Fćrsluflokkur: Menning og listir

Tuttugu stiga hiti í október

Tuttugu stiga hiti eđa meira hefur mćlst á nokkrum veđurstöđvum á Íslandi. Ţćr eru allar viđ sjóinn á svćđinu frá Vopnafirđi til Reyđarfjarđar nema tvćr, Reyđará á Siglunesi og Hallormsstađur.

Á ţessu svćđi voru fáar veđurstöđvar međ hámarksmćlingar fyrr en eftir miđja tuttugustu öld. 

Ţađ var ţví ekki fyrr en  6. október 1959 ađ fyrst var skráđur tuttugu stiga októberhiti á Íslandi, 20,9 stig á Seyđisfirđi, en stöđin var ţá nýbyrjuđ međ hámarksmćlingar. Ekki er ađ efa ađ slíkur hiti hefđi mćlst áđur ef stöđvar hefđu veriđ eins ţéttar og nú er til dćmis.

Í október 1944 mćldust til dćmis 19,4 stig á Húsavík ţ. 4. og daginn eftir 19,0 á Sandi í Ađaldal en  mćlingar voru ţá ekki á hitavćnustu stöđunum fyrir austan. 

Nćst eftir 1959 mćldist tuttugu stiga hiti, 20,0 stig slétt, ţ. 20. 1962 á Seyđisfirđi og á sama stađ ţ. 21. 1964, 20,9 stig. 

Í byrjun október 1973 dró heldur betur til tíđinda. Fyrstu tvo dagana mćldist víđar tuttugu stiga hiti eđa meira en á nokkrum öđrum dögum í mćlingasögunni. Fyrsta daginn kom íslandsmetiđ í október, 23,5 stig á Dalatanga. Á miđnćtti var hitinn ađeins 9,8 stig og svipađ hafi veriđ um kvöldiđ 30. september en kl. 3 um  nóttina ţann fyrsta var hitinn á athugunartíma 22,6 stig og 22,7 kl. 6 en ţá var lesiđ 23,5 stig á hámarksmćli. Međalhiti sólarhringsins varđ 16,8 stig. Ţennan sama dag fór hitinn í 20,2 stig á Reyđará viđ Siglunes en nćsta dag í 22,0 stig á Seyđisfirđi 20,6 á Vopnafirđi og 20,0 á Hallormsstađ. Klukkan 9 um morguninn ţennan dag var hitinn á Seyđisfirđi 21,0 stig, en 22,0 kl. 15 og enn 18,0 stig kl. 21. Fyrsta október hafđi hitinn á stađnum ekki fariđ hćrra en í 19,0 stig.  

Í október 1975 mćldust 20,0 stig ţ. 11. á  Seyđisfirđi. 

Á Seyđisfirđi fór hitinn í 22,0 stig ţ. 14.  áriđ 1985 og 20,7 á Neskaupstađ og daginn eftir voru skráđ  20,9 stig á Kollaleiru sem komu ţó líklega í raun kvöldiđ áđur.  

Ţann 7. október 1992 mćldust 21,7 stig í Neskaupstađ og á Dalatanga, 21,2 á Vopnafirđi, 21,1 á Seyđisfirđi og 20,4 stig á Kollaleiru.  

Mjög hlýtt var 22. október 2003. Ţá fór hitinn í 22,1 stig á Dalatanga og sólarhringsmeđalhitinn var 16,7 stig. Ţá mćldist og 20,8 stig á Kollaleiru á kvikasilfri en 22,3 stig á sjálfvirku stöđinni á Neskaupstađ og 21,3 stig á ţeirri sjálfvirku á Eskifirđi. 

Áriđ 2007 mćldust 20,2 á Sjaldţingsstöđum í Vopnafirđi ţ. 19. en 21,0 á ţeirri sjálfvirku á Seyđisfirđi.   

Loks mćldust svo 20,3 stig á sjálfvirku stöđinni á Kollaleiru ţ. 10. í ţessum mánuđi, á fimmtudaginn. 

Á ţessu sést ađ tuttugu stiga hiti í október er engan vegin sjaldgćfur á austurlandi.

Litlu munađi á Sauđanesvita 14. október 1999 en ţar mćldust ţá 19,8 stig og ţann 15. áriđ 1985 á Akureyri ţegar mćldust 19,5 stig. 

Í Reykjavík hefur mesti hiti í október mćlst ekki nema 15,6 stig ţ. 21. áriđ 2001 í glađa sólskini (opinbera októbermetiđ, 15,7 stig, er í rauninni mćling frá kl. 18 ţ. 30.september 1958).

Mesti októberhiti sem mćlst hefur á suđur og suđvesturlandi (frá Mýrdal til Snćfellsness) er ađeins 16-17 stig. 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Jólaveđriđ

Jólaveđriđ sér um sig  sjálft. 

En fylgiskjaliđ fylgist međ.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Viđ búum nefnilega á Íslandi!

Á ţessu fréttamyndbandi sést hvar borgarstarfsmenn ryđja snjó af gangstéttum í Rómaborg. 

Ţar snjóar nú ekki oft og mikiđ. En eigi ađ síđur finnst mönnum ţar sjálfsagt ađ hreinsa sjóinn af gangstéttunum ţá sjaldan ađ hann sýnir sig.

En ekki hér, enda međ orđum borgarstjórans ţegar hann var ađ verja ađ ekki vćru vel ruddar gangstéttir í Reykjavík í snjóakastinu:

Viđ búum á Íslandi! 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Hugsa fyrst - gjamma svo!

Í dag var lang besti dagurinn á suđurlandi ţađ sem af er sumars. Hitinn komst í 15,7 stig í Reykjavík og notalegt var ađ ganga úti í kvöld í fyrsta sinn. Međalhitinn var fyrir ofan međallag eins og í gćr en ţađ gildir ekki enn um ađra landshluta en suđur og suđvesturland.  Annars stađar er áfram kalt ţó gćrdagurinn hafi sums stađar veriđ sćmilegur.

Í dag komst hitinn á Árnesi í 18,8 stig sem er lúxus miđađ viđ ţađ sem veriđ hefur. 

Eftir spám ađ dćma virđist sem lítiđ breytist nćstu daga, sumariđ verđi ađallega sunnanlands.

Ţađ má ţví spyrja hvort enn sé nokkuđ sumar komiđ.

Svo langar mig líka til ađ spyrja hvort vit sé í ţví, eins og  menn eru  nú sumir ađ gera  hvergi bangnir, ađ tengja hvarf sandsíla og hrun sjófuglastofna viđ hlýindi síđustu ára. Ég veit ekki betur en ástćđur ţessa séu óţekktar.

Ekkert svona gerđist ţegar hlýnađi mjög hratt á ţriđja áratug 20. aldar og ţá stóđu hlýindin í 40 ár ţó toppurinn hafi veriđ á fjórđa áratugnum.

Menn mega nú alveg hugsa ofurlítiđ áđur en ţeir fara ađ gjamma. 

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Niđur međ Listaháskólann!

Á Laugaveginum á ég viđ. Ég stend alveg međ borgarstjóranum og Torfusamtökunum í andstöđu viđ ţćr verđlaunateikningar sem lagđar hafa veriđ fram. Ţetta húsabákn drepur allt í kringum sig á stóru svćđi.

Ţađ eru skiptar skođanir á málinu auđvitađ. Hanna Birna, hin sexí, stendur međ borgarstjóranum. En áđan var í hádegisfréttum vitnađ í bloggsíđu sama sem bloggvinar míns, Björns Bjarnasonar dómsmálaráđherra sem lofar og prísar megamonstriđ. Annars langar mig til ađ spyrja. Af hverju er alltaf veriđ ađ vitna í hann? Í ţessu máli hafa orđ hans ekkert meira vćgi en mín gullvćgu orđ.

Hvers vegna í ósköpunum vitnar ekki fréttastofa RÚV í mína djúpvitru bloggsíđu í tíma og ótíma? Ég tala nú ekki um í spekinginn hann Mala.  

Ćtli rektor Listaháskólans sé annars ekki fremur órótt. Hann á ađ halda uppi merki listarinnar en hluti af listinni er verndun gamalla byggđa og umhverfis í borgum. Hvađ finnst honum um ţađ ađ fjöldi fólks telur ađ hús Listaháskólans vinni skemmdarverk ađ ţessu leyti? Sópar hann ţá bara öllum sjónarmiđum út af borđinu  nema sjónarmiđum eiginhagsmunanna. Hans skóli ţarf lóđ. Og lokar hann ţá bara augunum fyrir öllum öđrum sjónarmiđum?

Prívatraus í rafrćnum dagbókarstíl: Ég á annars blendnar minningar um ţennan rektor. Einu sinni var ég tónlistargagnrýnandi árum saman. Sumir voru vođalega hrifnir af mér en ađrir ekki. Rektor Listaháskólans, sem ţá var stjórnandi Háskólakórsins, gaf út eitthvađ blađ og sagđi ţar ađ ég vćri bara ađ skrifa um sálarkreppur mínar í gagnrýni. Ţetta fannst mér högg fyrir neđan beltisstađ af ţví ađ ég skrifađi reyndar einu sinni bók um sálarkreppur sem sóttu á mig á yngri árum. Ég nefndi ţetta einu sinni viđ hann og hann tók ţví bara vel. Svo var ţessi ásökun líka óréttmćt. Ég fór stundum mínar eigin leiđir í tónlistargagnrýni og einmitt ţađ truflađi suma en hún var yfirleitt ekki verr ígrunduđ og rökstudd en gengur og gerist međ gagnrýni annarra. Ţađ áréttađi reyndar ţekktur söngvari líka sem einu sinni gerđi athugasemdir á ţessari síđu. 

Skyldleiki er međ mér og rektor Listaháskólans og vinur minn Leifur heitinn Ţórarinsson tónskáld sagđi ađ viđ vćrum líkir um margt. Viđ vćrum báđir miklir tilfinningamenn, ákaflyndir mjög og međ stórar skođanir. Annars fara skođanir mínar hríđminnkandi međ árunum. Ég er ađ breytast í mann međ örskođanir.  Algjör örskođun: Ég lít á allar breytingar á götumynd Reykjavíkur frá the fabulous fifties mjög óhýru auga!

Einu sinni bađ Leifur mig ađ skrifa lesmál á geisladisk sem hann var ađ gefa út međ nokkrum verka sinna. Ţá stóđ svo á ađ ég ţóttist međ engu móti geta tekiđ ţetta ađ mér og skrifađi einhver annar. Ég hef alltaf séđ eftir ţví ađ hafa hafnađ ţessu. Leifur var snilldar tónskáld ţegar hann var bestur en nokkuđ var hann mistćkur. Sinfónían hans sú síđasta er verk sem ég hlusta oftar á en flest íslensk tónverk og ég á hana líka á nótum.

 


Af íslensku menningarástandi

Ekkert skil ég eiginlega í ţví ađ Myrkir músikdagar skuli vera haldnir ţegar skammdeginu er lokiđ. Annars tala forsvarsmenn ţeirra stundum eins og ţađ sé enn skammdegi og rugla ţá saman skammdegi og vetrarríki.

En skítt međ ţađ! Í kvöld fór ég á tónleika Myrkra músikdaga ţar sem Sinfónían frumflutti tvćr geggjađar sinfóníur eftir íslensk tónskáld.

Salurinn var eiginlega tómur, varla meira en 300 manns af ţeim kringum 1000 sem hann getur rúmađ. Ţar var ţví ekki mikiđ af fólki séđ og heyrt.

Fyrstan skal ţó frćgan telja frćnda minn Helga Hjörvar. Hann er mćlskari en andskotinn. Ţađ er ég líka ţegar ég nenni á annađ borđ ađ halda rćđur. Sveinn Einarsson leikhúsvitringur var líka. Og tónsnillingarnir John Speight og Atli Heimir. Og Thor í eigin persónu eins og skáldjöfur.

Og ţá er eiginlega upptaliđ frćga og fína fólkiđ sem ég sá á ţessum tónleikum.

Ef ţessi Lay Low hefđi veriđ á sviđinu, söngkonan sem lćgst hefur lagst í íslenskri tónlistarsögu, hefđi húsiđ líklega veriđ alveg trođfullt. 

Ađeins einn bloggari (ásamt lífverđi sínum) var á stađnum enda eru ţeir upp til hópa, bćđi karlar og kvinnur, kúltúrlausir hálfvitar.

Ţetta var nú skýrsla dagsins af íslensku menningarástandi.

Ţakka ţeim er lásu og veriđi sćl ađ sinni.

 

 


Ţjóđskjölin á netiđ!

Í Spegli Ríkisútvarpsins í gćrkvöldi kom fram ađ Norđmenn geta skođađ ţjóđskjölin sín á netinu. Ţeir geta ţví m.a. grúskađ í kirkjubókum og manntölum bara heima í stofu hjá sér.

Ţessu er öđru vísi fariđ hér á landi. Menn verđa ađ gjöra svo vel ađ arka á söfnin til ađ skođa manntölin en kirkjubćkurnar sjálfar eru ađeins til á Ţjóđskjalasafninu í Reykjavík. Ljósrit mormóna af ţeim munu ţó einnig vera til á einhverjum öđrum söfnum, en varla mörgum. Ţađ er annars óţolandi ađ  eiga viđ ţessar ljósmyndavélar. Helmingur tímans fer í vélavesen. Algjör martröđ! Tvö íslensk manntöl er hćgt ađ skođa á netinu á takmarkađan hátt, áriđ 1703 og 1835. Menn verđa ađ slá inn ţröngum leitarorđum sem margir kunna áreiđanlega jafnvel engin skil á, svo sem mannanöfnum og nöfnum á hreppum áriđ 1703. Ţađ er ekki hćgt ađ fletta manntölunum síđu fyrir síđu eins og tímaritunum á Tímarit is. Ţetta er ţó nauđsynlegt ţví oft hafa mennn óljósar hugmyndir um ţađ sem ţeir eru ađ  leita ađ og verđa ađ ţreifa sig áfram, fletta fram og til baka í manntölunum. Ţađ er međ ólíkindum ađ safniđ skuli ekki hafa áttađ sig á ţessu ţegar ţađ setti manntölin á netiđ. 

Ástćđan fyrir ţví ađ viđ getum ekki lesiđ ţjóđskjölin okkar á netinu er sú ađ Ţjóđskjalasafniđ vantar mannafla sem kostar peninga til ađ vinna alla ţá vinnu sem til ţess ţarf.

Hvernig vćri ţá ađ fjárveitingarvaldiđ bćtti snarlega úr ţessu? Ţađ er sóađ í annađ eins.

Ţađ er reyndar ţjóđarskömm hvernig lengi hefur veriđ búiđ ađ Ţjóđskjalasafninu. Oft hefur veriđ á ţađ bent en enginn tekur viđ sér sem hefur vald til ađ bćta ţar úr. Líklega ţarf safniđ ađ verđa fyrir skemmdum, til dćmis ađ brenna til ösku, til ađ menn lyfti upp litla fingri til umbóta líkt og raunin varđ međ Náttúrugripasafniđ.

Sú niđurníđsla sem Ţjóđskjalasafniđ er í lýsir auđvitađ menningarástandi ţjóđar sem á nóg af peningum og sukkar og svallar eins og henni vćri borgađ fyrir ţađ, sem er víst tilfelliđ,  en skeytir lítiđ um undirstöđur menningar sinnar.

Ţetta nöldur minnir mig á ţađ ađ Íslendingabók ćtti ađ sjá sóma sinn í ađ opna ađganginn meira en raun er á. Hann er svo takmarkađur ađ ţađ er óskiljanlegt, ađeins nánustu ćttingja sína getur hver og einn skođađ. Ţađ vćri skárra ađ selja almennilegan ađgang í áskrift heldur en hafa ţessa ómynd. Ekki ţekki ég ástćđuna fyrir ţessum hindrunum. Kannski Púkinn viti um ţćr!

Og ţá kemur persónulega rúsínan í pylsuendanum.  Fyrir tíu árum rauk ég í ţađ ađ rekja frćndgarđ minn, ćttir frá öllum langalangöfum mínum og ömmum. (Dúkkuđu ţar upp ýmsir furđulegir fuglar og kynjakvendi, sumir landsfrćgir hálfvitar). Samtals átta ćttbogum. Ţađ var gaman en tók sinn tíma, nokkur ár og margar og ţreytandi vinnustundir á ţessu fáránlega Ţjóđskjalasafni í  vélunum sem útheimta erfiđsvinnu til ađ snúa ţeim međ tilheyrandi vöđvabólgu. Einhver minni háttar atriđi eru enn ófrágengin hjá mér, einkum međ fólk sem fluttist til útlanda. Ég rakti líka framćtt mína aftur til írskra konunga en ţeygi ţrćla og ambátta.

Ég er sem sagt konungsborinn og hef blátt blóđ í ćđum. Framkoma fólks viđ mig, ekki síst hysterískra ađdáenda minna og kemmentara á blogginu, ćtti ađ taka miđ af ţví! 

Já, eitt nöldurefniđ í viđbót: Ţjóđskráin ćtti endilega ađ setja íbúaskrár á netiđ. Ég skil ekki rökin fyrir ţví ađ hún hefur takmarkađ ađgang ađ ţeim á netinu frá ţví sem áđur var en áfram er hćgt ađ valsa um  ţćr allar í prentuđu útgáfunum. Rökin voru víst til ađ bćgja frá auglýsendum eđa eitthvađ. En ţađ vćri hćgt ađ opna međ skilyrđum, t.d. fyrir ţeim sem eru ađ rekja ćttir manna. 

Ţá hef ég loksins skrifađ ţađ sem mig hefur lengi langađ til ađ koma á framfćri um Ţjóđskjalasafniđ, Íslendingabók og Ţjóđskrána.  


Gleymdi einu

Um daginn ţegar ég var ađ horfa á Kiljuna. Ég er sem sagt algjörlega ósammála Páli Baldvin um ţađ ađ bćkurnar um raunvísindin mćttu missa sig, eđa eitthvađ í ţá áttina,  í lćrdómsritaflokki Bókmenntafélagsins. Mér finnst raunvísindabćkurnar, Afstćđiskeningin eftir Einstein, Ljósiđ eftir Feynman, Ár vas alda eftir Weinberg og Saga tímans eftir Hawking, langbestu bćkurnar, ađallega vegna ţess ađ ţćr fjalla um eitthvađ raunverulegt eftir bestu ţekkingu eđlisfrćđinnar.

Ţađ sem segir í hugvísindabókunum, öll ţessi hátimbrađa heimspeki sem allir toga svo og teyga, finnst mér eiginlega annars flokks í eđli sínu.

Ţađ má hins vegar ef til vill finna ađ ţví ađ gefa út međ fárra ára millibili Uppruna tegundanna eftir Darwin og svo ágćta endursögn Ţorvaldar Thoroddsen á ţeirri bók. 

Dćgilegt var svo ađ keppast viđ ađ skrifa um tónlist í gamla daga á DV undir menningaritstjórn Páls Baldvins. Enn ţá dćgilegra var ţó ađ strita undir Tótu pönk eftir ađ hún varđ menningarbossinn á blađinu.

En ţeir dagar eru liđnir og koma aldrei aldrei aptur.     


Ţarfaţing

Á vefsíđu Landsbókasafnsins er hćgt ađ skođa ýmis blöđ og tímarit langt aftur í tímann. Nú er t.d. hćgt ađ skođa Ţjóđviljann frá upphafi og fram til 1992. Mánađar-og ársrit Veđurstofunnar, Veđráttan, er ţar líka frá upphafi 1924 til 1997.

Ţađ vćri mjög óskandi ađ forveri ţessa rits, Íslenzk veđurfarsbók 1920-1923, yrđi líka gerđ ađgengileg á ţessum vef og ţá ekki síđur íslenski hlutinn af dönsku veđurfarsbókinni sem kom út 1873-1919. Ţađ er afar torfengiđ rit. Á Landsbókasafni eru ekki einu sinni til allir árgangarnir en ţeir eru til á bókasafni Veđurstofunnar. Og vćntanlega í Danmörku.

Mér dettur ţetta í hug nú ţegar ég er ađ taka saman efni um frostaveturinn mikla 1918. 

Og tímaritsvefurinn á Landsbókasafni er sannarlega mikiđ ţarfaţing.  

Gleđileg viđbót: Nú hef ég frétt ađ ţađ sé einmitt í undirbúningi ađ gera dönsku veđurbókina ađgengilega á tímaritsvefnum.


Gegn niđurrifi!

Mér finnst  skelfilegt ađ lesa ţann hug sem sést á sumum bloggsíđum og athugasemdum á ţeim til merkilegra gamalla húsa: kofar, hrófatildur, fúahjallar, drasl  og jafnvel brígls um nasisma ef menn vilja vernda ţessi hús. Ţađ er líka eins og eitthvađ lostafullt hatur logi í ţessum ummćlum, hlćgjandi fyrirlitning  sem minnir á ofsann í rétttrúuđum eđa kvenhatara á jafnréttissíđum. Hvađ veldur slíkum býsnum?

Ég held ađ ţađ sé fyrst og fremst menningarleysi. Stefán Snćvarr heimspekingur  kallar ţađ fólk plebbakynslóđina sem skynjar ekkert af fortíđ sinni og sögu en lifir bara í gapandi tómarúmi. Ég trúi ţví samt ekki ađ ţannig fólk sé meirihluti borgarbúa.   

Auđvitađ breytast borgir og ţróast međ tímanum og menn geta deilt um niđurrif einstakra húsa. En ţegar fyrir liggur ađ rífa eitthvađ um hundrađ hús og gjörbreyta ásýnd gamla bćjaris og gera skurk í rótgrónum hverfum eins og Ţingholtunum ćttu borgararnir ađ rumska og hugsa sinn gang. Hvernig borg viljum viđ lifa í?!

Ég er uppalinn í ţessari borg og ţekki vel sögu hennar í heild og einstakra húsa. Ég finn sárt til ţess hvernig peningaöfl eru ađ rústa ásýnd miđbćjarins međ turnbyggingum og niđurrifi allt ađ ţví  heilla hverfa.

Ég get ekki á mér setiđ ađ lýsa ţessu yfir og veita Torfusamtökunum og íbúum Ţingholtanna og annarra gamalla hverfa fullan stuđning í baráttu ţeirra.   


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband