Eftir á að hyggja

Ísbjarna er að vænta á Íslandi hve nær sem er. Þeir eru hættuleg rándýr sem éta fólk með bestu lyst þegar þeir eru ósköp svangir. Þeir eru hins vegar í útrýmingarhættu og eru friðaðir. Það er því einkennilegt hugsunarleysi að ekki skuli þegar vera til áætlun um hvernig bregðast eigi við þeim. Þeir tímar geta hæglega komið að ekki einn heldur margir ísbirnir geti verið á vappi um landið. Það sýnir sagan. Ekki gegnur að menn ætli sér bara að drepa sjálfkrafa alla birni sem til landsins koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Tek undir þetta. Heyrði náttúrufræðing segja í útvarpinu að vitað væri um 700 heimsóknir hvítabjarna til landsins. Mér finnst það töluvert. Og til hamingju með nýju myndina af þér og Mala. Þið eruð fjallmyndarlegur báðir! Það geisla af ykkur gáfurnar. Mér finnst að Mali eigi að byrja á eigin bloggi.

Svavar Alfreð Jónsson, 3.6.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Allar bestu blogghugmyndir mínar eru frá Mala komnar. Hann er t.d. sérlegur ráðgjafi minn í pólitískum hasar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skrá sig í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða og láta í sér heyra!

http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/558792/

Heiða B. Heiðars, 3.6.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við Mali eru báðir af Víkingslækjarætt og ýmsum öðrum mjög fínum ættum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 20:33

5 identicon

Ég er líka af Víkingslækjarætt - og við skyld í 5. og 6. lið.

Þórdís (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margt er líkt með skyldum. Helvítis kjafturinn alltaf á okkur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband