Færsluflokkur: Kvikmyndir

Kvikmyndir sem ég hef séð síðan 1984

Hér er listi yfir allar kvikmyndir sem ég hef séð síðan haustið 1984 í kvikmyndahúsum, sjónvarpi eða á videói. Mér gengur sem sagt vel að tileinka mér bloggsiðina. Um að gera að fletja út egóið þar til það verður flatt eins og pönnukaka. Framan af setti ég leikstjóra myndanna með á listann en svo nennti ég því ekki lengur. Hins vegar gef ég öllum myndunum stjörnur. Það er nú ekki nákvæmt, sérstaklega á bestu myndunum. Mest eru gefnar fjórar stjörnur. Myndir sem mér finnst svo lélegar að þær eigi ekki skildar stjörnur fá töluna 0 en myndir sem mér finnst óþolandi fá töluna -1.

Ein mynd sker sig alveg úr. Henni verð ég nú bara að gefa 50 stjörnur. En það eru allt stjörnur í mínus. Hneyklsunarstjörnur!!  (Nei, djók). 

Kannski finnst einhverjum gaman að bera þessar stjörnugjafir mínar saman við sitt eigið mikilvæga álit um viðkomandi mynd.

Lengi framan af er þessi listi svo að segja tæmandi. Þetta voru myndirnar sem ég sá. En síðustu árin er listinn orðinn losaralegur. Þá vantar nokkrar myndir sem ég hef  séð, jafnvel allmargar.

Þær myndir sem eru mér minnisstæðastar (ekki endilega þær sem mér finnst bestar) eru þessar:

  1. Vertigo. Þetta er svo seiðandi mynd. Einhver blær yfir henni. Og ég man svo vel árið sem hún var framleidd, 1958, og það er bara eins og maður sé kominn aftur í tímann.
  2. Bringing up Baby.  Fyndnasta mynd sem ég hef séð. Þar leika Cary Grant og Katherine Hepburn.
  3. Ottó Nahyrningur. Yndisleg dönsk mynd. Fyrir þá sem eru börn alla ævi. 
  4. Sigur viljans. Hræðileg áróðursfilma Lenu Riefensthal fyrir nasismann en algjört meistarastykki.  
  5. Ástarsaga úr stríðinu. Rússnesk mynd sem minnir mig á hvað skiptir máli í lífinu. Lítt þekkt á vesturlöndum. Var oft sýnd hjá MÍR.  

Mest óþolandi myndir sem ég  hef séð:

  1. Groundhog day. Ég skil bara ekki hvað þessi mynd þykir skemmtileg. Ég fatta ekki húmorinn í henni og finnst hún meira en óþolandi. Samt er Bill Murray einn af mínum uppáhaldsleikurum.
  2. The Blair Witch Project. Ekkert spennó og ekkert hrylló.
  3. Armageddon. Ekki orðum að henni eyðandi.
  4. Pearl Harbour. Ógeðsleg vella. En gamla myndin TORA TORA TORA um sama efni frá 1970 er frábær.
  5. 101 Reykjavík. Leiðinlegasta íslenska myndin sem ég þekki. Vona að bókin sé skárri.

Ég get víst sagt eins og Sif Friðleifsdóttir ráðherra myndi líklega segja að það væri ekki ónýtt fyrir einsögufræðinga framtíðarinnar að geta séð hvaða bíómyndir einn maður var að horfa á fyrir og eftir aldamótin 2000.

Og það er ekki að furða þó maður sé vitlaus að hafa nennt að horfa á öll þessi ósköp.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband