Fordæmanlegt

Það er flott að þessi vímuefni komust ekki á markað. Húrra fyrir lögreglunni!

Þetta breytir því þó ekki að áfengi verður áfram það vímuefni sem mestum skaða veldur hvað slys og ofbeldi varðar og hvers kyns óhamingju í mannlegum samskiptum yfirleitt. 

Áfengisdýrkun og meðvirkni ríkir hins vegar í landinu. Og  hún er svo stæk að það er talið sérstaklega fordæmanlegt að áhrifamiklum hópum ef fólk er hvatt til þess að drekka ekki frá sér ráð og rænu.


 


mbl.is Fíkniefni af ýmsu tagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir með þér í húrrahrópum fyrir lögreglunni. En gerum okkur grein fyrir því hvers vegna áfengið veldur mestum skaða. Það er einmitt vegna þess að hin efnin eru bönnuð og árangur næst í því að koma í veg fyrir innflutning þeirra. Það er ekkert skrýtið við það að eina efnið sem leyft er valdi mestum skaðanum. Allt annað væri virkilega skrýtið .

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tökum fólkinu eins og það er og reynum að aðlaga okkur að menningunni, en ekki menninguna að okkur.  Ég veit ekki betur en drykkja sé einkaval, svo ég þarf ekki frekar en þú að drekka frá mér rænuna.

Við skulum ekki rífast við drykkjumennina meðan þeir eru ölvaðir.  það veldur bara slagsmálum.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.4.2009 kl. 15:09

3 identicon

Hér á landi er endalaust hægt að eltast við hústökufólk og smyglara með vélsögum og varðskipum - en engin úrræði virðast vera til staðar þegar á að klófesta alvöru glæpalýðinn hérna, auðníðingana og landráðasveppina sem eru búnir að koma þjóðarbúinu á hliðina.  Enda þessir dólgar búnir að kaupa sér friðhelgi á réttum stöðum með mútufé.  Þeir eru orðnir "The Untouchables".  Og eru núna önnum kafnir við að kaupa upp þrotabúin sín á slikk og fimmaura svo þeir geti haldið áfram með hvítflibbaglæpina.  Og munu komast upp með það!

Einstaklega furðulegar áherslur hérna.  AAARG!

Öskureiða Malína (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:41

4 identicon

Alveg er það merkilegt í ljósi sögunnar að menn sé enn á því að boð og bönn séu það sem best virkar til að leysa vandamál á þessu sviði

Nýlegar niðurstöður frá Portúgal sína að nú 5 árum eftir að neysla og varsla áður ólöglegra eiturlyfja var gerð lögleg hafa heilsufarsvandamálum þeim tengdum fækkað gífurlega og í sumum tilfellum margfalt

Það er kominn tími til að menn átti sig á því að hert löggjöf og það að gera neytendur að glæpamönnum gerir ekkert nema auka á vandann

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband