Þarfaþing

Á vefsíðu Landsbókasafnsins er hægt að skoða ýmis blöð og tímarit langt aftur í tímann. Nú er t.d. hægt að skoða Þjóðviljann frá upphafi og fram til 1992. Mánaðar-og ársrit Veðurstofunnar, Veðráttan, er þar líka frá upphafi 1924 til 1997.

Það væri mjög óskandi að forveri þessa rits, Íslenzk veðurfarsbók 1920-1923, yrði líka gerð aðgengileg á þessum vef og þá ekki síður íslenski hlutinn af dönsku veðurfarsbókinni sem kom út 1873-1919. Það er afar torfengið rit. Á Landsbókasafni eru ekki einu sinni til allir árgangarnir en þeir eru til á bókasafni Veðurstofunnar. Og væntanlega í Danmörku.

Mér dettur þetta í hug nú þegar ég er að taka saman efni um frostaveturinn mikla 1918. 

Og tímaritsvefurinn á Landsbókasafni er sannarlega mikið þarfaþing.  

Gleðileg viðbót: Nú hef ég frétt að það sé einmitt í undirbúningi að gera dönsku veðurbókina aðgengilega á tímaritsvefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þakka þér fyrir þessa ábendingu. Hlakka til að fletta uppí Þjóðviljanum. En tekur þetta ekki daga og ár- ég á við flettið?

María Kristjánsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það eru bara gamlir kommar sem lesa Þjóðviljann! En Það mætti alveg vera þjálla flettisýstemið. Það er samt gaman að fletta og hætt við að maður gleymi sér  í því.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.1.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband