Bangsasögur

Endurtekning sögunnar:

1361 Gottskálksannáll: Kom bjarndýr af sjó í Eyrar sveit á Breiða firði um haustið móti imbrudögum og voru hvergi ísar í nálægð. Var það bjarndýr unnið í Staðar sveit á Snæfells nesi litlum tíma síðar. 

Það sem hefði getað gerst:   

1321 Skálholtsannáll:  Kom hvítabjörn mikill af ísum norður á Ströndum og drap viij menn í Heljarvík og reif alla í sundur og át upp suma alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, ekki andmæli ég því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 22:50

2 identicon

jakk, gott að hafa ekki verið þarna á bænum árið 1321

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er nú svo illa innrættur að mér finnst þessi klausa um björninn sem át upp suma alla svo innilega fyndin.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 00:20

4 identicon

Það er ekki á okkur íslendinga logið. Við megum ekkert aumt sjá án þess að ganga á milli bols og höfuðs á því, helst með eins sóðalegum aðferðum og hægt er, og hreykja okkur síðan af því og láta taka mynd af því fyrir fjölmiðla.

Er skemmst að minnast íslensku áhafnarinnar sem sá ísbjörn á sundi við landið og brást snarlega við og hengdi hann og birtist síðan mynd af þeim stoltum með hangandi björninn. Rökin? Jú hann virtist vera þreyttur....!

Heimsbyggðin stóð á öndinni og átti erfitt með að skilja þetta grimmdaræði gagnvart friðuðu dýri í útrýmingarhættu.

Sama virðist uppá teningnum núna. "Hugsanlega var hann svangur" og "hugsanlega þá hættulegur". Reyndar kom í ljós að hann var í góðum holdum, en einsog í því gamla Villta vestri þá er best að skjóta fyrst og spyrja svo.

Það er mikið lán að t.d. Afríka skuli ekki vera byggð eintómum íslendingum. Þá myndi umhverfisráðherra láta það vera sitt fyrsta verk að láta hengja og skjóta öll dýr sem hugsanlega eru svöng og þá hugsanlega hættuleg. Ljón og öll önnur kattardýr, geðvonda fíla og flóðhesta osfrv. Og af hverju taka ekki Rússar sig til og skjóta öll bjarndýr sem þar eru innan landamæra?

Ég bý í Svíþjóð og hingað hafa borist fréttir af þessu "hetjudáði" og fólk bara gapir og spyr, hvað er að, er ekki í lagi með þetta fólk? og verður fátt um svör hjá mér.

Fyrirgefðu Sigurður að ég læt hér móðinn mása á síðunni þinni. En auðvitað skrifar maður þar sem maður veit að flestir lesa.

Eftir þetta get ég vel unnt ísbjörnunum að "éta upp suma alla".

Jón Bragi (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband