Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921

Í meðfylgjandi töflu er sýnt snjólag í Reykavík að morgni frá aðfangadegi til annars í jólum og einnig að  morgmni gamlársdags og nýjársdag, vitanlega þess sem fer á etir gamlársdegi í viðkomandi ári í töflunni.

Jóladagarnir  eru bara merktir með tölustöfunum 24 25 26, sem sé í desember og svo gamlársdagur 31 og loks nýársdagur með tölunni 1. Snjódýptin er  í sentimetrum en þegar 0 er í dálki merkir það (held ég) að föl sé á jörð en snjóhula sé ekki mælanleg. Þegar fl er í dálki merkir það að jörð sé flekkótt af snjó.

Taflan byrjar í fyrra og heldur svo áfram niður til 1921.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mesti og minnsti hiti á íslenskum veðurstöðvum

Í fylgiskjalinu eru töflur um mesta og minnsta hita í hverjum mánuði á langflestum íslenskum veðurstöðvum. Þeim stöðvum sem athugað hafa í mjög skamman tíma er þó sleppt. Þessu hefur verð safnað á löngum tíma, Heimildirnar eru veðurbækur stöðvanna, rit dönsku veðurstofunnar Det Meteorlologike Arbog, Íslenzk veðurfarsbók 1920-1923, Veðráttan, mánaðarrit Veðurstofunnar 1924-2006, Vefsíða Veðurstofu íslands og síðast en ekki síst á síðustu árum vefsíða Trausta Jónssonar, Hungurdiskar, undir heitinu metalistar. Þar eru allar þessar töflur en uppsetnnngin er frábrugðin því sem hér er, hver stöð er þar aðgreind eftir vissum tímabilum en hér er allur athugunartími stöðvanna í einni töflu fyrir hverja stöð.

Uppsetningin hér er sú að fyrst er tekið Faxaflóasvæðið og byrjað á Reykjavik en síðan farið austur eftir suðurlandi  allt til Hornafjarðar, þá er tekið norður Snæfellsnes og Breiðafjörður, Vestfirðir og svo norðurland og austurland að Hornafirði. Loks eru stöðvar á hálendi landsins. Fyrirsagnir að töflunum eru stundum nokkuð óreglulegar og er erfitt við það að eiga í exel. Við nafn hverrar mannaðrar stöðvar er tilgreint upphaf og endir mælinga með tölum, t.d. 8 1984 3 2001 (Birkihlíð) sem merkir þá frá ágúst 1984 til mars 2001.Við sjálfvirkar stöðvar, sem merktar eru  sj, er einungis getið áranna em athugað hefur verið. Hæð veðurtöðvanna í metrum yfir sjávarmáli fylgir með við hverja stöð. Einhverjar misfellur og villur geta leynst í þessu og verður það lagfært strax og það uppgötvast. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlýjasti júlí í sögu mælinga í Reykjavík

Eins og fram hefur komið í fréttum var júlí sem var að líða sá hlýjasti sem mælst hefur í Reykjavík, 13,4 stig. Hann var líka fremur sólríkur en úrkoman nærri meðallagi. Mánuðurinn var ekki aðeins hlýjasti júlí heldur hlýjasti sumarmánuður sem mælst hefur í borginni. Næstir koma júlímánuðir 1991 og 2010, 13,0 stig.

Í fylgiskjalinu má sjá "innviði" mánaðarins. Þar sést hiti á hverri klukkustund, hámarks og lágmarkshiti á kvikasilfursmæla (einn dagur skáletraður lítllega "lagfærður"), sólarhringsúrkoma og daglegar sólskinsstundir. Auk þess sést meðalhiti hvers dags síðustu tíu ára til samanburðar. Og einnig má sjá hámarks og lágmárkshita og meðaltal þeirra fyrir sjálfvirku stöðvarnar í Reykjavik, svonefnda Búveðurstöð þar, Reykjavikurflugvöll, Korpu og Víðidal. Meðaltal hámarks og lágmarkshita er ofurlítið frábrugðið reiknuðum meðalhita allra mælinga sem er þessi: Reykjavík, Búveðurstöð og Reykjavíkurflugvöllur 13,4, Korpa 13,3 og Víðidalur 13,0 stig. Skemmtilegt er að veita því athygli að meðaltal hámarkshita í Víðidal, sem er mikill kuldapollur á vetrum eins og mælingar sýndu nánast glamnalega í vetur, er nokkuð hærra en á Reykjavíkurstöðinni en meðaltal lágmarkshita aftur nokkru lægra

Fylgiskjalið talar annars sínu máli.

Það skal rifjað upp að apríl var einnig sá hlýjasti sem mælst hefur í Reykjavík og júní var sá fimmti sólríkasti og vel hlýr og maí var einnig í hlýrra lagi og fremur sólríkur. Þetta hefur ekki framhjá fólki og víða heyrir maður menn segja að þeir hafi ekki lifað annað eins gæðasumar. Slíit mat er kannski líka huglægt og persónubundið fyrir hvern og einn en veðurstaðreyndirnar vitna ótvírætt um óvenjulega gósentíð frá því í vor í Reykjavik. Sumarið er hins vegar ekki búið.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tvöfalt snjódýptarmet á Akureyri

Mesta snjódýpt sem mælst hefur í nóvember á Akureyri mældist þann 30. s.l., 75 cm og mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í desember var í morgun, 105 cm jafnfallinn snjór. Í janúar til mars hefur mælst meiri snjódýpt en þetta á Akureyri, mest 160 cm 15. janúar 1975.

Við Skeiðsfossvirkjun var líka 105 cm snjódýpt í morgun sem þykir þar ekki tiltökumál en þar hefur mælst mesta snjódýpt á landinu, ótrúlegir 279 cm þ. 19 mars 1995.

Fyrir fáum dögum var snjólaust á landinu.


Hitabylgjan

Allmikil hitabylgja gekk yfir landið í  nótt og í dag þegar angi af hlýja loftinu i Evrópu barst til landsins.

Strax um miðnætti var hitinn á Tröllaskaga kominn yfir 20 stig og þar og sums staðar annars staðar varð hiti mestur að næturþeli. Snemma morguns varð sums staðar hlýjast syðst á landinu og víðar á suðurlandi. Annars var yfirleitt hlýjast síðdegis eins og oftast er. Í Reykjavík fór hitinn í 23.5 stig milli klukkan 13 og 14 á sjálfvirku stöðunni en 22,7 stig á þeirri mönnuðu. Það er dagsitamet fyrir mönnuðu stöðina en hlýrra hefur verið nokkra aðra daga  nærri þeirri dagsetningu og aðra hásumardaga. Sólarhringsmeðaltlaið er 16,3 stig og er það næst mesta þennan dag síðan Veðurstofan var stofnuð 1920 en hlýrra var 2008, 16,6 stig þegar hitabylgja  mikla í þeim mánuði var að byrja.         

Hlýjast varð 24,7 stig á Patreksfirði og 24,5 stig á Tálknafirði og Hafnarmelum, 24,2 við Korpu, 24,1 Lambavatni á Rauðasandi, 23,8 við Hafursfell og 23,7 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi og 23.8 á stöð vegagerðarinnar á Kjalarnesi. Á suðurlandi varð hlýjast 23,3 stig á Þingvöllum og 23,2 stig á Önundarhorni. Hlutfall veðurstöðva sem mældu 20 stiga hita eða meira er eftir hitabylgjutali Trausta Jónssonar 58,7 af hundraði sem er það mesta síðan í hitabylgjunni miklu i júlílok 2008 og ég reikna þennan dag reyndar 9.víðfemasta hitabylgjudag á landinu síðan Veðurstofan var stofnuð 1920. Mesti landshiti náði þó ekki 25 stigum.

Ekki hafa mörg árshitamet verið slegin á stöðvum sem nokkuð lengi hafa athugað. Þó mældist hitinn í Æðey 22,1 stig en þar höfðu áður mælst mest 21,6 stig á mönnuðu stöðunni í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 en mælingar eru frá 1954. Í Súðavík mældust 22.4 stig sem er það mesta en mælt hefur verið í mælingasögu upp á 23 ár. Á Bjargtöngum mældust 21,6 stig sem er mesti hiti sem þar hefur mælst, frá 1994. Og á Hvalnesi kom met upp á 21,3 stig þsr sem mælt hefur verið frá árinu 2000.

Ekki mældist 20 stiga hiti eða meira inni í Skagafirði og Húnavatnssýslum og ekki heldur á Fljótsdalshéraði eða norðanverðum austfjörðum. Og ekki á mönnuðu stöðinni á Akureyri og hefur ekki gerst þetta sumar. Hins vegar varð tiltölulega hlýtt á sunnanverðum austfjörðum miðað við það sem þar gerist. 

Í fylgkskjalinu er listi yfir hámarkshita allra veðurstöðva sem mældu 20 stiga hita eða meira. Stöðvunum er raðað frá Reykjanesskaga og síðan norður og vestur um og endað á Eyrarbakka. Einnig er tilgreint klukkan hvað mesti hitinn mældist, td. 14 merkir að hitinn hafi mælst milli klukkan 13 og 14 en þegar tvær tölur eru, t.d. 1314, merkir að hitinn hafi mælst bæði milli klukkan 12 og 13 og milli klukkan  13 og 14. Við mannaðar stöðvar er aðeins tilgreindue hámarksaitinn en ekki hvenær hann varð. Stöðvarnar eru ekki aðgreindar eftir rekstraraðilum. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband