Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

Einfalt blogg

Einfaldleikinn er alltaf bestur.

Flott skammdegi

Ţetta er einmitt veđriđ sem mér finnst best í skammdeginu. Hćgur vindur og nokkurn vegin ţurrt og hitinn er 9 stig. Klukkan níu var tólf stiga hiti á Siglufirđi og Akureyri.  

Viljiđi eitthvađ betra? Eins og hvađ ţá? Stórhríđ fyrir norđan og fimmtán stiga frost?

Ég vona ađ ég sjái aldrei snjó ţađ sem ég á eftir ólifađ.

Og Bókatíđindin eru komin út!


Hvađ dvelur Bókatíđindi?

Ţađ er eins og engin jól séu ađ koma. Fáar bćkur eru komnar í búđir. Ef mađur kemur í bókabúđir, til dćmis, Eymundsson, er ţar hálfgerđ lagersstemning eđa útsölublćr, matarbćkur á heilu borđi og líka draslbćkur á niđursettu verđi á mörgum borđum og lítiđ ber á nýjum bókum. Yfir vörnunum svífur einhver lausung og ráđleysi. 

Og ţađ bólar ekkert á Bókatíđindum ţó ađeins mánuđur sé til jóla.

Ég hef heyrt ţví fleygt ađ ţađ sé sölubrella bókaútgefenda ađ draga ţetta allt á langinn til ađ salan verđi ţví meiri undir lokin.

Ef ţetta er satt finnst mér ţađ fremur andstyggileg brella.


Auđvitađ er Björgólfur ađ seilast til áhrifa í Ríkisútvarpinu

Útvarpsstjórinn segir ađ féđ sem Björgólfur Guđmundsson leggur af hendi til íslenskrar dagskrárgerđar í Ríkisisjónvarpinu sé ekki í ţágu RÚV. Hann sé bara ađ jafna framlag RÚV til sjálfstćđra framleiđenda sem vinna efni fyrir sjónvarpiđ. En ávinningurinn er sá, segir útvarpsstjórinn, ađ ţađ verđur búiđ til meira af íslensku efni til sýningar. 

Og ţađ efni verđur sýnt í Ríkissjónvarpinu. Ef ţetta framlag kćmi ekki yrđi efniđ ekki gert og ţví ekki sýnt. 

Ţađ er ótrúlegt  hvađ hćgt er ađ fara í kringum  hlutina međ orđaleikjum. Auđvitađ er ţetta framlag Björgólfs ekkert nema styrkur til Ríkisisjónvarpsins en ađrar sjónvarpsstöđvar og innlend dagskrárgerđ almennt njóta ekki góđs af. 

En ţađ er rétt hjá Páli Magnússyni ađ féđ er ekki veitt í ţágu RÚV. Ţađ er í ţágu Björgólfs sjálfs í baráttu hans viđ ađ leggja sem mest af ţjóđlífinu undir sig. Ţetta gerir Jón Kaldal sér glögga grein fyrir í leiđara Fréttablađsins í dag og skrifar:

"Fjárhagsađstođ Björgólfs viđ RÚV á auđvitađ ađ skođa í ţví ljósi ađ hann á nú ţegar í grimmri samkepppni á fjölmiđlamarkađi. Hann er ađaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblađđsins og 24 stunda, keppinauta Fréttablađsins, sem er hluti af fyrirtćkinu 365 sem aftur rekur Stöđ 2 og fleiri sjónvarpsstöđvar. Björgólfur á hins vegar ekki sjónvarpsstöđ en getur međ ţessum hćtti lagt hönd á plóginn í samkeppni viđ fyrirtćki sem hann keppir viđ á dagblađamarkađi."

Flókarna er ţetta nú ekki. Og ljótt er ađ menningarsameignir ţjóđarinnar séu orđnar ađ peđi í  valdatafli ríkisbubba.

Samtök handritshöfunda hafa fagnađ samningnum viđ Björgólf.

Ćtli einhver krćfur handritshöfundur muni nokkurn tíma leggja út í ađ gera fyndna og snjalla ádeiluţćtti  á yfirgang íslenskra auđmanna?

Og ţetta er bara byrjunin. Áđur en langt um líđur vöknum viđ upp viđ ţađ ađ peningaítök auđmanna í menningarstofnunum ríkisins verđa orđin svo mikil ađ ţćr geta ekki ţrifist án ţeirra og ţeir munu ţá ráđa í ţeim lögum og lofum.   


Skammdegiđ

Nú er skammdegiđ skolliđ á samkvćmt ţeirri skýrgreiningu sem ég nota. Hún er sú ađ skammdegi sé ţegar sólin er á lofti minna en einn ţriđja hluta ţess tíma sem hún er lengst á lofti. Ţetta gerđist í dag og skammdegiđ stendur eftir ţessum skilningi út janúar.

Mér finnst ţađ öllu skipta međ skammdegiđ ađ veđriđ sé skaplegt, milt og snjólítiđ og helst snjólaust. Ţá er svo miklu auđveldara ađ vera úti og komast leiđar sinnar.

Andstyggilegast er skammdegiđ ţegar fyrst snjóar mikiđ en leggst  síđan í langvinnar norđanáttir međ miklum frostum og marga vikna gömlum, hörđum og óhreinum njó.

Skemmdegiđ finnst mér blátt áfram fljótara ađ liđa ţegar hlýtt er og snjólaust en ţegar kalt er og snjóţungt.

Sumir segja ađ ţađ sé bjartara yfir ţegar snjór er en ţađ munar engu og  ţćgilegheitin í samgöngum vegur upp á móti ţví ef eitthvađ er og vel ţađ. 

Myrkur og mildur desember međ 10 til 11 stiga hita marga daga eru skemmtilegastir desembemánađa og minna mig á ţá gömlu daga löngu fyrir gróđurhúsaáhrifin ţegar alltaf var gott veđur og engum datt skíđaferđir í hug!


Dagur tónlistarinnar var í gćr

Ţađ er mesta furđa hvađ ég hef bloggađ lítiđ um tónlist ţví hún er ţađ sem mesta ánćgju hefur gefiđ mér í lífinu - ásamt veđrinu.  Ég hef hlustađ á tónlist síđan ég man eftir mér. Ţegar ég var barn lá ég í Kanaútvarpinu og í öllum dćgurlagaţáttum í ţví íslenska. Klassíska músik uppgötvađi ég ekki fyrr en síđar en tónlist var ekki haldiđ ađ mér á heimili mínu.

Ég er samt ekki neinn tónlistarmađur ađ upplagi eđa hćfileikum, bara pćlari. Ţegar ég var orđinn  stálpađur lćrđi ég nótur og undirstöđuatriđi tónfrćđinnar af bókum án ţess ađ hafa hljóđfćri en ţađ var mér svo gefiđ á unglingsárum. Ţá lćrđi ég dálítiđ á píanó og síđar orgel og eitthvađ í hljómfrćđi.

Aldrei nota ég tónlist sem afţreyingu eđa bakgrunn. Ég hlusta bara eingöngu. Ţess vegna hlusta ég aldrei mikiđ og ć minna međ árunum. Fyrir mér er músik list og henni getur mađur ekki sinnt nema stöku sinnum ţegar mađur er í hátíđarskapi.

Ég hef sérstakar mćtur á barokkmeistaranum Heinrich Schütz sem fćddist hundrađ árum á undan Bach. Fyrsta tónverkiđ sem ég heyrđi eftir hann var Jólasagan og ţađ finnst mér hjartahreinasta tónlist sem ég ţekki. Passíur Bachs og h-moll messan eru einn af hćstu tindunum í tónlistinni. Á passíurnar hlusta ég til skiptis á föstudaginn langa en á messuna á nokkurra ára fresti. Kantötur Bachs, vel yfir 200 ađ tölu, eru mér óendanleg uppspretta listrćnnar gleđi.

Eftir Mozart held ég mest upp á hina svonefndu Haydnkvartetta. Mozart samdi  mestalla músik sína af einhverjum gefnum tilefnum, fyrir tónleika eđa fyrir sérstaka hljóđfćraleikara, en kvartetta ţessa samdi hann af innri ţörf og ţar birtist hann af einna mestri snilld. Ég hef líka mikla ást á hinum harmrćna strengjakvintett hans  í g-moll, K 516. Hann sker i hjartađ. Ég vil ađ músik skeri í hjartađ enda er góđ tónlist alltaf tregablandin á einhvern veg og minnir á sćtan hverfulleika lífsins.

Síđustu strengjakvartettar Beethovens eru hugsanlega dýpsta tónlist sem um getur, ađ mínu áliti. Hann er ţar kominn handan viđ venjulegt mannlíf og kannar einhverja órćđa heima.

Ég er afskaplega veikur fyrir ljóđatónlist eđa sönglögum. Kannski vegna ţess ađ sú tónlist sameinar bókmenntir og tónlist en ég var alltaf mjög veikur fyrir fagurbókmenntum ţar til fyrir svona fimmtán árum. Ég hef gert mér sérstakt far um ađ kynnast öllum sönglögum Schuberts, Mozarts, Beethovens, Schumanns, Mendelsohns, Liszts, Brahms, Hugo Wolfs og Richard Strauss. Schubert er bestur en Wolf, sem var mjög eminem tónskáld um sína daga, nćst bestur en allir eru ţeir feiknarlega góđir.

Strengjakvintett Schuberts í C-dúr finnst mér dýrlegasta hljóđfćraverk í heimi.  

Ég er enginn sérstakur óperuunnandi en ţekki ţó mjög margar óperur. Uppáhaldsóperurnar mínar eru Parsifal eftir Wagner, Boris Godunov eftir Mussorgsky og Don Giovanni eftir Mozart. Ég er líka mjög hrifinn af óperum hins óviđjafnanlega Leo Janáceks, sérstaklega Litlu klóku refalćđunni.

Af tuttugustu aldar tónlist eru mér engin sérstök verk hugstćđari en önnur. Ţau eru öll sama tóbakiđ - rótsterkt og gott. Mér finnst samt meira til um Alban Berg og einkanlega Anton von Webern en sjálfan Schönberg. Af ţeim sem nú eru uppi eđa nýdánir eru Ligetti og Lutoslawski í miklu uppáhaldi og svo er ég mjög viđkvćmur fyrir Alfred Schnittke og Arvo Pärt og henni Gubadúlínu. Hún er algjör dúlla.

Ég hef reynt ađ verđa mér úti um alla diska sem gefnir hafa veriđ út međ verkum íslenskra tónskálda.

Og ég held ekki vatni yfir amerískri kántrýmúsik.

Ég ólst upp viđ fyrsta rokktímabiliđ og Elvis er eina átrúnađargođ ćvi minnar. Ég fylgdist vel međ popppinu framundir svona 1980 og lauslegar eftir ţađ ţar til á síđustu árum ađ ég hef alveg dottiđ út. 

Fyrir mér er músik list en ekki afţreying. Ég tel hina svökölluđu  "ćđri músik", klassíska tónlist, hiklaust ćđri en poppiđ. Auđvitađ er til mikiđ af drasli í klassíska geiranum, flest tónlist er bara drasl, innantómur hávađi, en hin miklu tónskáld ţessarar greinar teljast međal mestu andansjöfra mannkynsins líkt og t.d. Shakespeare, Cervantes og Dostojevskí í bókmenntunum og stóru myndlistarmenn endurreisnarinnar og seinni blómaskeiđa. Ţeir birta lífiđ í sinni mestu dýpt og eru sér á parti.

Poppiđ er auđvitađ líka misjafnt ađ gćđum en jafnvel ţađ besta finnst mér falla alveg í skuggann af klassíkini.

Klassíkin er fyrir fagurkera. Poppiđ er fyrir plebba.

Og ţessi Enimen, eđa hvađ hann nú heitir, er bara fyrir últra fćđingarhálfvita.

Ef einhver vill hata mig fyrir ţessi orđ er ţađ mér alveg sérstakt ánćgjuefni.


Myrkriđ

Bođuđ hefur veriđ bćnaganga "í einingu og nafni Jesú Krists" 10. nóvember gegn myrkrinu í ţjóđfélaginu eins og ţađ er orđađ í auglýsingum og sagt er ađ "međ myrkrinu sé átt viđ neikvćđa áhrifaţćtti í lífi margra fjölskyldna, Ţar má nefna vonleysi, fátćkt, áfengisneyslu, vímuefnaneyslu, ofbeldi og sjálfsmorđ."

Mikiđ er ţetta einkennilegur samjöfnuđur. Ţegar svona er taliđ upp án ađgreiningar  ... fátćkt ... vímuefnaneysla... oflbeldi ...sjálfsmorđ ... hlýtur ţađ einfaldlega ađ vekja upp ţau hugtengsl ađ fátćkt fólk sé ofbeldislýđur og ţćr óhamingjusömu manneskjur sem taka líf sitt séu af sama kaliber og vímuefnaneytendur. Ţetta sé allt sama myrkriđ.

Ekki veit ég hverjr ertu drifkrafturinn á bak viđ ţessa göngu en í undirbúningsnefnd er Ţjóđkirkjan međal annara og ýmsir kristnir söfnuđir sem vilja vekja athygli á ţví, ađ eigin sögn, ađ "Jesús Kristur er ljósiđ sem yfirvinnur myrkriđ".

Göngunni á ađ ljúka í Laugardalshöll ţar sem menn ćtla ađ vitna.

Ég fć ekki betur séđ  en ţetta sé fyrirtaks leiđ til ađ vekja upp trúarofsa og fordóma um  jafn erfiđ og vandasöm mál og vímuefnaneyslu og sjálfsvíg, ađ ekki sé talađ um ţađ ranglćti sem felst í fátćkt.

Hér verđur ţessu öllu saman bara fleygt inn í glóruluast myrkriđ og lćkningin er einföld patentlausn: Komiđ til Jesú.

Mćtti ég ţá heldur biđja um vítisengla.


Rokkađ og rólađ í bíó 1957 og 1958

María Kristjánsdóttir listagyđja fékk frá mér hugskeyti í gćr ţegar ég var einmitt ađ hugsa um ađ enginn gerđi athugasemdir viđ ţessar innblásnu veđurskýrslur mínar. Í ţeirri síđustu, um hlýja nóvembermánuđi, vék ég ađ Conway Twitty sem átti vinsćlasta lagiđ í rigningarnóvembernum mikla  1958, It's  Only Make Believe. María kom einmit međ athugasemd og skrifar: 

"Ţetta var góđ skýrsla, ég man eftir 1956 en ekki eftir Conway Twitty, en minnir ađ í ţessum nóvember hafi ég fengiđ svartar gallabuxur og svartan gallajakka og horft á fyrstu rock ´n roll bíómyndina í Bćjarbíó og ţađ var fjör. Og oftast var mađur votur í fćturnar ţví ţá átti enginn stígvél nema í vinnu."

Viđ ţessi orđ fór ég nú ađ rifja upp í mínu afbrigđilega minni og varđ ţessa ţegar vísari.

Fyrsta rokkmyndin í íslensku bíói var Rock, Rock Rock sem Austurbćjarbíó sýndi 20. febrúar til 1. mars 1957 og ţar komu fram m.a. Chuck Berry og Frankie Lymon (sem kom til Íslands 1959) en Tuesday Weld lék ađalhlutverkiđ. Stjörnubió sýndi sama ár Rock Around the Clock međ Bill Haley  og The Platters 4.-22. mars. Nýja bíó var međ The Girl Can´t Help It 3.-16. ágúst ţar sem Gene Vincent söng BeBop A Lula, Little Richard titillagiđ, Fats Domino Blue Monday og The Platters sungu Remember When. Jayne Mansfield var ađalleikona myndarinnar en hún var ţá mikil kynbomba. Hún missti síđar höfuđiđ í bifreiđarslysi. Frank Tashlin var leikstjóri og var ţekktur ţá.   

En ţetta var ekki búiđ. Austurbćjarbíó sýndi The Tommy Steele Story 29. ágúst til 16. september  og hann söng ţar auđvitađ Water Water sem Skafi Ólafsson gerđi ódauđlegt á Íslandi undir orđunum Ţađ er allt á floti alls stađar. Annađ frćgt lag var í myndinni, Freight Train, sem Ragnar Bjarnason söng síđar undir nafninu Lestin brunar eđa eitthvađ. Hafnarbió sýndi Rock Pretty Baby 26. september til 7. október međ Sal Mineo. Sú mynd var bönnuđ börnum. Austurbćjarbíó bauđ enn upp á rokkmynd 3.-19. desember, Don't Knock the Rock. Ţar söng Little Richard hvorki meira né minna en Tutti Frutti og Long Tall Sally og setti fótinn upp á píanóiđ og allt ţađ. Áhorfendur ćptu í sćtunum. Ég líka.

Stóra bíótropmpiđ kom svo fyrsta febrúar 1958 og hélt áfram til ţess 15. Tjarnarbíó sýndi ţá Loving You međ Elvis í flottum litum. Hann söng m.a. Teddy Bear. Međ honum lét Doloroes Hart sem ég varđ bálskotinn í en ţađ var til lítils ţví hún gerđist nunna skömmu síđar. Aftur var Tjarnarbíó međ geggjađa rockmynd 29. apríl til 6. maí Mister Rock and Roll sem hét ţví ágćta íslenska nafni í auglýsingum Vagg og velta. Ţar lék Alan Freed plötusnúđ en Chuck Berry, Fankie Lyomon og Little Richard komu fram ásamt The Moonglows og fleirum.

Ţetta voru fyrstu rokkmyndirnar i íslensku bíói en heldur fór ađ draga úr slíkum myndum eftir ţetta.

Ég nennti ekkert ađ vera ađ gera einhverjar skrifkrúsidúllur utan um ţessar stađreyndir. Stađreyndir tala nefnilega sínu máli. Svo í veđri sem í rokki.

Já, börnin mín, ég ţekki nú the fifties betur en fingurna á mér!   

See You Later Alligator.

 


Ađbúnađur heilabilađra

Er ţađ virkilega nauđsynlegt ađ fólk međ lengstgengna heilabilun sem ekki ţekkir ađra og er jafnvel óafvitandi um ţá sé í einsmannsherbergi? Og er nokkur ástćđa til ađ kvarta um slćman ađbúnađ ţjóđfélagsins ef ţetta fólk er međ öđrum í herbergi?

Samt eru ađstandendur ađ gera Ţetta og ţeir eru bakkađir upp af fjölmiđlum og stjórnmálamönnum sem vilja koma höggi á ţá sem međ völdin fara. Mér finnst ţetta fyrst og fremst vera á afneitun á sjúkdómnum. Menn horfast ekki í augu viđ veruleikann og láta eins og ástand sjúklinganna sé annađ og betra en ţađ er. 

Ţađ er mjög algengt. Og eitt af ţví sem mestum vandrćđum veldur.

 


Svindl

Allar árstíđir hafa síns til ágćtis nokkuđ. En mér finnst nóvember og desember orđnir leiđinlegustu mánuđir ársins. Orsökin er ţetta taumlausa jólastand. Tveir mánuđir af jólahasar gera ţađ ađ verkum ađ mađur er örmagna af jólahorror ţegar jólin loksins byrja. Ţegar ég var drengur byrjađi ţetta stand alltaf fyrsta desember. Ţá vaknađi mađur viđ ţađ ađ jólaskreytingar voru komnar um allar götur. Og búđirnar fóru í gang um svipađ leyti. Í ţá daga var stemning og jól í lofti. Nú er ţessi ofgnótt bara stemningarlaus subbuskapur. Ekki bćtir svo úr skák ađ ţađ verđur ć algengara ađ menn láti jólaljósin loga fram á vor.

Ţetta heitir sukk og svínarí og er af sama meiđi og agaleysiđ í umferđinni og drykkjuorgíurnar um helgar.

Nú, en hvađ um ţađ, fjandinn hafi ţađ. Einn ljós punktur er í ţessu jólasukki. Ţađ eru bćkurnar.

Jólabókaflóđiđ er nú fremur seint til og ekkert bólar á Bókatíđindunum.

Ţađ er gamall vani minn ađ rölta oft í bókabúđir fyrir jólin og skođa herlegheitin. Í dag var ég í Eymundsson og fór ţá ekki rafmagniđ í miđjum klíđum. Varđ ţá heljarinar pannik og ung og sćt afgreiđslustúlka bađađi út öllum öngum og fór ađ halda rćđur fyir búđargestum ţví tölvudrasliđ fór náttúrlega allt úr sambandi svo ekkert var hćgt ađ afgreiđa og ţví ţurfti ađ róa niđur bókóđan mannsskapinn. Ţetta var óvćnt fjör. Svo kom rafmagniđ fljótlega aftur og ţá  var ekkert fjör lengur. 

Ég hef séđ eina bók nú ţegar sem ég ćtla ađ útvega mér: Nútímastjörnufrćđi. Ţađ er bók sem hefir eitthvađ ađ segja og ţađ úr ljósárafjarlćgđ og sér ljósár fram um tímann.  Flestar jólabćkur sem mest er hampađ hafa ţví miđur ekkert ađ segja og eru ţröngsýnar međ afbrigđum.

Ég las í blađi í tilefni af vćntanlegri ćvisögu Davíđs Stefánssonar ađ vinstri menn á Íslandi hafi markvisst unniđ ađ ţví ađ koma í veg fyrir ađ hann hefđi veriđ tilnefndur til Nóbelsverđlauna.

Ţađ var gott hjá vinstri mönnum.

Ţađ var hreinlega út í hött ađ láta sér  detta í hug ađ hrađmćlskur hagyrđingur vćri verđugur Nóbelsverlauna jafnvel ţótt hann hafi slegiđ nýjan tón í íslenskri ljóđlist sem entist honum ţó ćđi skammt. Ég trúi ţví svo sem ekki ađ nokkur hćgri mađur hafi veriđ svo glámskyggn og banal ađ hafa viljađ í alvöru útnefna Davíđ en veriđ stoppađur af vondum vinstri mönnum.

En nú er jólabókaflóđiđ ađ bresta á og ţađ verđur ađ selja bćkurnar međ öllum ráđum. 

Ég bíđ í ofvćni eftir ćvisögu Ţórbergs sem mér skilst ađ nái bara til 45 ára aldurs. Ţađ hlýtur ţá ađ vera bara fyrra bindiđ. Annađ vćri algjört svindl.

En lífiđ er svo sem ekkert nema eitt allsherjar svindl.

  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband