð Páls, ekki Krists.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 22:08

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og svona til að vera enn leiðinlegri, þá hefur verið bætt ýmsu við þessir rit.  T.d. þessari upprisusögu.

Markús mun vera það guðspjall sem allir hinir kópíeruðu uppúr og því elst.  Í elstu ritum af þeim vantar 18 síðustu versin, sem innihalda upprisusöguna.  Þar endar allt á því að Maríurnar koma að gröfinni tómri og ákveða að segja engum frá því.  Það er allur grunnurinn, sem byggt er á samkvæmt JV hér að ofan.

Önnur viðbót, sem ekki finnst í eldri ritum er Jóh. 5: 7-8, sem er réttlætingin fyrir hinni algerlega rakalausu heilögu þrenningu.

Annað sem men vita almennt ekki er að á sama hátt er sagan um bersyndugu konuna (sá yðar sem syndlaus er) seinni tíma viðbót og skáldskapur, sem ekki er í elstu ritum. Sennilega sett inn til að peppa upp annars afar vafasama ímynd þessa spámanns.

Fyrir utan guðpjöllin er annars ekki litið á Jesú sem sögulegan mann, heldur anda.  Lesið bókinna segi ég enn og aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 22:30

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm og enn til fróðleiks: Páll var ekki postuli Jesú. Sá hann aldrei né hitti og vissi greinilega ekki að hann hafi verið af holdi og blóði.  Páll skrifar flest postulabréfin, eins og þessi sem vitnað er í að ofan og einnig fjallar Munchausen sagan postulasagan um æfintýri hans og túboð.  Þetta er meiri hlutinn að NT.

Það er vafa undirorpið hvort Páll skrifaði þessi bréf öll en algengt var að postulum voru eignuð rit. T.d. eru öll guðspjöllin eignuð postulum en hvergi í heimildum er að finna að svo sé. Elstu rit eru ekki stíluð á neinn. Þeim var því eignað þetta á síðari tímum. Guðspjöllin eru því tæpast skýrslur sjónarvotta eins og prelátar ljúga. Í raun mun fólk strax efast um það við lesturinn og ósamræmi frásagnanna.

Þetta hefur verið stúderað í hundruðir ára og vitað og er einn elsti andmælandi þessa hann Celsus, sem var uppi á 1. öld. Það er þó ekki orðið á færi manna almennt að halda uppi þessum sannleika fyrr en s.l. 60-100 ár.  Þökk sé upplýsingaöldinni að þetta fær nú að koma upp á yfirborðið.  Stofnanavædd trúarbrögð munu lognast út af. Það er bara tímaspursmál.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 22:42

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn eru varaðir við því að trúa einum stafkrók frá þeim vantrúaða Jóni Steinari, sem skrifar hér með ábúðarfullum hætti eins og hann viti eitthvað á byggjandi í reynd um biblíufræðileg og fornkirkju-málefni sem hann hefur svo ómælanlega þörf fyrir að fjalla um æ ofan í æ, cóperandi klisjur úr vefsetrum erlendra niðurrifsmanna.

Svo að ég nefni nú bara eina vanþekkingar-bábilju nafna míns, þá var Celsus ekki 1. aldar maður, heldur annarrar og var að skrifa ádeilurit sitt heiftúðugt um kristindóminn um 178 e.Kr. Gildi þess, sem Jón Steinar ryðður út úr sér um Jesúm Krist, Pál postula og guðspjöllin er ekki grammi þungvægara en þetta villuatriði hans.

Jón Valur Jensson, 23.1.2008 kl. 23:12

35 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt hjá þér, Jón V. Maður á ekki að taka mark á sjálflærðum og sjálfskipuðum biblíufræðingum frekar en að fara til slátrarans til að láta skera sig upp við magasári.

Ég spyr: Hve lengi og hve mörg blogg ætla að spretta upp til að gerast málsvarar niðurrifs- og vantrúaraflanna? Þetta er eins og berjast við marghöfða þurs, alltaf sprettur upp nýr haus í stað þess sem höggvinn er niður! 

Theódór Norðkvist, 23.1.2008 kl. 23:17

36 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér er hlátur í hug... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 23:24

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður Þór, innlegg þitt kl. 19:24 tekur ekki aftur stóryrðin í pistli þínum fullyrðingasömum hér efst á vefslóðinni. Það dugir ekki að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri – eða (svo að við aðhæfum þessa gömlu myndlíkingu upp á umræðu þína hér) að segja eitt firnaákveðið í upphafi, tómt neikvæði, en láta svo sem þú sért opinn fyrir öllum/báðum möguleikum á öðrum stað á vefslóðinni. – Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 23.1.2008 kl. 23:26

38 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst útlegging Villa villigeitar með þeim bestu og hún er "ásættanleg" eins og á  víst að segja. En er það synd að vera vantrúaður á bókstafinn? Er ekki samt betra að vera það heldur en telja sig þess umkomna að fordæma aðra með þeirri óbilgirni sem kemur fram í oreðum Thedórs Norðkvist þar sem fyrirlitningin á þeim sem hugsa öðru vísi en hann sálfur leynir sér ekki. Er betra að vera eins og hann og Jón Valur en t.d. bara ég? Ég er kannski vantrúaður á ýmislegt en trúi líka á ýmislegt en ég er ekki meiri niðurrifsmaður almennt talað en  Thedór Norðkvist ef ykkur er sama.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 23:31

39 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Menn eru varaðir við því að trúa einu einasta orði sem Jón Valur Jensson skrifar enda er honum síst annt um sannleikann en þeim mun meira að hóta mönnum helvítisvist og lögsóknum.

Jón Steinar er hins vegar að skrifa í meginatriðum satt og rétt og Sigurður hittir naglann á höfuðið - annað hvort trúir maður vitleysunni eða ekki. það er enginn millivegur.

Jón Valur á það til að ímynda sér að guðspjöllin séu samtímaheimildir en jafnvel þótt þau hefðu verið skrifuð inni í tómri gröfinni 3 dögum eftir krossfestinguna er sagan einfaldlega of lygileg til að geta verið sönn.

Eða hvernig dettur heilbrigðum manni í hug að sá sami yfirnáttúrulegi skapari himins og jarðar sem drap 70.000 manns út af einu manntali (svo maður tali nú ekki um barnamorðin í Eyptalandi, Jón Valur) hafi látið einn auman smið í Palestínu hanga fyrir eplið forðum og þóst þannig bjarga mannkyni - frá sér sjálfum! Tilboð sem þú getur ekki hafnað sagði Don Corleone með byssuna við gagnaugað. Hann átti ekkert í úbermafíósa allra tíma, guð kristinna.

Jón Steinar bendir á algjöra þögn annarra heimilda, svo má auðvitað benda á hversu hjákátleg eftiröpun miklu eldri trúarbragða guðspjallafrásagnin er - eins og reyndar Celsus benti á.

Barnalegt og heimskulegt, það er rétta lýsingin á þessari kristnu trú.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.1.2008 kl. 23:33

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Karikatúr og guðlasts-óhroði ásamt útúrsnúningum og rangtúlkun, þetta hugnast Brynjólfi, en trúaðir haggast ekki.

Theódór Norðkvist hitti, eins og svo oft áður, naglann á höfuðið í innleggi sínu skorinorðu kl. 23:17.

Jón Valur Jensson, 23.1.2008 kl. 23:44

41 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vonandi tekst okkur að losa mannkyn við þessa óværu sem kristnin er og því fyrr því betra.

Jón Valur, þú þarft að taka vítamínin þín, þú ert óvenju daufur í tilsvörum!

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.1.2008 kl. 23:47

42 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigurður Þór, ég biðst velvirðingar ef þér þykir ég vera óbilgjarn og með sleggjudóma. Ég er bara orðinn mjög pirraður á áróðri sem stuðlar að vantrú á Jesú Krist, frelsara mannkyns. Tala nú ekki um þegar vitnað er í einhverja bullukolla úti í heimi til að rökstyðja mál sitt.

Mér finnst þú ágætis maður, Sigurður Þór og segir margt gott. Ég tel þig engu að síður vera kominn á villigötur þegar þú ferð að draga í efa undirstöðuatriði kristinnar trúar, sem hafa sennilega betri sögulegan vitnisburð á bak við sig en flestar aðrar persónur og atburðir mannkynssögunnar.

Ég hef lesið eftir þig að þú sért að berjast við þunglyndi og það er ekki gott fyrir þá sem þjást af depurð að sá í sjálfan sig og aðra efasemdum um kristna trú, ég þekki það af eigin reynslu, hef barist við geðræn vandamál líka.

Orð Brynjólfs hér að framan dæma sig sjálf, hann er að níða átrúnað sem 1 af hverjum 6 jarðarbúum játast undir.

Kristin trú er í miklum vexti úti í heimi, mest í öðrum heimsálfum en Evrópu. Afrískir kristnir menn eru farnir að ræða í fullri alvöru að senda kristniboða til Evrópu og hafa sumir gert það. Hugsið út í það. 

Theódór Norðkvist, 23.1.2008 kl. 23:47

43 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

En ég er farinn að sofa eftir langan vinnudag og kommenta varla meira hér fyrr en annað kvöld!

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.1.2008 kl. 23:47

44 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vísa því til föðurhúsanna Jón Valur að ég sé neikvæður. ÞÚ en ekki þér ert hins vegar ótrúlega neikvæður í trúmálum. Er það neikvætt þó það vefjist fyrir mönnum að trúa á það að dáinn maður vakni upp til lífsins eins og kenningin hljóðar upp á? Ég er ansi hræddur um það vefjist fyrir ansi mörgum. Meira að segja trúaður maður eins og  Villi geit virðist ekki trúa því bóksataflega. Ég get ekki séð að ég tali tungum tveim. Ég get bara ekki trúað á upprisuna þó ég fegin vildi og þess vegna er ég víst ekki kristinn maður. Eða hvað? Var ekki bókstaflegur skilningur á upprisunni, þe. líkamleg upprisa, einráð þar til á síðustu tímum? Á hana get ég ekki trúað. Skýrðu þá fyrir okkur Jón Valur hvernig við eigum að trúa upprisunni. Hvað rís upp? Kærleikurinn eða eitthvað segir þesi Köngi. En er það ekki bara orðafroða? Maður vill fá undirstöðumeiri skýringu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 23:48

45 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það skilyrðislaust forkostanlegt að draga undirstöðu kristinnar trúar í efa? Hvað þá þegar þau eru um jafn óvanalegan hlut og það að dáinn maður vakni til lífsins í líkamanum.  Mega menn ekki hugsa? Svo finnst mér þessar athugsemdir um þunglyndi Thedór einstaklega ósmekklegar. Hvða næst: Er ég haldinn illum öndum?

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 23:54

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skil það vel, Sigurður, að þú "get(ir) bara ekki trúað á upprisuna þó að (þú) feginn vildi(r)," enda blasir þetta ekki við augum okkar; ég lasta ekki þann, sem hefur ekki verið sannfærður um þetta með einhverjum hætti. En þú orðaðir ekki þetta hik þitt eða efasemdir svona hógværlega í pistlinum sjálfum, heldur kvaðst það "til of mikils mælst að nútímamenn trúi" upprisusögunni, talaðir um hana (og endurlausnarmátt Krists) sem "SVONA  MIKLA heimsku" (þín leturbreyting) og sagðir í næstu setningu kristindóminn "geggjuðustu trúarbrögð mannkynssögunnar". Þetta er fjarri allri hógværð í fullyrðingum, miklu lengra gengið en að hafa skeptískt viðhorf til þessa trúaratriðis kristinna manna (sem er sameiginlegt öllum stórum kirkjusamfélögum heims og það allt frá fornöld).

Jón Valur Jensson, 24.1.2008 kl. 00:02

47 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kenningin um dauða og upprisu Jesú Krists er óvenjuleg og ekkert að því að koma með einhver rök á móti. Ekkert okkar sem hér skrifum vorum á staðnum þegar þessir atburðir gerðust í Gyðingalandi og því getum við ekki vottað þá ótvírætt með okkar vitnisburði. Það þarf trú til og trú er alltaf einhver áhætta.

Sagnfræðilegar heimildir eru samt til staðar, þó ýmsir hafi dregið þær í efa og bent á meintar þversagnir í þeim.

Spurningin um upprisuna er mjög erfið, vegna þess að hún krefst um leið afstöðu í mörgu öðru. Sá sem trúir á upprisuna þarf um leið að vera tilbúinn að trúa því að Jesús sé sá sem komi til með að dæma hvern mann á efsta degi, að sérhver hafi brotið gegn lögmáli Guðs, ritað í stein með fingri Guðs

(í táknrænni merkingu, ekki bókstaflegri, til að ég fái ekki hneykslanlegar athugasemdir og verði sakaður um bókstafstrú)

og í hjörtu manna.

Jæja, ég er farinn að hegða mér eins og guðfræðingur, sem ég er ekki, en þetta er allavega mín túlkun á kristinni trú. 

Theódór Norðkvist, 24.1.2008 kl. 00:07

48 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var aldrei ætlunin að vera sérstaklega hógvær. Það þarf ekki alltaf, ekki einu sinni í trúmálum. Ég var bara að árétta það, með vissri ritaðferð,  að ekki er hægt að trúa bara si svona á það að dáinn maður hafi risið upp. En ég er opinn fyrir öðrum túlkunum á þessu atriði. Lát heyra! Mér finnst þetta allt saman mjög merkilegt og umhugsunarvert hvað svo sem trúleysingjarnir segja. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 00:17

49 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er nú skrattanum skemmt...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:21

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er of magnlaus til að láta meira til mín heyra um þetta, Sigurður, fyrr en vonandi með nýjum degi.

Jón Valur Jensson, 24.1.2008 kl. 00:22

51 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bið innlega afsökunnar á þessu með að Celsus væri fyrstu aldar maður. Það er meinleg innsláttarvilla.  Hann var 2. aldar maður, svo að allt sé nú kórrétt.  Annað ábyrgist ég að er rétt og skora á JV að hrekja það.

Hann hlýtur að hafa eitthvað málefnalegra fram að færa en þennan demóníska munnsöfnuð. Kanski er hann andsetinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 00:27

52 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og nafni...þetta er ekki af netsíðum vantrúarmanna, sem ég hef þetta heldur frá bókum sprengmenntaðra ´Biblíufræðinga og trúfræðinga.   Þú lest náttúrlega ekkert annað en það sem viðheldur villu þinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 00:30

53 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Viðbót hugsuð í fljótheitum fyrir svefninn (vonandi góðan):Kristindómurinn er söguleg trúarbrögð, þau hvíla á einhverju sem átti að hafa gerst í raun og veru, Jesú var til og hann var krossfestur og dó. Upprisan hlýtur þá líka að skiljast sem fyrsti kostur sem raunverulegur efnislegur atburður eins og hitt. Þar byrja vandræðin. Það er svo erfitt að trúa því að líkami sem er hættur að starfa fari aftur að starfa. Menn verða þá að fara út í táknfræði. En raskar það ekki einmitt heildarsamhenginu. Í trúarjátningunni, sem farið er með í hverri messu er játað að kristur hafi verið krosfestur, dáinn og grafinn en risið upp á þriðja degi. Þetta er skýrt, þriggja daga gamalt lík lifnaði við. Hvernig á að skilja þetta? Nokkur grundvallaratriði: Upprisan er undirstaða kristindómsins eins og Theodór segir, ekki endilega kristin siðfræði, án upprisu engin friðþæging fyrir syndir, án upptrisu engin frelsun og ekkert eilift líf. Getum við trúað því að þriggja daga gamalt lík lifni við (já,ég veit að sumum finnst  þetta orðalag  óþægilegt, en þetta er samt það sem verið er að tala um) og upprisuna eigi að taka alveg bókstaflega eða eigum við að skilja hana  táknrænum skilningi. Og hvað tekur þá við: ein túlkun sem rekst á aðra. Góða nótt.      

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 00:39

54 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef fengið reynslu fyrir því að allt er mögulegt í sambandi við upprisu Krists. Ég ætla samt ekki að lýsa þeirri reynslu frekar, þar sem hún er of persónuleg til þess að ég vilji ræða hana nánar hér.

Góða nótt. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.1.2008 kl. 01:04

55 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef ég hef skilið kenningar kristninnar rétt þá reis Jesús upp sem andi, en í krossfesta líkamanum. Það að líkaminn var ekki í gröfinni þegar steininum var velt frá átti að vera sönnun á upprisunni.

Ef lærisveinarnir hefðu sagt öllum að Jesús hefði risið upp frá dauðum, en líkaminn hefði enn verið í gröfinni, hefði verið hlegið að þeim.

Hinn krossfesti líkami Jesú Krists var friðþæging fyrir syndir heimsins. Jesús birtist lærisveinum sínum og kvenpersónum Nýja testamentisins a.m.k. tvisvar í öðrum líkama en krossfesta líkamanum.

Theódór Norðkvist, 24.1.2008 kl. 01:56

56 Smámynd: Ólafur fannberg

amen

Ólafur fannberg, 24.1.2008 kl. 02:02

57 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kenningin um upprisinn frelsara er nefnilega ekkert óvenjuleg Theodór. Adonis, Osiris, Tammus, Horus, Mithras...listinn er mílnalangur.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 03:39

58 Smámynd: Linda

Theódór þakka þér fyrir þín orð hér inni.  Sigurður mér tekur það sárt að sjá svona skrif, svona afneitum á frelsar okkar, en þú mátt vitanlega trúa eins og þú vilt, ekki ætla ég að gera lítið úr því. Er ég því nokkuð að krefjast of mikils að fólk hætti að nýðast á trú minni eða afstöðu okkar sem trúa?  Nei, ég held ekki.  Anna Knús til þín yndislega baráttu kona Krists upprisinn.

Linda, 24.1.2008 kl. 05:09

59 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í nótt, þegar ég gat ekki sofið (líklega vegna hlýrra hugsana í minn garð) reyndi ég þrisvar að gera athugasemdir. Í jafn mörg skipti gerðist það að þegar ég ýtti á “senda” komu þær upplýsingar að síðan væri not available og athugasemdirnar birtust ekki en eyddust hins vegar. Þá tók ég athugasemdadálkinn bara út svo allt fylltist ekki af athugasemdum án þess að ég gæti þar sjálfur lagt orð í belg. Ég vísa því Linda til föðurhúsanna að ég sé að “níða” trú einhverra. Þetta er mjög alvarleg ásökun því sá sem er að “níða” eitthvað er níðingur. Þú ert að segja að ég sé níðingur. Áður hefur Jón Valur sagt sigri hrósandi að ég hafi ekki sannan kristindóm og það virðist vera þungur dómur yfir siðferðissástandi mínu , Thedór hefur ýjað að því að þunglyndi sem ég fæ stundum stafi af því að ég sé trúlaus.Ég er líka hiklaust flokkaður af þessu fólki sem neikvætt niðurrifsafl. Það kallar það ekki að níðast á minni afstöðu. Og sök mín er: Að mér finnst það fjarstæða að einhver rísi upp frá dauðum. Slíkt finnst fólki auðvitað mikil heimska svona almennt en þegar Jesú á í hlut finnst vissum hópi manna að það sé til vitnis um niðurrifshugsun og neikvæðni með öllum þeim siðferðisvandlætingu sem slíkri ásökun fylgir. Ég fæ ekki svona siðferðisvandlætingar frá neinum á blogginu nema þessu trúfólki. Ekki kem ég inn á bloggsíður þeirra og tala svona yfir hausamótunum á þeim. Ég læt þau alveg í friði. Í þau tvö skipti sem ég hef bloggað almennt um trúmál án þess að víkja að nokkrum sérstökum persónum  hefur verið ráðist að mér á þann hátt sem ég var að lýsa.  Það er greinilegt að sérhver hugsun sem þessum hópi trúfólks er  ekki að skapi er þeim nægjanleg til að fara t.d. að ýja að því að sá sem setu hana fram sé níðingur ef ekki bara geðbilun vegna vondra hugsana. Það er hreinlega ekki hægt að blogga um trúmál á Moggablogginu án þess að ákveðinn hópur bloggara fari að láta svona. Þeir eru að eyðileggja bloggið. Þess vegna hef ég ákveðið að þessi færsla verður sú síðasta sem ég skrifa um trúmál þar sem athugasemdir eru leyfðar.   Ég er ekki níðingur Linda fremur en þú ert níðingur. Og ég er ekki neikvætt niðurrifsafl eins og þið segið fullum fetum. Ég vísa þessum rógi og svíðvirðingum beina leið til föðurhúsana þar sem þær eiga heima.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 12:36

60 identicon

Ef ég segir að guð sé eins og Spiderman, bara ævintýri þá er ég stimplaður níðingur.
Svo kemur hallelújaliðið sem sogar til sín milljarði árlega og heimtar að troða fáránlega barnalega ævintýrinu ofan í börnin mín með góðu eða illu, ég vil það ekki og er enn og aftur orðin að níðing.
Trúarliðið er geðveikt fólk.. ekki svona venjulega normal geðveikt heldur sjúklega yfirnáttúrulega geðveikt.
Amen

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:11

61 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sigurður blessaður alltaf gaman að lesa skrifin þín. Það er líklega rétt hjá þér að trúin verður óskiljanleg þeim sem ekki trúa og þeir telja hana heimsku. Hver þekkir ekki þann yfirborðslega dóm að trúmenn séu fávitar sem hafi misst af sér? En þetta er tálsýn. Ef þú skoðar þetta nánar og sannreynir kemstu að öðru. Ég get ekki sagt þér hvernig þú átt að fara að en trúin er mysterium,  leyndardómur.  Trúin gerir manninn stærri og lífið dýrmætt. Maðurinn velur að trúa eða amk. getur hann valið að skoða trúna og sjá hvað setur.

Guðmundur Pálsson, 24.1.2008 kl. 13:20

62 identicon

Guðmundur trú er heimska og gerir manninn minni og lífið einskis virði... hefur þú verið í helli mar

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:34

63 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðmundur þú virðist slá því föstu að það að trúa ekki á upprisu dauðs og telja það jafnvel heimsku manns geri menn trúalausa í öllum skilningi. Það er ekki rétt ályktun. Ekki segi ég að trúmenn séu fávitar en ég finn að óbilgirni nokkurra trúamanna í minn garð sem persónu hér á síðunni. Það er vont að þurfa að vera að verja sjálfan sig sem siðferðisveru. Það finnst öllum. Kannski er það óþarfa viðkvæmni en ég reyni ekki að vera annar en ég er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 13:42

64 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér á að standa: trúa ekki á upprisu dauðs manns og telja hana jafnvel heimsku geri menn trúalausa í öllum skilningi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 13:43

65 identicon

Þetta er alveg magnað að lesa. Málið er að kirkjufólk og kristnir segja 90% þjóðarinnar kristin. 57% þjóðarinnar trúir hins vegar ekki að Jesú sé sonur guðs og frelsari mannkyns. Reyndar segjast ekki nema um 51% þjóðarinnar vera kristinnar trúar. Það finnst kristnum bara allt í lagi og halda sig stíft við 90% töluna. Prestar hafa sagt að það sé engin þörf á að trúa á Jesú og afrek hans til að teljast kristinn. Það er nefnilega hægt að vera "menningarlega kristinn", sem þýðir í raun að það að fæðast í landi þar sem er kristin þjóðkirkja gerir mann sjálfkrafa kristinn einstakling. Almenningur er ekki tækur í umræðunni vegna þess að guðfræðin og kristin trú er eingöngu fyrir lærða að skilja. Þetta er nefnilega svo svakalega flókið. Þú þarft alla vega BA í guðfræði til að meta þetta fyrir þig sjálfan.

Ég gæti eins sagt að 90% þjóðarinnar eru KR-ingar, vilja bara ekki viðurkenna það eða hafa bara ekki næga þekkingu á málefnum KR til að geta tekið vitræna afstöðu. Þú verður að vera KR-fræðingur til að geta tekið rétta afstöðu í málinu.

Svo koma hér fram trúmenn sem heimta virðingu fyrir kirkjunni og skoðunum sínum og saka fólk um að níðast á trúnni sinni. Mér finnst bara allt í lagi að fólki sem finnst þetta pínu skrítið fái að lýsa skoðunum sínum á þessum undarlegheitum.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:23

66 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get vitnað í nokkra kirkjuhöfðingja sem sega það réttlætanlegt að ljúga og skrumskæla sannleikann í nafni trúar.  Það eru svör þeirra við efasemdum fólk.  Trú hefur ekkert með veruleikann að gera. Hugtakið um að trúa því að svart sé hvítt og hvítt sé svart er frá Ignatíus Loyola komið:

"Við ættum ávallt að viljug til að það sem virðist hvítt í okkar augum, sé í raun svart, ef stjórnendur kirkjunnar ákveða að svo sé." Heilagur Ignatius Loyola.

Marin Lúter talar á sömu nótum auk fleiri kirkjuhöfðingja. Semsag: Ef við segjum þér að trúa, þá skalt þú trúa...annars..

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 15:50

67 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leiðrétt vegna innsláttarvillu:

"Við ættum ávallt að viljug til að trúa að það sem virðist hvítt í okkar augum, sé í raun svart, ef stjórnendur kirkjunnar ákveða að svo sé." Heilagur Ignatius Loyola.

Þetta meinti hann frá hjartans rótum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 16:00

68 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðmundur: Ég er reyndar sammála þér að kalla megi ýmislegt í trú manna leyndardóm. Það merkir þó ekki að menn geti haldið hverju sme er fram og sagt: þetta er bara leyndardómur. Það er einmitt það sem nútímamenn eiga svo erfitt með að trúa að dáinn maður hafi risið upp og gengið um meðal manna og látið menn þreifa á sárum sínum og allt. Þetta er samt frásögn Polstulasögunnar og þar er lögð áherla á að um sögulega staðreynd sé að ræða. Ef það merkir neikvæði og niðurrifshugsun þó þetta standi í mönnum þá það en það er bara ekki hægt að bjóða upp á slíkt nú á dögum. Það er ekki hægt að stimpla alla þá sem geta ekki kyngt því. Ég trúi ekki á þessa tegnd af upprisu en er opinn fyrir öðrum túlkunum þó þær hljóti reyndar að vera erfiðar. Og ekki koma þlr hér fram Það skil ég þannig að hin bókstaflega frásögn Postulasögunnar sé hin eina sanna kenning og þeir sem ekki láta sér segjast skulu allt að því níðingar kallaðir verða. 

Halla: Kannski er ég í skápnum með trú mína. Hún er hreint ekki einfalt mál fremur en líf manna yfirleitt nema ofstækismanna í trúmálum. En gæti ekki verið að fleiri séu í skápnum sem hér hafa haft uppi mestu fordæminguna. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 17:10

69 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nánar sagt: Ég kallaði ekki "endurlausnarmátt" Krists heimsku heldur hina líkamlegu upprisu eins og frá henni er sagt og margir virðast trúa. Ég neita ekki "endurlausnarmættinum" skilyrðislaust ef  hann er  fólgin í einhverju öðru en þessari hráu upprisu og 40 daga jarðvist eftir hana. Þetta sýnist mér Villi villigeit skilja og væri betur að allar geitir í hjörðinni væru ofurlítið skilningabetr. En ég viðurkenni það fúslega að pistill minn var ekki hógvær og lítillátur en hann hefur samt einmitt leitt til kjarna kristindómsins, upprisunar sjálfarar og leit það í ljós, sýnist mér  einna helst að bókstaflegur skilningur á henni lifi góðu lífi í hugum sumra og frávik frá henni skuli verða harðlega fordmdar. Sem sagt: kommon sens skal vegin og léttvæg fundin. Kommon: Er hægt að bjóða  upp á þetta undir yfirskini leyndardóms? Ókey, kannski er það hægt en ég vil þá fá að vita hvenrig það er hægt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 17:22

70 Smámynd: Mofi

Mæli með að þið horfið á þetta video hérna með opnum huga: http://www.youtube.com/watch?v=dyd2p1IaDpA&feature=related 

Kannski Sigurður taki saman blogg þar sem hann tekur saman sínar hugsanir um það.

Mofi, 24.1.2008 kl. 17:41

71 Smámynd: Linda

Sigurður ég tala um að þú hefur rétt á því að trúa eins og þú vilt, þú sjálfur setur þig hóp níðinga ekki ég.  Þú veist mæta vel að hér eru oft höfð ófögur orð um Kristna einstaklinga á landinu og lítið gert úr hæfni þeirra og almennri skinsemi sakir trúar, ég einfaldlega kalla það níð, þú sjálfur snýrð þessu á sjálfan þig.  Ekki gera mér upp skoðun á þér sem ég átti alls ekki við.  Svo ég ætla stetja þetta hér aftur og taktu eftir ég persónugeri þetta ekki.

"Er ég því nokkuð að krefjast of mikils að fólk hætti að nýðast á trú minni eða afstöðu okkar sem trúa?  Nei, ég held ekki"

"

Linda, 24.1.2008 kl. 17:42

72 Smámynd: Theódór Norðkvist

Thedór hefur ýjað að því að þunglyndi sem ég fæ stundum stafi af því að ég sé trúlaus.

Þetta er ósatt, Sigurður Þór, þú hefur a.m.k. misskilið mig. Ég sagði að það væri ekki gott fyrir þá sem þjást af depurð að sá í sjálfan sig og aðra efasemdum um kristna trú.

Að segja að einhver einkenni versni af ákveðnum hlut er ekki það sama og segja að sá hlutur valdi einkennunum.

Mönnum getur versnað af kvefpest af því að vera úti í kulda, þó svo að útiveran hafi ekki valdið pestinni upphaflega.

En ég er ekkert að halda því fram að þessi fullyrðing mín sé einhver læknisfræðilegur sannleikur, þetta er frekar mín upplifun og reynsla. 

Theódór Norðkvist, 24.1.2008 kl. 17:47

73 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Von: Þú værir ekki að tala um fólk á minni síðu ef þú ættir ekki við mig. Þú ert virkilega að meina að ég sé að níða þína trú. Égt Ég

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 17:54

74 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég segi að ekki  sé um níð hjá mér að ræða eins og vel kemur fram í síðustu athugasemdum mínum þó ég trúi ekki á líkamlega upprisu. 

Thedór: Þú ert sem sagt að meina að ég geti sjálfum mér um kennt þunglyndið ef það versnar frá tilteknum pukti vegna neikvæðni minnar í trúmálum.  Ég hef í áratugi látið málefni fólks með geðræn vandamál til mín taka. Mér finnst þetta ekki bara eindæma heimskulegt heldur líka svo ósvífið og taklaust í garð allra þeirra sem líða af þunglyndi og berjast af alefli gegn því að ég nenni ekki taka við svona forherðingu um þau mál sem  mér hafa verið hugleikinn lengi. Þarna sýnist mér gott dæmi um það einmitt hvað bókstafstrú getur gert fólk forstokkað. Og nú ætla ég að loka á athugasemdir frá þér því svona bull um geðræn vandkvæði líð ég ekki minni síðu, mér er sama trúmálaskoðanir. Far vel Frans!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 18:03

75 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Blessaður. Menn trúa bara á þann hátt sem þeir vilja og því sem þeir vilja er það ekki. En eins og ég kemst næst er það trúin sjálf – það að trúa sem ummyndar manninn. Maðurinn er á einhvern dularfullan hátt tengdur öllum öðrum mönnum og Guði. Hann á hins vegar í mesta basli með að uppgötva á hvern hátt hann er tengdur og hvernig hann getur orðið var við það hverja stund.

Guðmundur Pálsson, 24.1.2008 kl. 18:16

76 Smámynd: Linda

En og aftur  Sigurður ekki gera mér upp skoðun "á þér" sem á ekki við. Ég hef þvert á móti ekki hugsað um þig á þann hátt sem þú gefur í skin með orðum þínum.  Orð mín til þín voru þessi

"Sigurður mér tekur það sárt að sjá svona skrif, svona afneitum á frelsar okkar, en þú mátt vitanlega trúa eins og þú vilt, ekki ætla ég að gera lítið úr því. 

Ef ég hinsvegar ætlaði mér að vera með einhver leiðinndi í þinn garð þá hefði það ekki farið á milli mála, ég  er ekki vön að tala undir rós. 

kv.

Linda, 24.1.2008 kl. 18:40

77 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki að gera lítið úr freslara ykkar en ég er að efast um límaklega upprisu Jesú.  Er það að gera lítið úr?

Þú segir Linda:  Sigurður mér tekur það sárt að sjá svona skrif, svona afneitum á frelsar okkar, en þú mátt vitanlega trúa eins og þú vilt, ekki ætla ég að gera lítið úr því. Er ég því nokkuð að krefjast of mikils að fólk hætti að nýðast á trú minni eða afstöðu okkar sem trúa?

Það er augljóst að þér blöskrar skrif mín og ert að fara fram á að fólk, sem hlytur að vera ég í þessu sambandi því annars væri það merkingarlaust, hætti að níðast á trú þinni. Ég er að gagnrýna upprisuna en ég er ekki að "níðast" á neinu. Svo nenni ég ekki að karpa meira við þig um þetta atriði.

Næsti gerðu svo vel!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 18:50

78 identicon

Á mig sækja þungar áhyggjur vegna þeirra karaktera sem kommentera á þetta blogg. Þeir virðast samanstanda af roðhænsnum og blöðuselum, froðufellandi af trúaræði. Gott væri ef þeir fengju heppilegari útrásir fyrir ofstækið, svo sem að vappa niður að tjörn og drekkja sér.

Gunnar Aegisson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:12

79 Smámynd: Linda

Gott og vel, hafðu það eins og þú vilt, ef þér líður betur með að halda að ég hafa notað orðið "níð" yfir þig persónulega þá verður þú að eiga við þig sjálfur . það þýðir hinsvegar "ekki" að þú hafir rétt fyrir þér í þessu tilfelli.

Hafðu það sem allra best.

Knús.

Linda, 24.1.2008 kl. 19:13

80 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér líður hvorki betur né verr. Þetta snýst ekki um það. Og það verður þú að eiga við þig sjálfa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 19:18

81 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

En er ekki mótsögn í því að geta trúað á Guð, sem hlýtur að teljast eitthvað yfirnáttúrulegt (er það ekki einmitt það sem gerir Guð að Guði?) - en geta svo ekki trúað á yfirnáttúrulega hluti, svo sem upprisu dauðs manns (og hvað þá með að hann hafi látið blinda sjá, lamaða ganga etc.?)

Til hvers að vera yfirnáttúrulegur og yfirmannlegur ef maður ... ég meina Guð - getur ekki gert eitthvað yfirnáttúrulegt?!

gerður rósa gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:44

82 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þá er það spurningin Zoa: Er hægt að trúa á hið yfirnáttúrulega? Annars þjáist ég af náttúruleysi þessa dagana, er sem sé undirnáttúrulegur. En það er nú bara okkar á milli!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 20:11

83 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú reyni ég í þriðja sinn að setja hér inn athugasemd. Í hin tvö skiptin fraus vafrinn... bara hann, ekkert annað í tölvunni.

Hönd Guðs að verki?

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:02

84 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jasso, þetta tókst. Nú þori ég ekki fyrir mitt litla líf að segja það sem ég ætlaði að segja - þá hlýtur allt að frjósa aftur.

Það verður bara að bíða betri tíma.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband