Fastar síður

Septembersnjór á suðurlandi

Það er ekki oft sem jörð er alhvít á suðurlandi í september. Það gerðist þó í morgun eins og lesa má á Veðurvaktinni. Við það sem þarna er skrifað má bæta því að snjódýpt var mæld 2 cm á Hæl í Hreppum í morgun þó jörð væri ekki talin alhvít heldur...

Stenst ekki mátið

Úr því ég var að skrifa um 11. september í gær verð ég bara að víkja hér að hlýjasta septemberdegi sem vitað er um á Íslandi, 12. september 1949. Þá mældist mesti hiti sem mælst hefur á landinu í september, 26,0 á Dalatanga. Á Hallormsstað fór hitinn í...

11. september

Það vill svo til að næst mesti og þriðji mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í öllum septembermánuði hefur fallið á þennan dag. Árið 1968 komst hitinn í 18,5 stig og daginn áður var reyndar sami hámarkshiti. Svo mikill hámarkshiti hefur hér aldrei...

Næturfrost

Í nótt var víða næturfrost á landinu, á suðurlandsundirlendi, Borgarfirði, víða inn til landsins á norðausturlandi, jafnvel líka úti við sjóinn og á stöku stað á hálendinu.   Á flugvellinum við Akureyri fór frostið í eitt stig en á lögreglustöðinni fór...

Hlýjustu júlímánuðir í Reykjavík

Það hefur komið fram í fréttum frá Veðurstofunni að síðasti júlímánuður sé sá næst hlýjasti sem mælst hefur í Reykjavík í meira en hundrað ár. Meðalhitinn var 12,8 stig. Aðeins júlí 1991 var hlýrri, 13,0 stig. Þá segir í fréttinni að hitinn 1936, 1939 og...

Hámarkshiti hvers mánaðar á landinu

Hér birtist hámarkshiti hvers mánaðar á landinu allt frá 1873. Til 1879 var þó aðeins mælt á þremur til fjórum stöðum svo lítið vit i er í því að birta mælingar hvers mánaðar þann tíma. Þess í stað sýnir efsti dálkurinn mesta hita hvers mánaðar sem mælst...

Mesti og minnsti hiti á Akureyri frá 1882, sólarstundir og úrkoma

Hér birtist mesti og minnsti hiti hvers mánaðar á Akureyri frá upphafi mælinga 1882, heildarúrkoma í hverjum mánuði og mesta sólarhringsúrkoma hvers mánaðar og auk þess fjöldi sólskinsstunda. Hámarks-og lágmarksmælingar féllu niður á Akureyri frá 1913 og...

Úrkoma í Reykjavík

Jón Þorsteinsson landlæknir byrjaði um mitt sumar 1829 að mæla úrkomu í Reykjavík, reyndar fyrst í Nesi á Seltjarnanesi en síðan við svonefnt "doktorshús" (sem ég man vel eftir) á Ránargötunni í Reykjavík og gerði svo fram í febrúar 1854. Niðurstöður...

Páskaveðrið allt frá móðuharðindunum

Hér birtist páskaveðrið í öllu sínu veldi allt frá tímum Skaftárelda. Páskar eru þá taldir allir dagarnir frá skírdegi til annars í páskum. Hægt er að sjá í fylgiskjali töflur um veðrið í Reykjavík eða í Stykkishólmi og á Akureyri eða Hallormsstað....

Hámarks-og lágmarkshiti hvers mánaðar í Reykjavík frá 1871

Hér birtast töflur fyrir hámarks-og lágmarkshita hvers mánaðar í Reykjavík fyrir hvern mánuð frá 1871. Óþarfi er að eyða mörgum orðum að þessu. Í flipum er hægt að sjá hvar mælingarnar fóru fram á hverjum tíma. Lítið er vitað um mælingarnar fyrstu árin...

Íslandsmetin í veðrinu

Hér birtast veðurmet hvers mánaðar fyrir landið í heild en slík met fyrir einstakar veðurstöðvar eru birtar í annarri bloggfærslu. Hér er hægt að finna mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í hverjum mánuði, köldustu og hlýjustu mánuði á...

Sólarstundir í Reykjavík frá 1911

Nú skulum við skoða sólskinsstundir í Reykjavík í hverjum mánuði frá árinu 1911. Reyndar voru sólmælingarnar á Vifilsstöðum til 1922 en síðan á vegum Veðurstofunnar í Reykjavík. Sólarleysi fyrstu áranna stingur vissulega í augu. Trausti Jónsson skrifar...

Veðurmet í Reykjavík

Hér eru ýmis veðurmet fyrir Reykjavík. Meðalhitinn sem úr er valið nær allt til 1824 með svellakaldan október og nóvember en aðrir mánuðir koma ekki til álita fyrr en frá 1832. Október og nóvember 1824, tveir mánuðir þegar sólar gætir lítið, voru svo...

Veðurmet hvers mánaðar á íslenskum veðurstöðvum

Hér birtast í fylgiskjali töflur fyrir hita-og kuldamet fyrir allar íslenskar veðurstöðvar sem athugðu lengur en í örfá ár, allt frá 1871 og fram á þetta ár. Einnig úrkomumet fyrir velflestar íslenskar úrkomustöðvar. Og loks tölur fyrir mestu snjódýpt í...

Snjóalög í Reykjavík

Her fjallað um snjóalög í Reykjavík allt frá 1924. Þar er um að ræða snjóhulu hvers mánaðar í prósentum (100% ef allir dagar eru mjallahvítir), mestu snjódýpt sem mælst hefur kl. 9 að morgni á nokkrum degi hvers mánaðar, fjlöda alauðra daga og fjölda...

Hvít og rauð jól síðustu áratuga í Reykjavík og á Akureyri

Jóladagur varð þá hvítur í Reykjavík eftir allt saman! Snjódýptin 1 cm. Síðast voru hvít jól í Reykjavík árið 2003. Hér á fylgiskrá færslunnar má sjá hvít og rauð jól í borginni nokkra áratugi aftur í tímann. Venjan er að miða við snjó að morgni...

Veðrið í hundrað ár um jól og áramót í Reykjavík og fyrir norðan

Í tilefni hitametanna er þest að birta hér töflur með hita, sól og úrkomu yfir alla jóladagana, gamlársdag og nýjársdag í Reykjavík frá 1907 og frá Akureyri frá 1949 en fyrir þann tíma hef ég ekki aðgang að daglegum gögnum um þann stað. Hins vegar eru...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband