Mali er farinn að sveifla skottinu!

Eftir að Mali rófubrotnaði hefur hann ekki sveiflað sínu langa og glæsilega skotti. Ég var farinn að halda að hann gæti það aldrei aftur.

En viti menn! Fór hann ekki að sveifla því í kvöld, ekki eins flott og áður að vísu en samt ansi flott og svo er þetta kannski bara byrjunin á mjög listrænum skotttilburðum.

Og hann er greinilega svo glaður að hann ræður sér ekki fyrir fögnuði og veiðihug. Og hann gerir sig svo grimmdarlegan að ég er bara hálf smeykur við hann. Það er æði í augunum á honum.

Mikil gæfa var það nú samt að kynnast honum Mala. Hann er örugglega eina manneskjan sem skilur mig!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með skottsveiflurnar, þetta er greinilega allt að koma hjá Mala.

Ég átti litla, íslenska hundtík... hún var sú eina sem skildi mig - svo ég skil hvað þú átt við. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Beturvitringur

Það er öruggt að hann er eina manneskjan sem skilur þig, EN ert þú ekki líka eini fressinn sem skilur hann (almennilega)?

Beturvitringur, 3.6.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Beturvitringur

... OG í öllum bænum láttu Fr. Mala ekki heyra þig hrósa nýenduruppteknum skottsviftingum of mikið. Hann gæti dregið sig í skel, smeykur við of miklar væntingar og þ.a.l. of mikil vonbrigði í sinn kattasand, - færi svo að þetta væri svanasöngur stýrisins stórglæsilega?!

Beturvitringur, 3.6.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: halkatla

gleði

halkatla, 3.6.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með Mala og skottsveifluna. Ég segi svipað og þú, Tító og Gosi eru einu manneskjurnar sem skilja mig.

Svava frá Strandbergi , 4.6.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú samgleðst ég.

Sjálf lenti ég í því eitt sinn að þurfa að láta rófustýfa fresskött sem ég átti, af því hann var bitinn. Rófan er svo mikilvægt tæki fyrir köttinn - bæði jafnvægistæki og verkfæri til tjáningar - að þetta eru sannkallaðar gleðifréttir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.6.2008 kl. 15:08

7 identicon

Nei sko, komin ný mynd - og glænýjar fréttir af honum Mala.

Ég er með litla kisustúlku hérna við hliðina á mér - hún er líka eina manneskjan sem skilur mig - og hún krefst þess á hverjum degi að við byrjum bloggskannið okkar á því að leita fregna af honum Mala.  Auðvitað læt ég þetta eftir litla krílinu - hvað annað? - en því miður hefur veðurbloggið undanfarið skyggt alltof mikið á litla kisustrákinn þinn .  Við vorum m.a.s. hættar að gá - við vorum orðnar svo vonlausar um fleiri Malafréttir.

En núna höfum við tekið gleði okkar á ný .

Bestu kveðjur til Mala

Helga (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:00

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins og ég hef alltaf sagt: Mali er stjarnan á þessari bloggsíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 19:09

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mali, er það þessi sem er vinstra megin á myndinni?

Emil Hannes Valgeirsson, 4.6.2008 kl. 23:27

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, sá er maðurinn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 23:31

11 identicon

Eins og þar segir:

- Bugðast af listfengi loðið skott

- lyftist með tign er þú gengur brott

- Aldrei fær manneskjan aftanverð

- á við þig jafnast í sundurgerð

Jón Helgason

Jón Bragi (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 06:05

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju.  

Hún er flott nýja myndin af ykkur félögunum.

Marta B Helgadóttir, 6.6.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband